Feykir


Feykir - 27.02.2014, Page 8

Feykir - 27.02.2014, Page 8
8 Feykir 08/2014 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrjum þáttinn að þessu sinni með vel gerðri vísu eftir Gísla Jónsson, áður bónda í Saurbæ í Vatnsdal. Ámælið er ýmsum tamt yfir mörgu klagað. Þótt mér sé í geði gramt get ég stundum þagað. Önnur ágæt vísa kemur hér eftir Gísla. Einyrkjanna önn og strit einatt bannar snilli. Fjáreign manna fyrr en vit fær því grannans hylli. Það mun hafa verið Eðvald Halldórsson á Stöpum sem kastaði svofelldum vísuparti til séra Sigurðar í Hindisvík. Hvar má finna eina eind sem alla lesti bugar. Klerkur svaraði: Helst ég nefni góða greind en Guð veit hvort hún dugar. Þegar mest gekk á fyrir nokkrum árum síðan um ágæti Davíðs Oddssonar, mun Jakob á Varmalæk í Borgarfirði hafa laumað út úr sér þessum fjórum línum. Íslendingar Davíð dá og dyggðir mannsins prísa. Þetta er eins og allir sjá öfugmælavísa. Kannski má fyrir þá sem yngri eru rifja upp þessa gömlu vísu, og kunnugu okkur sem eldri erum, eftir Andrés Björnsson. Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Á mínum unglingsárum og síðar var kunnur hagyrðingur hér á landi, síðar góður kunningi, Sveinbjörn allsherjargoði. Minnir að þá hafi hann sagst vera að tala við kunningja. Hér mun verða hljótt og rótt hér skal kyrrðin ráða, þegar allra nótt nótt nemur okkur báða. Staddur við bæ nokkurn sem nefndur var Bakki yrkir Sveinbjörn. Þar sem lengi landagrand lék að hörðum spjöllum. Rétt við stórrar strandar sand stendur bær á völlum. Svo laglega hringhendu mun goðinn einhverju sinni hafa fært næturgesti sínum. Á mun slaka illvíg lund ógnartaki sínu. Vísnaþáttur 612 Ef þú vakir eina stund undir þaki mínu. Gestur sem gleymdi blaði á eldhúsborðinu hjá skáldinu þegar hann fór, fékk þessa kveðju. Mörgum hefur gleymskan gert grikk í meira lagi. Blaðið sannar að þú ert einn af þessu tagi. Gott að heyra næst frá hinum snjalla Halla frá Kambi. Fyrir eyrum ómar suð erfið er lífsins brekka. Almáttugur góði Guð. -Gefðu mér að drekka. Minnir að Bjarni frá Gröf eigi þessa. Flónskan verður meiri og meiri og minna viti alltaf sáð, eftir því sem fleiri og fleiri fara saman heimskra ráð. Held að það hafi verið Jón Múli Árnason sem orti svo eftir að hafa horft á skrúðgöngu. Göngu-skrúð tók glaður-all gæi prúður þátt í. Braga trúður býsna snjall blés sinn lúður kátt í. Þegar ég er að grafa upp úr gömlu dóti mínu ýmsar vísur rekst á tvær sem eru taldar eftir hinn kunna hagyrðing hér norðanlands Stefán Sveinsson er dvaldi alllengi á Æsustöðum í Langadal, síðar fornbókasala í Reykjavík. Finnst einhvern veginn ekki víst að vísur þessar séu eftir Stefán og ekki líkar þeim mörgu gleðskaparvísum sem hann orti. Bið lesendur um upplýsingar ef þeir kannast við þær. Tildrög voru þau að Stefán, sem var mikill gleðimaður og hafði gaman af því að smakka vín, fór eitt sinn og keypti sér flösku. Kunningi hans sem frétti af verslun þessari átaldi hann fyrir að eyða peningum í slíkan óþarfa. Orti þá Stefán, ef vísurnar eru eftir hann. Þótt ég eyði er það mitt ei þig gerir snauðan. En gleddu þig við gullið þitt í gröfinni eftir dauðann. Þótt um mig bulli ýmsir menn á þeim drullan skíni, Mínu gulli eyði ég enn í mig sulla víni. Er þá eins og oft áður komið að leiðarlokum. Held að rétt sé með farið að sá snjalli hagyrðingur Reynir Hjartarson hafi einhverju sinni gert svo fallega játningu. Á kvöldin þegar sól er sest og sérhver genginn hjallinn, þá mín gætir Bakkus best blessaður elsku kallinn. