Feykir


Feykir - 10.04.2014, Qupperneq 5

Feykir - 10.04.2014, Qupperneq 5
14/2014 Feykir 5 Heilir og sælir lesendur góðir. Í síðasta þætti spurði ég um höfund að vísu sem ort var í fjármálaráðherratíð Matthíasar Á. Mathiesen. Hef nú fengið góðar upplýsingar um vísuna, frá Sauðárkróki, sem ég þakka ónefndum vísnaunnanda þar vel fyrir. Stjórnin leggur skatt á skatt skattanetin þéttast. Alltaf þyngist Matti Matt meðan aðrir léttast. Þessi vísa mun vera eftir Hauk Gíslason sem ættaður var frá Eyvindarstöðum í Blöndudal. Bjó hann um skeið á Sauðárkróki, en flutti svo suður á Reykjavíkursvæðið. Haukur var sonur Gísla Jónssonar bónda á Eyvindarstöðum sem var einn af forystumönnum að stofnun Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1925. Höfum við félagar í kórnum sungið ljómandi fallegt lag eftir Hauk við ljóð Guðrúnar Gísladóttur sem einnig bjó á Sauðárkróki. Heitir það Söknuður og var Guðrún einnig ættuð héðan að vestan, faðir hennar Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. Einhverju sinni á meðan Haukur átti heimili á Sauðárkróki var haldinn dansleikur á Bifröst með hljómsveit Ingimars Eydal, sem þá var landsfræg danshljómsveit ef svo má að orði komast. Dreif Haukur sig á ballið en var af einhverjum ástæðum ekki mjög hrifinn af leik hljómsveitarinnar. Varð það tilefni eftirfarandi vísu. Margur átti á meiru von maður, en koma virtist. Þegar Ingimar Eydalsson upp á sviðinu birtist. Mikið ágæti finnst undirrituðum næsta vísa Hauks. Mun hann þar vera að biðja vinkonu sína að gera sér greiða. Mikið hefurðu mjúkan hupp margur af því dáist. Lyftu kjólnum lengra upp svo leikvöllurinn sjáist. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki er höfundur að þessari. Armæða af illsku hlýst elskumst meðal vina. Andartakið eigum víst ekki framtíðina. Þar sem nú fer að nálgast það í tímatali sem kallast vor er vel við hæfi að rifja næst upp vísu sem gerð er harðindavorið 1979. Höfundur er Jón Sigurðsson, þá bóndi í Skollagróf í Hrunamannahreppi. Er reyndar vikið að því í vísunni að fráfarandi landbúnaðarráðherra var Steingrímur Hermannsson. Þá var mörgum þungt um sporið þegar frusu göturnar. Stóð ég af mér Steingrímsvorið stráin teygði um jöturnar. Er ekki alveg viss en minnir að næstu vorvísur séu eftir þann ágæta Harald Hjálmarsson frá Kambi. Vísnaþáttur 615 Bændur henda hrossataði á harðar grundir. Það mun ekki þykja skaði um þessar mundir. Konur hleypa kúnum út með köldu blóði. Smali rekur rúinn hrút með rollustóði. Kannski hef ég áður í þessum þáttum birt þessa ágætu vísu. Man því miður ekki eftir hvern hún er. Sannleikur er seinn í för seggja fær ei hylli, En lygin þýtur líkt og ör landshornanna á milli. Önnur ágæt, en höfundarlaus kemur hér næst. Þó að lifi og leiki mér léttur mjög í sinni. Finn ég samt að fallvalt er flest í veröldinni. Er þessi þáttur er í smíðum glymur auglýsing í útvarpi um að landsins börn eigi að tryggja sér sem fyrst aðgöngumiða að Landsmóti hestamanna næsta sumar. Held að það hafi verið Böðvar Guðlaugsson sem orti eitt sinn svo á stórmóti hestamanna. Þunga krossa bera hross bjóða kossa fýsur Renna í fossum yfir oss ásta og hrossa vísur. Örugglega hefur þessi kunna gleðskaparvísa verið kveðinn á mörgu hestamannamóti. Vildi óska að einhver gæti sagt mér rétt og satt eftir hvern hún er. Hér er drengja hópur stór hér má lengja vöku. Inn ég gegn í kvæðakór kann þó enga stöku. Tilefni næstu vísu mun hafa verið það, að kaupfélagsstjórinn á Hofsósi ákvað að koma því í verk að gifta sig. Af því tilefni orti Halli Hjálmars frá Kambi. Margur sig að búskap ber besta lífs á skeiði. Kristján Hallsson kominn er á kot sem stóð í eyði. Gott að enda með annarri vísu eftir Halla. Er hann þar að tala til ákveðins hótelstjóra, sem hann var í góðum kynnum við. Virðar segja að Valgarður sé viku hverja á þambi. Hann er verri en Haraldur Hjálmarsson frá Kambi. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Sérstök upplifun að fara í Buddah brúðkaup Andri Valur Ómarsson frá Varmahlíð verður fermdur af sr. Gísla Gunnarssyni í Glaumbæjarkirkju þann 8. júní. Gísli er sonur Ómars Bragasonar og Guðbjargar Steinunnar Sigfúsdóttur. Hvers vegna valdir þú að fermast? Ég valdi að fermast af því að ég trúi á Guð og vil staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? Ég hef velt trúmálum nokkuð fyrir mér. Ég hef lært heilmikið í skólanum og í fermingarfræðslunni. Ég hef stundað sunnudagaskólann hjá sr. Gísla frá því að ég var lítill og tók þátt í TTT þegar ég hafði aldur til. Í skólanum höfum við líka lært um önnur trúarbrögð, ég hef farið í Buddah brúðkaup, það var sérstök upplifun. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? Við erum búin að gera drög að gestalista og erum aðeins farin að spá í fermingarfötin og matinn. Ég er búinn að fá áprentaða sálmabók. Hvar verður veislan haldin? Veislan verður haldin á Löngumýri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Það er ekki búið að ákveða endanlega hvað verður á matseðlinum, en það verður matarhlaðborð og kökur á eftir. Óli kokkur ætlar að elda matinn fyrir okkur, mamma bakar kökurnar og Heiðbjört amma gerir kransakökuna. Sennilega höfum við líka ístertu. Er búið að finna fermingarfötin? Það er ekki búið að finna fermingarfötin, það verður gert í páskafríinu. Mig langar að kaupa jakkaföt. Hver er óska fermingargjöfin? Mig langar í fartölvu og pening, en verð ánægður með allt . Alltaf trúað á Guð Áróra Árnadóttir frá Sauðárkróki verður fermd af sr. Sigríði Gunnarsdóttur í Sauðárkrókskirkju þann 8. júní. Áróra er dóttir Árna Gunnarssonar og Þ. Elenóru Jónsdóttur. Hvers vegna valdir þú að fermast? Fyrst og fremst vegna þess að ég trúi á Guð og líka vegna þess að það er eiginlega hefð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? Nei, ekki mikið vegna þess að ég hef alltaf trúað á Guð og hef eiginlega ekkert efast um trú mína. Hvernig hefur fermingarundir- búningnum verið háttað? Bara á hefðbundin hátt. Við höfum fræðst um kristna trú og tekið þátt í kristilegu starfi. Hvar verður veislan haldin? Veislan sjálf verður haldin í matsal Árskóla. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Nei, en ég er búinn að ákveða að kakan verður ísterta. Er búið að finna fermingarfötin? Já. Hver er óska fermingargjöfin? Ætli það sé ekki fartölva eða iPad. FERMINGIN MÍN / Andri Valur Ómarsson FERMINGIN MÍN / Áróra Árnadóttir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.