Feykir - 13.02.2014, Qupperneq 4
4 Feykir 06/2014
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport
Kertaljós
ÓLAFUR HALLGRÍMSSON SKRIFARFRÁ LESENDUM
Safnaðarstarf er ofið ýmsum
þáttum. Einn hinn mikil-
vægasti er kirkjukórinn.
Segja má, að í hverjum
söfnuði sé kirkjukórinn eins
konar burðarás safnaðar-
starfsins ásamt sóknarprest-
inum. Í kirkjukórum starfar
fólk, sem leggur á sig ómælda
vinnu og fyrirhöfn í þágu
kirkjustarfsins. Það er fólkið,
sem mætir á æfingar,
stundum um langan veg,
syngur í messum og við aðrar
athafnir í kirkjunni án þess
að spyrja um tíma eða
fyrirhöfn.
Hlutur þess verður seint of-
metinn. Stundum er kirkju-
kórinn kannski sá eini sem
mætir. Síðari ár hefur hlutur
einraddaðs söngs í messum
nokkuð farið vaxandi, og er það
í sjálfu sér góðra gjalda vert, því
þannig verður e.t.v. almennari
þátttaka í söngnum, því margir
kynoka sér við að taka undir
með kirkjukórnum. Engu að
síður er hlutverk kirkjukórsins
jafn mikilvægt. Á stærstu
stundunum í kirkjunni viljum
við hafa kirkjukór, t.d. á stór-
hátíðum, við útfarir o.s.frv. Þá
er kirkjukórinn bókstaflega
ómissandi.
Ýmsir kirkjukórar hafa
brugðið á það ráð að æfa upp
sérstök prógröm til hliðar við
hið hefðbundna messuhald og
efna til tónleika, stundum með
annars konar lögum í bland.
Slíkt vekur ánægju og skapar
tilbreytingu í söngstarfinu, sem
öllum er holl.
Það færist í vöxt, að kirkju-
kórar gefi út geisladisk með
söng sínum. Einn slíkur er
Kirkjukór Glaumbæjarpresta-
kalls, en frá hendi hans kom út
nú skömmu fyrir jól nýr geisla-
diskur, sem ber nafnið Kertaljós
og hefur að geyma hugljúfa jóla-
og aðventutónlist. Árið 2006 gaf
kórinn út Mín helgistund með
ýmsum sálmalögum. Að þessu
sinni hefur kórinn fengið til liðs
við sig stúlknakór úr Varma-
hlíðarskóla undir stjórn Helgu
Rósar Sigfúsdóttur, sem syngur
með kórnum í þremur lögum.
Hefur stúlknakórinn starfað í
nokkur ár.
Stjórnandi kirkjukórsins er
Stefán R. Gíslason, tónlistar-
kennari. Stefán er sannarlega
enginn nýgræðingur í skag-
firsku tónlistarlífi. Hann hefur
verið organisti og stjórnandi
kirkjukóra Glaumbæjarpresta-
kalls frá árinu 1984, auk þess
1. deild karla í körfubolta : Fjölnir - Tindastóll 95-78
Fyrsta tapið
Tindastólsmenn fengu skell
sl. föstudag þegar þeir léku
við lið Fjölnis í Grafarvogi og
þar með var fyrsta tapið í 1.
deildinni í vetur staðreynd.
Leikurinn var í járnum fram
að fjórða leikhluta en þá
tættu heimamenn gestina í
sig. Lokatölur 95-78.
Leikurinn var jafn í fyrsta
leikhluta en þá var Helgi Rafn,
sem var langbestur Stólanna í
leiknum, í miklum ham og
gerði 11 af 19 stigum Stólanna
sem voru yfir að leikhlutanum
loknum, 17-19. Stólarnir voru
skrefinu á undan heimamönn-
um framan af öðrum leikhluta
en um hann miðjan náði
Fjölnir góðum kafla og breyttu
stöðunni úr 29-30 í 35-30 og
þeir náðu að hanga á forystunni
fram að hléi og voru yfir 38-34.
Fjölnir jók muninn í sjö stig
í byrjun síðari. Þegar fimm
mínútur voru til leiksloka var
munurinn orðinn 17 stig og til
að gera langa og nöturlega sögu
stutta þá sigraði Fjölnir með 17
stiga mun, 95-78. Það má
kannski segja Stólunum til af-
sökunar að þeir spiluðu erfiðan
leik gegn ÍR í undanúrslitum
bikarsins síðastliðinn mánudag.
En 20 stiga tap gegn Fjölni á
auðvitað ekki að vera í
spilunum.
Næsti leikur Tindastóls er
hér heima annað kvöld gegn
Hvergerðingum í Hamri og þá
er vonandi að strákarnir verði
búnir að berja sig saman. /ÓAB
Ólöf Egilsdóttir og Kristín Björg. Mynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir.
Sunddeild Tindastóls
Gerðu góða ferð á Gullmót
Krakkarnir í sunddeild Tindastóls gerðu góða ferð á
Gullmót KR sem haldið var í Laugardalshöll um sl. helgi.
Alls fóru níu keppendur á aldrinum 10-14 ára og kepptu
fyrir Tindastól.
