Feykir


Feykir - 13.02.2014, Síða 2

Feykir - 13.02.2014, Síða 2
2 Feykir 06/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Bjartir tímar Nú er ég komin til starfa á ný eftir níu mánaða fæðingarorlof en í þetta sinn tek ég mér sæti í ritstjórnarstólnum. Ég verð að viðurkenna að því fylgja blendnar tilfinningar, að þurfa að kveðja frábæran samstarfsmann, Pál Friðriksson fráfarandi ritstjóra, sem var sönn ánægja að kynnast og starfa með. Á hinn bóginn fæ ég tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir og hef eignast nýjan samstarfsfélaga, Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, og efast ég ekki um að bjartir tímar séu framundan á ritstjórnarskrifstofu Feykis. Viðfangsefni okkar eru óþrjótandi og eru margir spennandi viðburðir handan við hornið, s.s. kvikmyndahátíð á Skaga- strönd, Vetrarhátíð í Skagafirði, Söngvarakeppni Húnaþings vestra, Sæluvika Skagfirðinga, og svo sveitarstjórnarkosning- arnar í maí og margt margt fleira. Feykir mun að sjálfsögðu færa fréttir af þessum viðburðum sem og öðrum sem viðkoma íbúum Norðurlands vestra. Einnig höldum við áfram að skyggnast dýpra í mannlífið í landshlutanum og birtum viðtöl við áhugavert fólk. Að þessu sögðu vil ég nota tækifærið og hvetja þá sem hafa einhverja lífsreynslu í farteskinu sem þeir vilja deila með lesendum Feykis, eða jafnvel þekkja til einhvers sem gæti haft slíka, að hafa samband. Öllum ábendingum verður vel tekið og er það okkar ánægja að færa áskrifendum Feykis stútfullt blað af áhugaverðu efni viku hverja. Markmið okkar er alltaf að gera gott blað betra! Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Beit mann í nefið Sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás Með bakáverka eftir vélsleðaslys Féll 10 metra niður í gilið Björgunarsveitin Skagfirð- ingasveit sótti unga konu sem hafði ekið snjósleða fram af hengju í Laxárdal sl. sunnudag. Konan var með bakáverka en þegar Feykir ræddi við lögregluna á Sauðárkróki var ekki ljóst hversu alvarlega. Björgunarmenn fóru auk sjúkraflutningamanns á staðinn með bíl og tvo vélsleða. Þegar að var komið reyndist hægt að aka björg- unarsveitarbílnum beint á slysstað og var konunni ekið þangað sem sjúkrabíll beið hennar og flutti á sjúkrahús. Konan, sem er um tvítugt, var með meðvitund þegar hún var flutt á Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki til aðhlynningar. Slysið átti sér stað í Hest- gili og fór sleði konunnar fram af snjóhengju og féll, ásamt konunni, um 10 metra niður í gilið áður en þau stað- næmdust. /KSE Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í desember sl. pólskan ríkisborgara fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað í október sl., þegar hann beit mann í nefið. Ákærði var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og var gert að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í bætur vegna áverkanna. Í dómsskjölum kemur fram að ákærði hafi bitið 0,5 fersentímetra stykki framan af hægri nös og nefbroddi manns með þeim afleiðingum að hann hlaut 2x2 sm sár hægra megin á nef, missti part af hægri nasavæng og skaði varð á brjóski nefsins. Sá sem fyrir árásinni varð þurfti að undir- gangast aðgerð til lagfæringar á nefinu og eru fleiri aðgerðir fyrirhugaðar. Mennirnir tveir eru einir til frásagnar um upptök átaka þeirra en í niðurstöðu dómsins segir að þeir hafi sammælst um að reyna með sér einhverskonar bardagatækni en ákærði neitar því og bar að hinn hafi áttu upptökin að átökum þeirra. „Ákærði og Y [fórnarlambið. Innsk. blm]eru sammála um að þeir hafi í tvígang tekist á en fyrri átökum þeirra hafi lokið án nokkurra afleiðinga. Af hegðan þeirra fyrir og eftir átökin verður ekki annað ráðið en að átökin hafi ekki stafað af illindum þeirra í milli,“ segir í dómsskjölum. Hvernig síðari átökin hófust verður að miða við að þeir hafi tekist á með samþykki þeirra beggja. „Tóku þeir því báðir ákveðna áhættu á því að þeir myndu meiðast í átökunum, sbr. niðurlag 13. kap. Jónsbókar. Sú háttsemi ákærða að bíta Y í nefið er hins vegar utan við það sem Y mátti vænta frá ákærða í