Feykir


Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 7
07/2014 Feykir 7 með sýningu á stuttmynd- unum tíu og getur kvikmynda- áhugafólk sunnan heiða þá brugðið sér í bíó. Melody segir að kvik- myndahátíðin á Skagaströnd sé einungis upphafið að verk- efninu en hún og Tim ætla að halda verkefninu áfram og hafa skuldbundið sig til þess að halda samskonar kvikmynda- hátíðir víðsvegar um heiminn á tveggja ára fresti. Næst munu þau halda samskonar hátíð á listamannasetri í Sahara-eyði- mörkinni í Marokkó. Ómetanlegur stuðningur og meðbyr Melody lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Nes lista- miðstöðvar strax eftir kvik- myndahátíðina, eftir tveggja ára starf. Aðspurð segist hún eiga eftir að sakna Skagastrand- ar en að sama skapi hlakkar hún til að hitta fjölskyldu sína á ný, en hún hefur ekkert hitt hana frá því hún fór frá Ástralíu fyrir tveimur árum. Að sama skapi segist hún vera spennt að fá tækifæri til að sinna lísta- gyðjunni á ný. „Skagaströnd á sérstakan stað í hjarta mínu, ég er viss um að ég á eftir að koma aftur og starfa í tengslum við listamiðstöðina. Aðspurð um hvað standi upp úr varðandi störf hennar hér á landi svarar hún að það hafi verið magnað að fá að starfa við svo mikið frjálsræði og tekur Tim undir það með henni. „Það er svo dásamlegt hvað maður finnur fyrir miklum stuðningi og meðbyr. Þegar ég hef fengið hugmyndir þá hefur reynst svo auðvelt að framkvæma þær og koma á samstarfi. Hvar sem maður drepur á dyr er manni vel tekið og fólk er tilbúið í samstarf - þetta er afar sjaldgæft,“ segir Melody og minnist hún sérstaklega á Katrínu Maríu Andrésdóttur hjá SSNV í því sambandi. „Hún hefur verið okkur ómissandi stuðningur og ég er henni mjög þakklát,“ segir hún. Melody segist hafa lært mikið af dvöl sinni og eiga mörg ógleymanleg augnablik sem ylja henni að hjartarótum. Fullkomna trú á listamiðstöðinni Ninette Rothmüller frá Þýskalandi tekur við starfi Melody sem framkvæmda- stjóri Nes listamiðstöðvar og hóf hún störf þann 15. febrúar sl. en hún flytur hingað til lands í lok aprílmánaðar frá Massachusetts í Bandaríkj- unum. Þangað til mun Vicki ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Andri Már Sigurðsson / tónlistarmaður „Hef komið með slatta af lögum út úr sturtunni” Andri Már Sigurðsson (1984), sem stundum skúrar blúsheiminn undir nafninu Joe Dubius, er sennilega best þekktur sem aðalrödd og gítar- og banjóleikari í framlínu Contalgen Funeral. Andri, sem er uppalinn á Króknum, er í vetur með annan fótinn í Reykjavík en hinn í heimahögum. Hann hefur verið iðinn við tónlistarkolann síðustu árin og til helstu afreka sinna á því sviði telur hann vera útgáfur á plötunum Matartíminn, Rainy Day in the Park, Pretty Red Dress með Contalgen Funeral og svo næstu plötu CF sem er í vinnslu. Uppáhalds tónlistartímabil? Á mér ekkert sérstakt uppáhalds tímabil. Tónlist er tímalaus fyrir mér. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Hef verið að skoða allskonar blús og kántrý á YouTube svo finnst mér voðalega gott að setja á klassískar plötur eins og Nighthawks at the Diner og Heart of a Saturday Night með Tom Waits þegar ég vaska upp. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Þegar ég var yngri komst ég í plöturnar hans pabba, hlustaði mikið á Queen, Bubba, CCR , Deep Purple og allskonar. Svo voru það bílferðir með mömmu til Hólmavíkur þar sem Abba og Sálin voru ráðandi. Núna er ég aðallega að hlusta á upptökur sem fara á næstu plötu með Contalgen Funeral, maður spilar þetta þar til maður fær hálfgert ógeð á þessu. