Feykir


Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 9
07/2014 Feykir 9 Við eigum samskipti á hverjum degi, hvort sem við tjáum okkur í orðum eða ekki. Líkamstjáning er líka samskipti og segir oft meira en orð. Samskipti eru vandmeðfarin og margslungið fyrirbæri. Ég heiti Guðný Ragnarsdóttir og er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, mikilvægasti þátturinn í starfi mínu felst í samskiptum við sjúklinga, fjölskyldur og samstarfsmenn. Þessa dagana legg ég stund á fræði sem tengjast stjórnun og samskiptum við Háskólann á Akureyri og þá einkum og sér í lagi hugmyndafræði þjónandi forystu. Þjónandi forysta er ný sýn á stjórnun sem byggist á samskiptum á lýðræðisgrundvelli. Hún felur í sér mannúð sem birtist í umhyggju fyrir hagsmunum og velferð annarra framar eigin völdum (Sigrún Gunnarsdóttir, 2011). Upphafsmaður hugmyndafræðinnar er Robert K. Greenleaf. Hann færði rök fyrir því að leiðtogi sem nær raunverulega góðum árangri er í fyrsta lagi þjónn samstarfsfólks síns og þjónn sameiginlegra hugsjóna. Greenleaf setti fyrst fram hugmyndir sínar í bók sinni The Servant as Leader árið 1970 (Greenleaf, 2008). Útgangspunktur þjónandi forystu er viljinn til að þjóna samstarfsfólki sínu og áherslan er á að mannauðurinn nái árangri (Sigrún Gunnarsdóttir, 2011). Aðalprófsteinn þjónandi forystu er hvort þeir sem njóta þjónustunnar vaxi sem einstaklingar, hvort þeir verði heilsuhraustari, hvort þeir fái meiri visku, frelsi og sjálfstæði. Verða þau, sem njóta þjónustunnar, sjálf líklegri til að veita þjónandi forystu (Greenleaf, 2008)? Góð hlustun er skýrasta merkið um einlægan áhuga og vilja til að kynnast hugmyndum annarra og efla hag þeirra. Greenleaf bendir á að samtal er aðferð til að skilja og þjálfa þjónandi forystu og samtalið er jafnframt mikilvægasta verkfærið til að framfylgja hugmyndafræðinni (Greenleaf, 2008). Fyrir leiðtogann er það sérstaklega mikilvægt að þekkja sjálfa sig, kosti sína og galla og halda í heiðri hið forna gríska boð Sókratesar: „Þekktu sjálfa þig“ og hið fornkveðna: “Vertu sjálfri þér trú“ (Vigdís Magnúsdóttir, 2008). Það er skoðun mín að samstarfsfólk mitt á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sinni mikilvægu starfi í sam- félaginu okkar og að á okkur öllum hvíli mikil ábyrgð sem felst í því að eiga góð samskipti við alla, hvort sem okkur líður sjálfum vel eða ekki. Með þökk fyrir samskiptin undanfarin ár. - - - - - Ég vil skora á Gerði Betu Jóhannsdóttur að skrifa næsta pistil. Guðný Ragnarsdóttir á Blönduósi skrifar Samskipti RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFARFRÁ LESENDUM Á almennum nótum – kjaftað og kveðið Oft kemur mér það í hug hvernig Grettir Ásmundar- son lækkaði dramb Gísla farmanns, og þá finnur maður til þess að enginn er í því hlutverki nú að hýða oflátunga og eru þeir þó ólíkt fleiri að tölu nú til dags en til forna og sennilega enn varasamari. Það má heldur ekki hýða neinn nú á dögum og kannski er það í og með þessvegna sem mann- sæmandi hegðun virðist á förum. Þar sem engan má aga, verður fljótlega enginn agi til staðar. Grettir hýddi Gísla vel, grein þar kunni að beita. Ögun þá var – að ég tel, ærin þörf að veita ! Í eina tíð var orðið flugumaður vel þekkt og þýddi að einhver var settur einhverjum eða einhverju til höfuðs. Á Íslandi er sýnilega lítið hugað að slíkum hugtökum, því hér virðist það viðtekið sjónarmið að enginn geti verið flugu- maður, hvað þá landráðamað- ur, sama hvað menn aðhafast. Ég minnist þess að Víga- Skúta átti öxi þá er Fluga hét og hefndi hann föður síns með því að höggva Þóri son Ketils flatnefs kaldan þar sem hann sat milli tveggja goðanna: Flatnefjunginn Fluga tók, fékk hann af því bráðan voða, þó hann sæll í sinni brók sæti á milli tveggja goða ! Kannski þyrftum við Íslend- ingar að eiga einhver vopn til þess að veiða flugumenn, því ef til vill er þörfin á því farin að verða meira aðkallandi í við- sjálum heimi en margur kann að halda. Þann 22. janúar síðastliðinn varð hinn ágæti frömuður ferskeytlunnar Jóhann Guð- mundsson