fang- brögðunum,“ segir jafnframt í niðurstöðu dómsins. /BÞ Hrósar Ungmennaráði Húnaþings vestra Á dögunum átti ungmennaráð Húnaþings vestra fund með Vali Rafni Halldórssyni, starfsmanni ungmennaráðs Ölfuss. Hélt hann fyrirlestur um ungmennaráð hérlendis. Í máli Vals kom fram sérstakt hrós til Ungmennaráðs Húnaþings vestra, sem hann segir með þeim virkustu á landsvísu. Í fyrirlestri sínum gerði Valur ráðinu grein fyrir hlutverki ráðsins, en skv. æskulýðslögum er hlutverk ungmennaráða að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta kemur fram í fundargerð ungmennaráðs frá 3. febrúar sl. en hún er birt á vef Húnaþings vestra. /KSE Óvenjumikil ófærð í vetur Það hefur vart farið framhjá vegfarendum sem lagt hafa eða ætlað að leggja leið sína um Þverárfjall að vegurinn hefur óvenju oft verið lokaður vegna ófærðar í vetur. Að sögn Sveins J. Einarssonar verkstjóra hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki er ekki haldið utan um neina tölfræði um fjölda daga sem tilteknir vegir eru ófærir. Sveinn segir þó ljóst að Þverárfjallsvegur hafi mjög oft orðið ófær í vetur. Það er einfaldlega veður sem veldur því, eins og staðan er núna (um miðjan dag á þriðjudag) er hægt að sjá í myndavélunum að sami vindhraði er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Það er bjart á Vatns- skarði en nánast stórhríð á Þverárfjalli. Það hefur sett niður mikinn snjó á Skaga sem nær að skafa þaðan og svo stoppar hann í vegriðinu við Þverá og þar fyrir ofan. Af því veður er svona gott á Vatnsskarði höfum við beint umferðinni meira þangað, heldur en að skapa hættu með því senda smábíla á Þverárfjall í misjöfnu veðri og færð,“ sagði Sveinn í samtali við Feyki. /KSE Vegurinn um Þverárfjall Einna virkust á landsvísu Fyrsti þátturinn í kvöld Hestaíþróttir á Norðurlandi sjónvarpaðar á Stöð 2 Sport Skottafilm hefur gert samning við 365 miðla um framleiðslu á sjö þáttum um hestaíþróttir á Norðurlandi í vetur og verða þeir til sýningar á Stöð 2 Sport á hálfsmánaðar fresti fram í apríl. Fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld kl. 21:30. Þáttur kvöldsins fjallar um Meistaradeild Norðurlands, KS deildina, en að sögn Árna Gunnarssonar hjá Skottafilm munu fimm þættir fjalla um KS deildina en þar mætast sterkustu knaparnir og bestu hestarnir á Norðurlandi, að sögn Árna. Einnig verður Opna Bautamótið í tölti, sem verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri, og Ístöltmótið á Svínavatni til umfjöllunar í þáttaröðinni. Stöð 2 Sport mun sýna frá 21 þáttum um hestaíþróttir í vetur; 14 fjalla um hestaíþróttir á Suðurlandi og sjö á Norðurlandi. „Ég vil hvetja fólk til að vera duglegt að mæta í reiðhöllina og hvetja sitt lið áfram. Það er mikilvægt að sýna hve mikill áhugi er fyrir íþróttinni hér fyrir norðan,“ segir Árni að endingu /BÞ Ánægja með blótsgesti Lögreglufréttir Mikil skemmtanahelgi er nú að baki í Skagafirði en tvö stór þorrablót voru haldin beggja vegna Héraðsvatna; Króksblótið á Sauðárkróki og Þorrablót Hóla- og Viðvíkurhrepps á Hofsósi. Lögreglan á Sauðárkróki var hæstánægð hve blótin fóru vel fram en þau voru mjög fjölmenn, eða 660 manns á Króksblótinu og um 300 manns á Hofsósi. „Við vorum mjög duglegir að mæla ölvunarakstur þegar leið á nóttina, bæði á Sauðárkróki og Hofsósi og það kom allt mjög vel út -við vorum alsælir með þetta,“ sagði talsmaður lögreglunar í samtali við Feyki. Bílaþjófnaður í rannsókn Um síðustu helgi var lýst eftir upplýsingum um bíl sem fannst mannlaus en í gangi á Þverár- fjalli þegar mokstursmenn fóru á stúfana snemma á sunnudags- morgni. Hafði bílnum verið stolið frá heimili eigandans á Sauðárkróki um nóttina. Leit var gerð að farþega eða farþeg- um en upp úr hádegi var leit- nni frestað, enda engin merki um að viðkomandi væri hætta búin. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar lögreglustjóra á Sauðárkróki var leitinni síðan hætt, enda hafði ekki verið til- kynnt um að neins væri saknað. Bílþjófnaðurinn verður rann- sakaður áfram og er það mál í ferli að sögn Stefáns. /BÞ & KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.