Feykir


Feykir - 27.02.2014, Side 5

Feykir - 27.02.2014, Side 5
08/2014 Feykir 5 Körfuknattleikur karla : ÍA - Tindastóll 93-122 Tindastólshraðlestin örugg á réttu spori Þó Tindastólsrútan væri ekki alltaf inni á veginum á leiðinni á Akranes á föstudaginn þá létu leikmenn liðsins það ekkert á sig fá og unnu góðan sigur á Skagamönnum, 93-122. Þegar þrjár umferðir eru eftir í 1. deildinni eru Stólarnir í góðri stöðu efstir í deildinni en enn er þó ekki búið að gulltryggja sæti í úrvalsdeildinni. Hver er maðurinn? -Arnar Bjarki Sigurðarson, 21 árs sunnanmaður en á þó ættir að rekja í Skagafjörðinn. Hvaðan ertu? -Ég kem frá Sunnuhvoli í Ölfusi þar sem fjölskyldan stundar hrossa- og hundarækt. Við hvað starfar þú? -Ég starfa sem tamningamaður, það er fullt starf á sumrin en á veturna er í ég námi, núna er á 3. ári í Bs námi í reiðkennslu og reiðmennsku í Hólaskóla. Sem þýðir að ég útskrifast sem reiðkennari í vor. Eftir námið mun ég hella mér í tamningar og reiðkennslu. Hefurðu tekið þátt í KS deildinni áður? -Fyrir tveimur árum síðan tók ég þátt í úrtökunni en það klikkaði hjá mér skeiðið þannig að því miður komst ég ekki inn. Hvernig líst þér á KS deildina í ár? -Mér líst mjög vel á deildina í ár. Það er frábært að sjá þessa breytingu sem hefur orðið með að nú séu lið. Þetta setur meiri spennu í deildina og ég held að það geri hana sterkari. Varstu sátt við sæti þitt í fimmganginum? -Já ég var það, það getur alltaf gengið betur, en þar sem þetta var í fyrsta skipti sem hesturinn fer í keppni þá er ég sáttur. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur og hverjir eru aðalkostir þeirra? -Ég er með frekar lítið reynd hross í keppni núna, en góð hross engu að síður. Fimmgangarinn minn heitir Engill frá Galtastöðum og er óreyndur en hefur mikla getu. Síðan er ég með ungan fjórgangara sem heitir Mímir frá Hvoli og er undan Auð frá Lundum, ungur hestur með góðar gangtegundir. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Ég mun líklega reyna að einbeita mér bara að deildinni og skólanum, en við sjáum til, það getur vel verið að maður keppi eitthvað meira. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Nei, ég held allavega ekki. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Hlakka mikið til að taka þátt í deildinni sem verður vonandi sterkari en nokkru sinni áður og vonast til að sjá sem flesta uppí stúkum. /KSE Sunnanmaður sem rekur ættir sínar í Skagafjörðinn Þá er komið að öðrum knapanum sem við kynnum nýjan til leiks í KS-deildinni. Það er Arnar Bjarki Sigurðarson, sunnanmaður sem á ættir að rekja í Skagafjörðinn, sem situr fyrir svörum að þessu sinni. Kynning á nýjum knöpum KS deildarinnar Körfuknattleikur kvenna : Tindastóll - Stjarnan Stelpurnar í toppbaráttu Það var toppslagur í hjá stúlkunum í meistaraflokki Tindastóls í 1. deild kvenna á laugardaginn en þá kom sterkt lið Stjörnunnar í heimsókn í Síkið. Stelpurnar reyndust ólseigar og unnu frækinn baráttusigur á lokametrunum, 71-67. Á heimasíðu Tindastóls segir að leikurinn hafi verið mikil skemmtun, hnífjafn og bæði lið að spila fínan körfubolta. Um miðjan fjórða leikhluta fékk máttarstólpi Stólanna, Tashawna Higgins spilandi þjálfari, sína fimmtu villu og kom því ekki meira við sögu. Þá stigu ungu stúlkurnar í liðinu upp og kláruðu leikinn með glæsibrag. Eftir þennan sigur eru Fjölnir, Tindastóll og Stjarnan öll með 16 stig í deildinni í 2.