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég man ekki hvað platan hét, þetta var einhver þungarokkshljómsveit sem hafði sett mynd af djöflinum á coverið. Keypti hana á geisladiskamarkaði í Ljósheimum – bara út af myndinni. Hvaða græjur varstu þá með? Gamlar græjur sem pabbi átti, Technic's eða eitthvað álíka held ég. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Aðallega lög eftir sjálfan mig. Hef komið með slatta af lögum út úr sturtunni. Seinast lagið Jól frá liðinni tíð með hljómsveitinni Ingimar sem komst svo í Jólalagakeppni Rásar 2. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Glaðasti hundur í heimi klárlega, það er algjör viðbjóður. Uppáhalds Júróvisjónlagið ? Á ekkert uppáhalds. Er voða lítið fyrir toppurinn Vinsælustu lögin á Playlistanum: Killer Duet CONTALGEN FUNERAL Cold Cold Heart NORAH JONES (HANK WILLIAMS COVER) Murr murr MUGISON New Coat of Paint TOM WAITS Leggir SKÚLI MENNSKI Please Call Me Baby TOM WAITS svoleiðis. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ætli ég mundi ekki skella Skúla mennska eða KK í græjurnar. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Það eru bara tvö lög sem koma til greina þessa dagana. Það er flutningur Norah jones á Long Way Home og Cold Cold Heart með Tom Waits og Hank Williams. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég held að það mundi ekki skipta máli hvar tónleikarnir væru. En það yrði klárlega Tom Waits og ég mundi taka hljómsveitina mína með. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Mig hefur aldrei dreymt um að vera neinn sérstakur tónlistamaður. En ég djóka oft um það hvað ég ætla að gera þegar ég hef selt 30 milljón plötur eins og Cyndi Lauper. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Heart of a Saturday Night með Tom Waits. O´Shea frá Sauðárkróki brúa bilið og verða listamönnum til halds og trausts í lista- miðstöðinni. Ninette var hjá Nes listamiðstöð árið 2010 og féll fyrir bænum á meðan á dvöl hennar stóð og hefur hún heimsótt Skagaströnd á hverju ári síðan. Það var einmitt í heimsókn hennar sl. sumar, þegar Melody minntist á það við hana að hún væri búin að segja starfi sínu lausu, að hún fór að velta fyrir sér þeim möguleika að taka að sér starfið og flytja hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni. „Í kjölfarið hitti ég Hrafnhildi [Sigurðardóttur í stjórn Nes listamiðstöðvar, innsk.blm.] í Reykjavík til að vita hvort við hefðum samskonar hugmyndir og framtíðarsýn fyrir lista- miðstöðina og við vorum fullkomlega samhljóma. Eftir að hafa rætt þetta við fjölskylduna sótti ég um starfið,“ segir Ninette. Hún segist vera mjög hrifin af samfélaginu á Skagaströnd og að ætlunin sé að vera þar til frambúðar. „Þegar ég var að skrá litlu stúlkuna mína í leikskólann hér var ég spurð hvort ég ætlaði að vera í eitt ár. Ég svaraði neitandi. -Nú? Tvö ár?“ segir hún og hlær. „Ég væri ekki að flytja fjölskyldu mína hingað til styttri tíma, ég hef fullkomna trú á lista- miðstöðinni og ég tel að á þessum tímapunkti sé að gott fyrir hana að hafa einn framkvæmdastjóra til lengri tíma. Ég mun svo læra íslensku af eins árs dóttur minni,“ segir Ninette brosandi í lokin. Melody ásamt Morgan Rhys Tams en þarna sýnir hann svokallaðan QR-kóða sem lesa má um fyrri bls. Kvikmyndagerðarmenn að störfum í Nes listamiðstöð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.