Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
07
TBL
20. febrúar 2014 34. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Stefanía Ósk Stefánsdóttir á Sauðárkróki
Féll fyrir bútasaumnum
HVAÐ ERTU MEÐ
Á PRJÓNUNUM?
UMSJÓN kristin@feykir.is
„Það getur verið
ýmislegt sem ég er
að bardúsa í
höndum hverju
sinni en ég hef gaman af að breyta til og
er ekkert endilega að gera alltaf það sama.
Er yfirleitt með prjónana við sjónvarpið,
prjóna þá peysur, sokka og vettlinga en
nú eru vettlingar á prjónunum. Það eru
nokkur ár síðan ég fór að prjóna lopa-
peysur og þá aðalega á fjölskylduna
mína,“ segir Stefanía Ósk Stefánsdóttir á
Sauðárkróki, sem sem gefur lesendum
innsýn í hannyrðir sínar þessa vikuna.
„Ég var í fatasaum í mörg ár og saumaði þá
flest allt á bæði mig og börnin, en hætti því
eftir að þau uxu úr grasi. Ég fór á námskeið í
bútasaum 1993-94 hjá Sveinbjörgu Hallgríms-
dóttur listakonu á Akureyri. Ég féll alveg fyrir
bútasaumnum og hef haldið mig við hann
síðan, ég hef saumað nokkur teppi en finnst
skemmtilegra að sauma smærri stykki. Um
þessar mundir er ég með eitt teppi í vinnslu
sem fer í gjöf, það er með 24 „aplíkeruðum“
uglum og er þó nokkur vinna við það.“
„Við hittumst nokkrar konur hálfsmán-
aðarlega yfir veturinn og saumum, það er
alltaf gott að hitta aðra með sama áhugamál,
KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 4570
Bílaverkstæði
Verið velkomin í Kjarnann!
með Meguiar’s bílahreinsvörum
Eigum mikið úrval af
hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s
við deilum munstrum og fáum hugmyndir hver frá annari,
sem heldur manni við ,,efnið.“ Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á handvinnu frá því ég var smá stelpa, að telja út,
prjóna hekla og sauma. Pabbi minn prjónaði mikið
og kenndi hann mér að prjóna ekki síður en mamma,
en hún kenndi mér að hekla og sauma. Þegar ég var í
barnaskóla fannst mér skemmtilegast að vera í
handavinnutímunum þar til kom að því að læra að
hekla, þá kárnaði gamanið. Ég er örfhent og vildi
kennarinn að ég héldi á heklunálinni í hægri hendi en
það átti ég mjög erfitt með og var mikið bras. Ég fór á
Löngumýraskóla 16 ára, þar lærði ég mikið af mínum
góðu kennurum þeim Ásbjörgu Jóhannsdóttur og
Margréti Jónsdóttur.“
„Ég hef farið á ýmis námskeið í gegnum árin mér til
gamans, t.d. í balderingu til Ingu Arnar á Akureyri og
að læra gamlar saumaaðferðir hjá Jóhönnu Pálma-
dóttur á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, silki-
blómasaum o.fl. Ég hef aðeins prófað að þæfa ull og
sauma úr roði, á vonandi eftir að nýta mér það meira.“
„Það er bæði hvíld og sálarró að setjast niður og sauma
eða gera eitthvað fallegt í höndum, ég gæti ekki verið án
þess. Ég skora á Sigríði Guðmundsdóttir (Siddý), ég hef
trú á því að hún eigi fallegt handverk í sínum fórum.“