–4. sæti en Breiðablik er á toppnum með 18 stig. Næst eiga stelp- urnar leik gegn Laugdælum sem enn hafa ekki unnið sigur í deildinni. /ÓAB Skákfélag Sauðárkróks Jakob enn ósigraður Fjórða umferð Meistara- móts Skákfélags Sauðár- króks fór fram í síðustu viku. Jakob Sævar Sigurðsson og Hörður Ingimarsson gerðu jafntefli í mikilli baráttuskák. Að lokinni 4. umferð er Jakob efstur með þrjá og hálfan vinning. Þá sigraði Þór Hjaltalín Einar Örn Hreinsson, Birkir Már Magnússon sigraði Guðmund Gunnarsson og loks sigraði Jón Arnljótsson Sigurð Ægisson. Sem fyrr segir er Jakob efstur en fast á hæla honum fylgja Birkir Már Magnússon með þrjá vinninga og Jón Arnljótsson og Hörður Ingimarsson með tvo og hálfan vinning. Flestir hinna hafa tvo vinninga. Í lokaumferðinni mætast Jakob Sævar og Birkir Már í hreinni úrslitaskák um sigur í mótinu. Jón Arnljótsson mætir Þór Hjaltalín, Unnar Ingvarsson mætir Herði Ingimarssyni og þeir Einar Örn Hreinsson og Guð- mundur Gunnarsson leiða saman hesta sína. /KSE ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Körfuknattleiksdeild Tindastóls Darrell Flake hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls út næstu leiktíð. „Lýsir stjórn KKD mikilli ánægju með það að hann verði áfram í herbúðum liðsins og hjálpi til við uppbygginguna sem er að eiga sér stað hjá klúbbnum,“ segir í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni. Darrell hefur leikið að meðaltali 29 mínútur með liðinu í vetur en samkvæmt fréttatilkynningu hefur hann á þeim mínútum skorað 17.5 stig og tekið 8,1 frákast í leik. „Darrell Flake er mikill viskubrunnur og frábær liðsmaður sem kallar ekki allt ömmu sína,“ segir í til- kynningunni. /BÞ Flake framlengir við Stólana Arnar Bjarki Sigurðarson ætlar að einbeita sér að KS-deildinni. Proctor sá til þess að Stólarnir voru með forystu, 23-24 að loknum leikhlut- anum en Skagamenn byrjuðu annan leikhluta vel og voru komnir í 31-26 eftir eina mínútu. Þá snérist leikurinn gjörsamlega og á næstu rúmu fjórum mínútum gerðu Tindastólsmenn 22 stig en heimamenn 0. Staðan 31-48 og geim óver. Proctor gerði 11 stig á þessum kafla. Skagamenn klóruðu aðeins í bakkann og minnkuðu muninn mest í níu stig en Stólarnir gáfu ekkert eftir og Pétur Birgis setti niður fyrstu af fimm 3ja stiga körfum sínum í leiknum með síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 48-63. Munurinn á liðunum var yfirleitt þetta 15-20 stig út þriðja leikhluta og staðan 71- 89 að honum loknum. Það bar helst til tíðinda í fjórða leikhluta að Hannes Ingi Másson kom inná hjá Stólunum og hann gerði sér lítið fyrir og setti 15 stig á síðustu 5-6 mínútum leiks- ins. Skagamenn áttu því ekki roð í Stólana í fjórða leikhluta og lokatölur 93-122. Darrell Flake var stiga- hæstur Tindastólsmanna með 26 stig og 11 fráköst og var traustur út í gegn en meira mæddi á honum en oft áður þar sem Helgi Rafn kom lítið við sögu, hóf leikinn en varð snemma frá að hverfa. Proctor gerði 23 stig en unglingarnir Pétur, Viðar Ágústs, Ingvi Rafn og Hannes Ingi áttu skínandi leik. /ÓAB Antoine Proctor á vítalínununni..

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.