Feykir


Feykir - 27.02.2014, Page 10

Feykir - 27.02.2014, Page 10
10 Feykir 08/2014 Kvennakórinn Sóldís hélt sína árlegu konudagstónleika fyrir fullu húsi í Miðgarði sl. sunnudag. Tónleikarnir voru vel lukkaðir en sungin voru íslensk lög og ljóð. Að tónleikunum loknum var boðið upp á girnilegt kaffi- hlaðborð. Kórinn ætlar að leggja land undir fót með vorinu og ætlar í söngferð vestur á land þann 29. mars og er stefnan tekin á Akranes og Reykholt. Þann 7. apríl er ætlunin að halda tónleika á Blönduósi og 23. apríl syngja þær á Sauðárkróki, á Heilbrigðis-stofnun Sauðárkróks og Sauðárkrókskirkju. Meðfylgjandi myndir tók Páll Friðriksson. /BÞ Kvennakórinn Sóldís söng íslensk lög og ljóð Vel lukkaðir konudagstónleikar Hræddar um að renna niður gilið Framhald af forsíðu Snæbjört Pálsdóttir segir að aðstæður á Þverárfjallsvegi hafi verið slæmar þegar hún velti bíl sínum sl. föstudag. Það var mjög hvasst, skafrenningur og fljúgandi hálka. Stúlkurnar voru að keyra fram hjá vegriði, u.þ.b. 200-300 m frá sveitabænum Þverá þegar Snæbjört missti stjórn á bílnum, eins og fram kemur á forsíðu. „Ég reyndi að ná stjórninni og bíllinn sikk-sakkar aðeins á veginum en ég næ ekki stjórninni aftur, við steypumst útaf og veltum þrjár til fjórar veltur,“ segir Snæbjört. Bíllin stöðvast utan vegar, í öfugri akstursstefnu, með tvær brotnar rúður, en þó furðu lítið skemmdur að sögn Snæbjartar. Aðspurð um hvort hún hafi orðið hrædd svarar hún að hún hafi ekki haft tíma til að verða hrædd þar sem þetta gerist svo fljótt. „Ég man eftir því að hafa verið á hvolfi, séð gilið og hugsað „Shitt, við erum á leiðinni þarna ofan í“ en um leið og hugsunin kláraðist vorum við lentar á hjólunum og bílinn skorðast við það.“ Stelpurnar fóru aftur á slysstað dag- inn eftir og sáu förin eftir dekkin í snjónum en að bíllinn skyldi stöðvast Þarna sést hvar bíllinn endaði við gilbarminn. Birt með leyfi Lögreglunnar á Sauðárkróki. þannig varð til þess að þær enduðu ekki ofan í gilinu. „Mjög harður snjór var þarna svo það var varla stætt fyrir hálku, svo við þurfum varla að spyrja að leikslokum ef við hefðum t.d. lent á toppnum, þá hefði bíllinn líklega skautað þarna niður eins og sleði,“ útskýrir hún. Snæbjört segist hafa orðið meira hrædd um systur sína og frænku, Hugrúnu og Maríönnu, en sjálfa sig en þær reyndust ómeiddar sem betur fer. „Við vorum frekar skelkaðar að vera þarna í miðri brekkunni og vissum í rauninni ekkert hvort bílinn myndi renna af stað eða ekki. Svo fyrsta hugsunin eftir að hafa tékkað hvort allir væru í lagi var að hringja á hjálp og koma okkur útúr bílnum,“ segir Snæbjört. Ekki leið þeim betur við að sjá úlpuna hennar Hugrúnar þeytast út úr bílnum og ofan í gilið. Beltin bjarga! Tveir sjúkrabílar komu stúlkunum til aðstoðar, einn frá Blönduósi og annar frá Sauðárkróki, og gantast Snæbjört með það og segir að smá samskiptaörðug- leikar hafi verið hjá Maríönnu og Hugrúnu en þær hringdu báðar á Neyðarlínuna og þar af leiðandi mættu tveir sjúkrabílar á svæðið. Þá komu vegfarendur stúlkunum til aðstoðar skömmu eftir slysið og hughreystu þær, hugguðu og hjálpuðu þeim að koma eigum þeirra yfir í annan bíl. „Þeir skipuðu okkur svo að setjast þar niður þangað til sjúkrabíllinn mætti á svæðið en við vorum allar í töluverðu sjokki og viðbrögð okkar í samræmi við það.“ Stúlkurnar voru allar í bílbeltum og segist Snæbjört handviss um að þau hafi orðið þeim til lífs. „Ég get varla til þess hugsað ef einhver hefði ekki verið bíl- belti, því þau án alls vafa björguðu okkur alveg! Í öllum veltunum fann ég hversu vel beltið hélt mér en ég hreyfðist varla,“ tekur Snæbjört skýrt fram. Hún segir að 15 kg taska hafi farið á flug útum hliðargluggann í skottinu í hamagang- inum og runnið niður í gilið. Einnig flugu þrjú pör af skóm, fartölvutaska, úlpa og reipi útum gluggann. Stór og kröftugleg skófla fór í tvennt og fleiri hlutir voru líka illa farnir. „Því vil ég alls ekki ímynda mér hvernig við hefðum litið út beltislausar. Við sluppum alveg ótrúlega vel. Ég bólgnaði og marðist á vinstri hendi og öxl, Maríanna tognaði í hálsinum og Hugrún fékk sár á höndina sem er þó ótrúlega lítið miðað við að rúðan sem hún sat við brotnaði alveg. Hún fékk versta farið eftir beltið og er með eymsli í hálsi og herðum. Annars stífnuðum við allar aðeins í hálsi, öxlum og baki og fengum mar og klór eftir beltin, sem er alveg eðlilegt.“ Snæbjört vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu þær á einn eða annan hátt; á vettvangi, sjúkraflutningamönnunum sem komu bæði frá Blönduósi og Sauðárkróki, lögreglunni og svo Heru á Sjúkrahúsinu. „Munið svo: „Beltin Bjarga!“ segir hún í lokin. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.