Feykir


Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 10
10 Feykir 07/2014 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki voru með svokallaða Fjölmenn- ingardaga frá 24. janúar – 5. febrúar sl. en að sögn Önnu Jónu Guðmunds-dóttur leikskólastjóra er eitt af leiðarljósum leikskóla- starfsins að bera virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins og öðrum menningarheimum. „Það höfum við valið að gera með því að hafa fjölmenningar- daga. Með því sýnum við hinum ólíku menningar- heimum barnanna „okkar“ áhuga og viðurkennum ólíkan bakgrunn,“ segir Anna Jóna. Í Ársölum eru börn af átta þjóðernum auk Íslands og fannst starfsfólki skólans tími til kominn að gera löndum barnanna hátt undir höfði með því að bjóða upp á fjöl- menningardaga. Vinastund- irnar, sem eru samverustundir leikskólabarnanna, 24. og 31. janúar voru helgaðar fjölmenn- ingunni og þorralögin sungin hástöfum. Ákveðið var að bjóða upp á rétt dagsins og byrjað var á íslensku þorrablóti á bóndadaginn. Síðan tók eitt landið við af öðru: Kínverskur núðlupottréttur, pólskur pylsu- réttur, þýskt snitsel, suður- afrískur kjöthleifur, dönsk spínat-laxabaka, skosk kjöt- kássa, áströlsk gulrótarsúpa og sænskar kjötbollur. Þá voru útbúnir þjóðfánar þessara átta landa fyrir allar deildir leikskólans sem hengdir voru upp á veggi og nöfn barnanna voru sett við fánana. Börnin lituðu fána á sínum deildum og sungið var „meistari Jakob“ á nokkrum tungumálum. „Einnig vorum við með eina útgáfu af „meistari Jakob“ á leynimáli og lagið: Mínání, Kúldáni, einnig á leynimáli, sem ég gæti trúað að yrði eitt af vinsælli lögum þegar það er fulllært og æft. Ákaflega grípandi laglína og gaman að syngja það,“ segir Anna Jóna. Jafnframt var saminn texti úr „góðan dag“ á tungumálunum og sunginn m.a. í Skagfirðingabúð á degi leik- skólans sem var 6. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt Önnu Jónu var allt sem gert var þessa fjöl- menningardaga útfært á mis- munandi vegu á milli deilda, eftir þroska og aldri barnanna. Foreldrar voru hvattir til að koma með hluti frá sínu landi, segja frá og /eða sýna og börnin máttu gjarnan koma með eitthvað frá sínu landi til að sýna í leikskólanum. „Við lítum svo á að fjölmenningardagarnir séu komnir til að vera og erum þakklát fyrir allar góðar ábendingar til að safna í sarpinn fyrir næsta ár,“ segir Anna Jóna í lokin. Fjölmenningardagar Ársala Afturköllum umsóknina að ESB! Fundur á Pottinum og pönnunni, Blönduósi, fim. 20. feb. kl. 20.30 Ávörp: Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, formaður Heimssýnar Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur, Víðidalstungu Erna Bjarnadóttir, aðst. framkv.stjóri Bændasamtaka Íslands Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, varaform. Heimssýnar Fundarstjóri: Björn Magnússon, Hólabaki Stöndum vörð um fullveldið - Ísland áfram utan ESB Barátta framundan - Allir velkomnir Nei við ESB Afturköllum u nin að ESB! Fundur á Pottinum og pönnunni, Blönduósi, fim. 20. feb. kl. 20.30 Ávörp: Vigdís Hauksdóttir, alþi gisma ur, formaður Heimssýnar Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur, Víðidalstungu Erna Bjarnadóttir, aðst. framkv.stjóri Bændasamtaka Íslands Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, varaform. Heimssýnar Fundarstjóri: Bj rn Magnússon, Hó abaki Stöndum vörð um fullveldið - Ísland áfram utan ESB Barátta framundan - Allir velkomnir Nei við ESB Virðing fyrir margbreyti- leika mannlífsins Þorrablót á eldra stigi leikskólans. Heimagerðu skosku smákökurnar smakkast vel. Smakkað á þorramat. Boðið upp á heimagerðar ástralskar smákökur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.