Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 11
07/2014 Feykir 11
Anna Rósa og Gunnar Valur kokka
Humar með mangó og kjúklingaréttur
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar á skilið að
fá sér örlítinn lúr.
Tilvitnun vikunnar
Það sem ég geri í dag er mikilvægt, vegna þess
að ég læt heilan dag af lífi mínu í skiptum fyrir það.
- Hugh Mulligan
Sudoku
Naflalaus leikstjóri
ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT
Alfred Hitchcock náði heimsfrægð árið 1935 þegar
hann gerði myndina 39 steps. Hann lést þann 29. apríl
1980, þá áttræður en hafði á ferli sínum leikstýrt yfir
60 kvikmyndum. Ótrúlegt en kannski satt þá varð hann
naflalaus eftir aðgerð sem hann fór í.
Hjónin Anna Rósa Pálsdóttir,
brottfluttur Króksari og
Gunnar Valur Stefánsson eru
matgæðingar Feykis þessa
vikuna. Þau bjóða upp á
humar með mangó,
kjúklingarétt og loks
rabarbara pie í eftir
„Ég fékk þá skemmtilegu áskorun
að vera matgæðingur Feykis.
Æskuvinkona mín hún Gunnhildur
Árnadóttir skoraði á mig og
manninn minn og þakka ég henni
fyrir það. Ég er fædd og uppalin á
Króknum en maðurinn minn er
borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur. Við vinnum bæði
vaktavinnu og erum alltaf eitthvað
að heiman í hverjum mánuði. Við
erum jafnvíg þegar kemur að
eldamennsku og eru þessir réttir
sem við ætlum að bjóða ykkur uppá
í miklu uppáhaldi.
Forréttinn og aðalréttinn sem
við bjóðum uppá fékk ég hjá
svilkonu minni og mági fyrir
nokkrum árum. Svilkona mín er
mikill meistarakokkur og fæ ég oft
góð ráð og uppskriftir frá henni.
Þessir réttir eru einfaldir og fljótlegir
sem hentar okkur vel þegar lítill tími
er til þess að elda eins og kemur
stundum fyrir á okkar heimili. Ég
skora á frænku mína hana Hjör-
dísi Stefánsdóttur lögfræðing og
manninn hennar Kristinn Jens Sig-
urþórsson sóknarprest í Saurbæ.“
1 bolli ólífuolía
4 stk hvítlauksrif, skorin í 3 bita
hvert um sig.
½ bolli ferskt oregano
½ bolli púðursykur
1 bolli sveskjur
½ bolli ólífur (blandaðar eða þær
sem eru í uppáhaldi)
Aðferð: Bringur skornar í þrjá hluta
og settar í eldfast mót, salti og pipar
stráð yfir. Öllu blandað saman í skál
nema sveskjum og ólífum. Hellt yfir
kjúklinginn. Sveskjum og ólífum
stráð yfir. Eldað í 20-30 mín. við
200°C. Borið fram með salati,
hrísgrjónum og brauði.
EFTIRÉTTUR
Rabarbara pie
Rabarbari
200 gr smjör
1 bolli hveiti
1 bolli sykur
1 tsk vanillusykur
1 tsk lyftiduft
Aðferð: Í eftirrétt bjóðum við uppá
Rabbabara pie. Það er mjög vinsælt
og hef ég notast við uppskrift frá
Alberti Eiríkssyni (manni Bergþórs
Pálssonar söngvara).
Rabbabari skorinn í litla bita og
settur í botninn á eldföstu móti.
Bræðið smjörið í potti og blandið
hráefnunum saman við. Hrærið vel
saman. Takið pottinn af hellunni og
hrærið 2 eggjum saman við þangað
til hræran er samfelld og slétt.
Hellið yfir rabbabarann og stráið
kókosmjöli yfir. Bakið við 160°C í
25-30 mín.
Berið fram heitt með ís eða
þeyttum rjóma eða bæði.
Verði ykkur að góðu!
Feykir spyr...
[SPURTÍ
FARSKÓLANUMI ]
Fylgdist
þú með
Eurovision?
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglind@feykir.is
FORRÉTTUR
Humar með mangó
Undirbúningur er 15 mínútur,
suðutími 40–45 mínútur, uppskrift-
in er fyrir 4.
12 Humarhalar, skelflettir
salt og svartur pipar, grófmulinn
1 hvítlaukur
1 skalottlaukur
4 Basillauf, söxuð
3 msk ólífuolía
safi úr 1 stk lime
1 tsk hunang
1 tsk sherry-edik
1 tsk rautt chilli, saxað
1 stk mangó, skorið í bita
Aðferð: Humarinn steiktur með
hvítlauk, salti og pipar og svo
kældur. Öllu hinu blandað saman í
skál og sett svo saman við humarinn.
Kosturinn við þennan rétt er að
hægt er að gera hann að degi og
geyma inni í ísskáp þar til hann er
borinn fram.
Portvínsgljái
(ekki nauðsynlegur):
1 bolli portvín
1 msk balsamic edik
1 rautt chilli, fínt saxað
Aðferð:
Þetta er soðið niður í þykkan gljáa
og kælt. Sett svo umhverfis
forréttinn þegar kominn á diskana.
AÐALRÉTTUR
Kjúklingaréttur fyrir 4
5-6 bringur
salt og pipar
1 ½ bolli hvítvín
½ bolli balsamic vinegar
AÐALBJÖRG
VALBERGSDÓTTIR
-Sá lokaþáttinn, nei ég var ekki
sátt við úrslitin.
JÓN HÖRÐUR ELÍASSON
-Sá hluta af lokaþættinum.
Já, já þetta var fínt.
KRISTJÁN FANNAR
VALGARÐSSON
-Já, ég fylgdist með. Er alveg
sáttur.
BEATE CIURA
-Nei, hafði ekki áhuga.
SNJÓLAUG JÓNSDÓTTIR
-Já, alveg sama hvað lag við
sendum.
HRÖNN BRANDSDÓTTIR
-Já, lögin voru bara fín.
FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is
Mildur vetur
FRÉTTIR FYRRI ALDA: SKAGAFJÖRÐUR 1624
Að þessu sinni hefur vetur verið frábærlega mildur. Í síðustu
viku vetrar voru sóleyjar vaxnar í Skagafirði, og um svipað
leyti urpu fuglar í haga, að menn segja. Grasvöxtur er bæði
mikill og snemmkominn.
Öldin sautjánda, bls 59.
Margrét Rós, Anna Rósa, Gunnar Valur og Stefán Valur. Ljósmynd í bakgrunni er af
Sauðárkróki og tekin af Pétri Inga Björnssyni.