Feykir


Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 07/2014 Ein lítil afmæliskveðja ÓLAFUR HALLGRÍMSSON SKRIFARFRÁ LESENDUM AÐSENT Kirkjubækur segja, að Jóhann Guðmundsson frá Stapa hafi orðið níræður 22. janúar sl. Ekki skrökva kirkjubækur, þótt við, sem þekkjum Jóhann, eigum erfitt með að samsinna því, svo er maðurinn enn ungur í anda og léttur í spori. Kynni okkar Jóhanns eða Jóa í Stapa, eins og hann er yfirleitt nefndur af samferða- fólkinu, hófust fyrir um þrjátíu árum, er ég kom sóknarprestur að Mælifelli. Jói hafði unnið við ýmislegt í húsinu á Mælifelli í tíð forvera minna þar. Það lét því að líkum, að ég fékk Jóa til að líta á gluggana í húsinu, sem orðnir voru ærið lélegir, sparsla í þá og mála, sem hann og gerði af miklum fúsleik, og lét sig ekki muna um að ganga heiman frá sér hér yfir Tunguna, sem hann sagði, að væri ekki nema smáspölur. Ég hafði þá heyrt Jóa í Stapa getið sem snjalls hagyrðings, en átti eftir að kynnast því betur við ýmis tækifæri, raunar strax við innsetningu mína í prestakallið í kaffinu í Árgarði, er hann flutti frumort ljóð og bauð okkur velkomin. Jói er Skagfirðingur í húð og hár, fæddur í Blönduhlíð, stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri, en eignaðist snemma jörðina Stapa í Lýtingsstaðahreppi, þar sem hann bjó lengst af og kennir sig jafnan við þann bæ. Jói er hagleiksmaður og leikur flest í höndum hans, smiður góður og eftirsóttur til slíkra starfa, sem hann stundaði ætíð samfara búskapnum, sem kannski sat nokkuð á hakanum fyrir bragðið. Hann er líklega einn þeirra manna, sem á betur með að vinna fyrir aðra en sjálfan sig, enda bóngóður og greiðvikinn með afbrigðum. Smíðavinnu hefur Jói stundað víða um Skagafjörð og Húnavatnssýslur, en einnig mikið á Suðurlandi, þar sem hann dvaldi langdvölum og eignaðist góða vini. Munu þær verða orðnar nokkuð margar útihúsa – og íbúðabyggingarnar, þar sem Jói hefur lagt eitthvað gjörva hönd að verki. Árlegir Konudagstónleikar Íslensk lög og ljóð Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu Konudags- tónleika sunnudaginn 23. febrúar kl. 15:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Að loknum tónleikum bjóða þær gestum til kaffiveislu eins og hefð gerir ráð fyrir.  Stjórnandi kórsins er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson, auk þess stíga þrír einsöngvarar á stokk. Söngskrá þessa vetrar einkennist af íslenskum lögum og ljóðum, allt frá sígildum þjóðlögum til sígildra dægur- laga. Þess má geta að undir- leikari kórsins, Rögnvaldur, hefur útsett nokkur þeirra laga sem sungin verða.  Menningar- sjóður Norðurlands vestra styrkir þessa tónleika. Aflahornið 9. -15. febrúar 2014 Þunnur þrettándi í Sauðárkrókshöfn Í viku 7 var landað rúmum fimm tonnum á Skagaströnd, tæpum 9 tonnum á Hofsósi,1,3 tonnum á Sauðárkróki og 780 kg á Hvammstanga. „Frekar þunnur þrettándi,“ eins og Gunnar Steingrímsson hafnarvörður í Skagafirði orðar það, en togarinn Klakkur landaði á Eskifirði að þessu sinni. Sömu sögu er að segja af Skagaströnd, þar sem lítið var róið vegna veðurs. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU-4 Dragnót 780 Alls á Hvammstanga 780 Flugalda ST-54 Landb.lína 1.516 Óli Gísla Lína 212 Sæfari HU-200 Landb. lína 347 Alls á Skagaströnd: 2.075 Ásmundur SK-123 Landb.lína 3.155 Skáley SK-32 Landb.lína 5.550 Alls á Hofsósi 8.705 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 1.290 Már SK-90 Rauðmaganet 65 Alls á Sauðárkróki 1.355 NAUTGRIPABÆNDUR ATHUGIÐ! Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH greiða afgerandi hæsta verð á nautgripainnleggi norðan heiða. Verð á helstu flokkum eru: UNI úrv. A 714 kr. UNI úrv. B 662 kr. UNIA 656 kr. UNIB 625 kr. Öll verð eru án vsk. Breyttur afgreiðslutími: Æskilegt er að innmatur úr stórgripum sé sóttur á fyrsta degi eftir slátrun og ekki seinna en á fjórða degi frá slátrun. Afgreitt er úr Afgreiðslubyggingu, austan megin á húsinu alla virka daga milli kl. 8:00-9:30, 10:00-12:00 og 13:00-15:00. Allar nánari upplýsingar um verð og afgreiðslutíma má finna á heimasíðu http://www.ks.is/is/kjotafurdastod Pantanir fyrir slátrun er í síma 455 4588 eða á bondi@ks.is Kjötafurðastöð KS, Eyrarvegi 20, 550 Sauðárkrókur Kjötafurðastöð KIUA 567 kr. KIA 551 kr. KIB 499 kr. En líklega er þó Jói í Stapa þekktastur fyrir sína ljóðagerð og vísnaáhuga, því hann er skáld af Guðs náð. Út hafa komið frá hans hendi tvær ljóðabækur. Hin fyrri, Axar- sköft, kom út 2006, en hin síðari, Ný axarsköft, árið 2011. Sjálfur ákvað hann nöfin á bókunum, enda segist hann í ljóði vera þekktastur af „axarsköftum“ sínum. Fyrri bókin hefur að geyma lengri ljóð um fjölbreytilegt efni, vönduð og falleg ljóð. Jói er náttúrubarn að eðlisfari, hann yrkir mikið um sveitina sína og hérað, um vorið, haustkomuna og vetrarkvöldin. Sum ljóðanna hafa orðið til frammi til fjalla í haustgöngum og réttum eða við önnur tækifæri, þar sem höfundur er á ferð vel ríðandi í góðra vina hópi. Þarna er líka að finna allmörg afmælis- og erfiljóð, jafnvel þýdd ljóð. Jói er næmur á blæbrigði lífsins, ljóð hans bera þess merki. Seinni ljóðabókin hefur að stærstum hluta að geyma ljóð og lausavísur ortar við ýmis tilefni í dagsins önn. Þar er m.a. að finna yrkisefni frá hagyrðinga- mótum, en Jói var upp- hafsmaður að árlegum lands- mótum hagyrðinga, ásamt vini sínum, Inga Heiðmari Jónssyni, sem orðið hafa vinsælar samkomur og haldnar víða um land. En Jóa í Stapa er margt til lista lagt. Hann teiknar og málar myndir og hefur fengist talsvert við það, kenndi m.a. teikningu við Steinsstaðaskóla um tíma. Blýantsteikningarnar hans skreyta ljóðabækurnar og gefa þeim skemmtilegan svip. Við síðustu messuna mína í Ábæ sumarið 2008 orti Jói ljóð, sem hann nefndi Ábæjarkirkju 3. ágúst 2008. Ljóð þetta færði hann mér að gjöf. Það hefur nú verið innrammað og hengt upp á vegg í kirkjunni, þar sem það minnir á þá virðingu, sem Jóa er í blóð borin gagnvart trú og kirkju. Og ekki hefur Ábæjar- messan verið betur mærð í annan tíma en í þessu fagra ljóði. Síðustu árin hefur Jói verið búsettur í Varmahlíð. Þar hefur hann litla íbúð og unir hag sínum vel. Fram til þessa hefur hann farið allra sinna ferða á eigin bíl og brugðið sér til höfuðborgarinnar, ef því er að skipta. Hann er félagslyndur og vinamargur, hefur gaman af að hitta fólk og blanda við það geði, einnig að fá gesti í heim- sókn. Nú segir hann, að heyrnin sé farin að baga sig, svo hann fer minna á mannamót. En sjónin er býsna góð svo hann getur lesið sér til ánægju. Um leið og ég sendi Jóa bestu afmælisóskir og þakka honum góð samskipti á liðnum árum, vil ég bera fram þá ósk, að skáldneistinn yfirgefi hann aldrei og hann eigi ætíð sólarsýn, því eins og hann segir sjálfur í litlu ljóði, er hann orti áttræður: ...Meðan andinn ungur reynist, árin litlu skipta. Ólafur Hallgrímsson KVENNAKÓRINN SÓLDÍS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.