Feykir


Feykir - 27.02.2014, Síða 12

Feykir - 27.02.2014, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 08 TBL 27. febrúar 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Forvitnast í fataskápa: Gunnhildur Gísladóttir Í leynilegu ástarsambandi við kápu Ljósmóðir okkar Skagfirðinga, hún Anna María Oddsdóttir ákvað að útnefna Álftgerðinginn Gunnhildi Gísladóttur ljósmyndara sem gestgjafa næsta fataskápsinnlits. Gunnhildur er alskagfirsk í allar áttir, fædd á Sauðárkróki og flutti svo í Álftagerði þegar hún var 10 ára. Aðspurð segist hún hafa prufað hámenninguna í Reykjavík í 6 ár en flutti svo aftur heim í fjörðinn fagra og er hæstánægð með þá ákvörðun, enda stóð svosem ekkert annað til. En þegar kemur að tísku, hvað er þá algjörlega ómissandi í lífi Gunnhildar? „Ég á alveg nokkrar flíkur sem eru í uppáhaldi og ég er til dæmis nýbúin að kaupa mér kápu sem ég á alveg í leynilegu ástarsambandi við. Svo er Andreuklútur sem ég fékk í jólagjöf sem ég gjörsamlega elska og þegar ég elska flíkur mikið þá væri ég alveg til í að sofa í þeim, ég þarf alveg að hemja mig að vera ekki bara alltaf með þennan klút. Ég var mikið búin að hugsa hvaða flík ég ætti að velja og ég væri ekki samkvæm sjálfri mér ef ég hefði ekki valið Júníform peysuna mína. Hana er ég búin að nota langmest af öllum þeim flíkum sem ég hef nokkurntímann átt fyrir kannski utan bláu Henson peysuna mína sem ég fékk þegar ég var í 9. bekk, sem ég á ennþá! Ertu til í að deila með okkur sögu og uppruna peysunnar? „Þessi peysa er úr Júníform sem er ein af mínum uppáhalds búðum. Ég keypti hana reyndar ekki sjálf, ég fékk hana í jólafgjöf fyrir tveimur árum frá betri helmingnum. Nú getur verið að einhver velti því fyrir sér hvort ég búi með svona miklum smekkmanni sem getur bara valið þetta einn og UMSJÓN MEÐ FRÖKEN FABJÚLÖSS Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] óstuddur. Ég ætla að svara þessu og mæla jafnframt með þessu: Búa til óskalista og hafa hann nógu langan fyrir jól og afmæli. Svo velur þessi elska bara af listanum og þú veist ekkert hvað þú ert að fá. Virki- lega gott fyrirkomulag sem hefur ekki klikkað hingað til! Svo er komið að því að útnefna næsta gestgjafa, og án nokkurrar umhugsunar útnefnir Gunnhildur vin- konu sína, hana Laufeyju Kristínu Skúladóttur. Við hérna í heimshorni Fabjúlössmans bíðum spenntar eftir því að sjá hvað hún dregur fram í dagsljósið enda mikil smekkmanneskja! Bollu- og sprengidagstilboð Saltkjöt verð frá . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. kg. 99,- Baunir 500 gr. . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 39,- Gulrófur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. kg. 98,- Laukur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. kg. 49,- Bacon . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. kg. 1098,- Fiskfars . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. kg. 298,- Kjötfars . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. kg. 298,- Öskudagsbúningar og leikföng í miklu úrvali Bolludagur - Sprengidagur - Öskudagur Öskudags- leikföng og nammi í úrv li! Saltkjöt verð frá kr. 599,-kg Gulrófur kr. 299,-kg Gulrætur kr. 249,-kg Laukur kr. 98,-kg Gular baunir 500gr 129,- Kjötfars kr. 598,-kg Fiskfars kr.598,-kg Bollur fylltar og ófylltar í úrvali Flytja öll sín vinsælustu lög Miðasala á Álftagerðisbræður í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 13. apríl, er hafin en þar ætla þeir að flytja öll sín vinsælustu lög. „Þessa síungu söngvasveina þarf eflaust lítið að kynna fyrir þjóðinni. Tónlist þeirra er sívinsæl í útvarpi og allt árið um kring eru Álftagerðisbræður á ferð og flugi um landið til þess að syngja fyrir þjóðina,“ segir á Miði.is. Sérstakir gestir eru Ragnar Bjarnason og Karlakór Reykjavíkur. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar spilar undir en tónlistarstjórar eru Gunnar Þórðarson og Stefán R. Gíslason. /BÞ Álftagerðisbræður í Eldborgarsal Hörpu

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.