Að sögn Þorgerðar Evu Þórhallsdóttur, formanns sund-
deildar, sem jafnframt var fararstjóri í ferðinni, stóðu
krakkarnir sig vel. „Margir bættu tímana sína og svo voru
nokkrir sem unnu riðlaverðlaun og fengu Hámark-drykk að
launum. Við eigum frábæra og duglega krakka og unglinga í
sundinu.“ /KSE
sem hann hefur um langt árabil
verið stjórnandi Karlakórsins
Heimis og undirleikari hjá
Álftagerðisbræðrum ásamt því
að standa fyrir margs konar
tónlistarviðburðum innan hér-
aðs og utan.
Um undirleik á diskinum sjá
Eyþór Ingi Jónsson, organisti
Akureyrarkirkju, á orgel, og
Berglind Stefánsdóttir, dóttir
Stefáns, á þverflautu. Upptökur
fóru fram í Blönduóskirkju
undir stjórn Hilmars Sverris-
sonar. Á diskinum eru þrettán
lög, allt aðventu- og jólalög, og
lagavalið fjölbreytt.
Titillagið nefnist Það kerta-
ljós, nýtt lag eftir Stefán söng-
stjóra við texta Sigurðar
Björnssonar frá Framnesi,
hugljúft lag og texti við fyrstu
kynni, sem ég gæti trúað að ætti
eftir að heyrast oftar á jóla-
tónleikum. Síðan koma jóla-
lögin hvert á fætur öðru, þekkt
og minna þekkt, í fallegum
flutningi kórsins. Fyrst Kom þú,
kom vor Immanúel við latn-
eskan sálm í þýðingu Sigur-
björns Einarssonar. Þá Fögur er
foldin við ljóð sr. Matthíasar og
lagið Einu sinni í ættborg
Davíðs, sem ekki heyrist mikið
sungið. Síðan hið hrífandi
jólalag, Jesús, þú ert vort jólaljós
við texta sr. Valdimars Briem,
sem er of sjaldan sungið á jólum.
Þar syngur kórinn aðeins 1.
versið sem er í sálmabókinni,
en sálmurinn er þrjú vers.
Hugsanlega hefði mátt syngja
fyrsta vers og síðasta versið, en
sleppa á móti t.d. einu versli úr
næsta lagi á eftir, Guðs kristni í
heimi, þar sem kórinn syngur
öll fimm erindin. En þetta er
smekksatriði.
Í hinu sívinsæla jólalagi,
Jólin alls staðar, eftir Jón
Sigurðsson við texta Jóhönnu
G. Erlingsson, syngur stúlkna-
kórinn með, og setur söngur
hans fagran blæ á flutninginn.
Því næst kemur lagið Þá
nýfæddur Jesús og svo Oss barn
er fætt við ljóð Ágústs
Böðvarssonar, afar fallegt lag,
en ekki mikið kunnuglegt. Í
hinu þekkta jólalagi Ingibjargar
Þorbergs, Hin fyrstu jól, við
texta Kristjáns frá Djúpalæk,
syngur stúlknakórinn og gerir
vel með aðstoð undirleikaranna.
Þá kemur lagið Ó, helga nótt,
eftir A. Adams, sem manni
finnst alltaf vera hápunktur á
hverjum jólatónleikum, svo
máttugt sem það er í sinni
fegurð. Ekki verður maður fyrir
vonbrigðum með það í flutningi
kórsins, og nýtur flautuleikur
Berglindar Stefánsdóttur sín
einkar vel þar og í fleiri lögum.
Síðasta lagið á disknum er
Opnast himins hlið, franskt lag
frá 16. öld í íslenskri þýðingu
Sigurðar Pálssonar, hressilegur
jólalofsöngur með viðlaginu,
Dýrð sé Guði í upphæðum
(Gloría... Hosanna in excelsis).
Fallegur endir á jóladiski.
Kirkjukór Glaumbæjar-
prestakalls býr yfir góðum
raddstyrk, enda fjölmennur kór
og margt vant söngfólk. Söngur
kórsins er afar fágaður og nær
vel að fanga hugblæ jólanna.
Undirleikararnir tveir styðja vel
við kórinn hvor á sinn hátt, og
stjórnandinn hefur alla þræðina
í hendi sér. Hér standa fagmenn
að verki og útkoman er einkar
fallegur diskur, sem óhætt er að
mæta með. Frágangur disksins
er hinn smekklegasti. Framan á
honum er mynd af altari
Víðimýrarkirkju, en í textaskrá
m.a. myndir af kirkjum presta-
kallsins og frá starfsemi kórsins.
Á bakhlið nöfn kórfélaga.
Til hamingju með flottan
disk.
Ólafur Hallgrímsson
Efstar í 1. deild í körfunni
Blússandi byr í
seglum Stólastúlkna
Kvennalið Tindastóls bauð
uppá frábæra skemmtun í
Varmahlíð sl. laugardag er
þær tóku á móti Grindavík b í
1. deild kvenna í körfubolt-
anum. Spiluðu stelpurnar
eins og englar allan leikinn
og sigruðu af öryggi 65-49.
Stólastelpurnar voru skref-
inu á undan þeim gulklæddu
frá fyrstu mínútu og uppskáru
frábæran liðsheildarsigur. Á
heimasíðu Tindastóls segir að
ótrúlega gaman sé að sjá hve
margir eru að mæta á leikina
hjá stelpunum og styðja vel við
bakið á þeim.
Lið Tindastóls trónir nú efst
í 1. deildinni ásamt liðum
Breiðabliks og Stjörnunnar en
Blikar eiga einn leik til góða.
/ÓAB