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Í gegnum ár og aldir hafa örlagadísir setið að iðju sinni og spunnið vefi sem við fetum svo eftir í gegnum lífið. Ég ætla að rekja mig hér eftir einum þræði í vef dísanna. Það var um sumarið 1991 að ég fór norður á Akureyri í sumarfríi með foreldrum mínum. Við ætluðum að vera fyrir norðan og tína ber og skoða okkur um. Ég hafði aldrei keyrt svo langt á minni æfi og var þar af leiðandi að sjá Öxnadalinn og utanverðan Eyjafjörð í fyrsta skipti. Með okkur voru frænka og maðurinn hennar, þau höfðu farið í gegnum Skagafjörð, komið við á Siglufirði og keyrt í gegnum Fljót. Það var nú ekkert sem markvert var á leið þeirra annað en það að síðasti bær í Fljótum hét Þrasastaðir, þvílíkt og annað eins bæjarnafn, það getur ekki verið vit að bendla sig við slíkt og þvílíkt. Nei, bæjarnöfn eins og Kiðjaberg og Teigur eða Gullbrekka, þar væri búandi á. Mamma og pabbi, uppfull af fróðleik, gátu nú upplýst að þaðan kæmi hin rómaða Þrasastaðaætt sem fræg væri fyrir dugnað og vinnusemi og að yfirlöggan á Selfossi væri af þessari ætt. Ég var engu nær enda ekki búin að ná áttum á Akureyri, reimaði á mig hlaupaskóna hljóp út í buskann og vonaði að ég rataði til baka. Norðurlands ferðin gekk fínt. við komumst í ber og gátum farið fyrir Múlann og göngin, mikil vegabót fyrir það fólk sem býr í Ólafsfirði. Um jólin er ég orðin stúdent, hvað átti nú að gera? Dýralæknir var náttúrlega það eina rétta, bara ef ég væri ekki svona sprautuhrædd og hefði oftar en ég nenni að telja lent rænulaus í flórnum, flækt í slöngu og kalkpoka þegar það voru dýrin sem þörfnuðust lækninga. Búskapur og Hvanneyri, það hljómaði vel, kannski myndi sprauthræðsla rjátla af mér og það væri svo hægt að fara í dýralækningar seinna. Ég var send norður í land vorið 1992 í verknám. Í fréttum þá daga var verið að fjalla um bændur í Fljótum sem voru að grafa fé sitt úr fönn eftir mikið hret. Miklir kappar þessir Fljótamenn. Fljót – voru þau á Norðurlandi? Eftir afburða gott sumar gátu bændur á Norðurlandi náð saman vopnum sínum og heyjum og hret heyrði sögunni til. Mikið úrvals lið mætti á Hvanneyri um haustið, prófessorssynir, valkyrjur og ég tali nú ekki um bændasynir og með einum af þessum sonum endaði ég og búskapur á Þrasastöðum var ákveðinn. Síðan eru liðin 20 ár. Uppbygging gengur ágætlega og framtíðarhorfur góðar. Örlagadísir, eða nornir eftir því sem við á, eru vinnusamar og halda okkur við efnið. Stundum eru þær réttlátar og stundum geta þær verið ranglátar og mann langar til að tala um að þær séu ósanngjarnar. Hér á árum áður var búsældarlegt í Stíflu og allt að tuttugu bæir í byggð, félagheimili, kirkja og skóli. Núna erum við ein í Stíflu, og kirkjan á þjóðminjaskrá, en mikil uppbygging á næsta bæ, Deplum, vekur bjartsýni og tilhlökkun. Ég hugsa stundum um það þegar við erum á ferð um veg eða vegleysu á leið til vinnu eða að sinna öðrum erindum, þá er ég þakklát mínum örlögum. Ég er þakklát því að dísirnar mínar kveiktu ekki í þeim þræði að ætla mér að verða stjórnmálamaður; Að þurfa að ákveða: • Hvaða veg á að moka og hvaða veg á ekki að moka, • hvaða skóla á að loka og hvaða skóla á ekki að loka, • hverjum á að hygla og hverjum ekki. Góðar stundir. - - - - - Ég skora á Guðrúnu Hönnu Halldórsdóttur húsfreyju á Helgustöðum og deildarstjóra á Sólgörðum að skrifa næsta pistil. Íris Jónsdóttir á Þrasastöðum í Fljótum skrifar Vefir örlagadísanna ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.