frá Stapa níræður og varð mér hugsað til hans af því tilefni og fæddist þá þessi vísa: Þar sem andinn góði grær geislar myndin fögur. Jói er okkur öllum kær sem yrkjum ljóð og bögur ! Ekki fannst mér nóg að gert með þessu og bætti því annarri vísu við um sama efni: Allt sem gott er stöðu styrkir, stuðlar vel að þroskageirum. Meðan Jói er og yrkir yljar það mér sem og fleirum ! Og enn fannst mér þörf á að hnykkja á og beitti til þess víxluðu miðrími og tvöföldu endarími: Flestir sljóu tapa tuði, temja hlustir aga við, þegar Jói í Stapa stuði steypir gusti um Braga svið ! Einn af höfuðatburðum íslenskrar sögu er og verður kristnitakan fyrir rúmum tíu öldum og frábært er hversu farsællega tókst að leysa það mál án blóðsúthellinga. Efa ég að sambærilegt örlagamál þjóðar hafi verið leitt til lykta víðar með jafn vænlegum hætti fyrir land og þjóð. Um það orti ég nýlega þessa vísu: Þegar voði var að þvinga veldis stoðir Íslendinga, þótti boða þjóðheill slynga Þorgeir goði Ljósvetninga ! Fyrir nokkru heyrði ég í manni á öldum ljósvakans sem fór mikinn og virtist nokkuð hátt upp hafinn í sjálfumgleði. Hrökk mér þá af munni eftir- farandi vísa: Brattur nú við borðin fríð Bubbi nánast svífur. Langt að baki liðin tíð, lífsins stál og hnífur ! Þegar erlendir þjóðhöfðingjar koma til landsins þykir hlýða að drífa þá til Þingvalla og virðist þá einu gilda hvernig veðráttan er. Eitt sinn orti ég um slíka heimsókn eftirfarandi vísur: Á Íslandi er veður vott, verður allt að klessu. Ekki á Kalli Gústi gott að ganga um í þessu. Fjarri yl og fullri værð, fölur mjög á vanga, Þingvelli í foraðs færð fúll hann þarf að ganga. Kallar fram í kóngi hroll kuldi sár og bleyta. Sér hann bara poll við poll, pínir karlinn þreyta. Þingstaðurinn orðinn er eins og botnlaust díki. Hollast kóngi að haska sér heim í Svíaríki ! Og þar með slæ ég botninn í þetta stuðlaspjall en bæti þó þessu við: Þó ég sitthvað kjafti og kveði, kynnt skal óskin hugarþorsins. Lifið heil við Góugleði, gangið hress í sál til vorsins ! Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Þjálfar „Betri helminginn“ Þeir Brynjar Þór Guðmunds- son og Guðmann Jónasson frá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi voru meðal þátttakenda á þjálfaranám- skeiði sem haldið var hér á landi dagana 13.-16. febrúar sl. Um var að ræða svokallað ISSF-D námskeið sem veitir rétt til kennslu og þjálfunar innanlands, auk þess að vera grunnur fyrir ISSF-C námskeið sem veitir alþjóðleg þjálfararéttindi . „Við Brynjar vorum einu þátttakendurnir af Norðvestur- landi á þessu námskeiði, enda er Skotfélagið Markviss eina aðildarfélag Skotíþróttasam- bands Íslands á svæðinu. Sambandið stóð fyrir nám- skeiðinu í samstarfi við Al- þjóðaskotíþróttasambandið (ISSF), og stóð aðildarfélögum til boða að senda fulltrúa á námskeiðið. Alls voru um tuttugu þátttakendur frá sex skotfélögum sem sátu nám- skeiðið þessa fjóra daga. Kennari var Kevin Kilty en hann er yfirmaður þjálfunar- mála hjá alþjóðasambandinu,“ sagði Guðmann Jónasson for- maður Markviss í samtali við Feyki nú í vikunni. „Þetta námskeið (ISSF-D) er hugsað sem grunnur fyrir þjálfara og veitir réttindi til að sinna þjálfun og kennslu innanlands, auk þess sem það opnar leiðina að næsta stigi (ISSF-C) sem gefur alþjóðleg réttindi til þjálfunar í við- komandi skotgreinum. Von- andi mun þetta stuðla að betri kennslu og þjálfun íslensks skotíþróttafólks á komandi árum,“ sagði Guðmann enn- fremur. „Á persónulegum nótum þá mun þetta námskeið, ásamt öðru námskeiði sem ég fór á 2012, nýtast mér við þjálfun ríkjandi Íslands- og bikar- meistara kvenna, sem er „betri helmingurinn,“ Snjólaug M. Jónsdóttir, en stefnan er sett á landsliðssæti og keppni á Smáþjóðaleikum 2015. /KSE Þjálfaranámskeið í skotfimi Halldór Axelsson, formaður skotíþróttasambands Íslands, Guðmann Jónasson, formaður Skotfél- agsins Markviss og Kevin Kilty, yfirmaður þjálfunarmála hjá alþjóðaskotíþróttasambandinu (ISSF). Mynd: Af fésbókarsíðu Skotfélagsins Markviss.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.