Feykir


Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 8-9 BLS. 10 Ágóði Fiskisælu rennur til góðgerðamála Skammtímavist á Sauðárkróki hlaut styrkinn BLS. 14 Spjallað við Björn Þ. Sigurðsson á Hvammstanga Ég er aftur orðinn barn á bryggjunni Opnun samsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins Útsaumssýningin „Sporin mín“ 20 TBL 28. maí 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 Efla byggðaþróun, fjölga atvinnu- tækifærum og efla fjárfestingu Ríkisstjórnin samþykkir skipun sérstakrar landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra Ríkisstjórnin samþykkti þann 9. maí sl. að skipuð yrði sérstök landshluta- nefnd fyrir Norðurland vestra sem komi með tillögur sem miða að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnu- tækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu. Jafnframt er nefndinni ætlað að horfa til þeirra tækifæra sem liggja í því hvernig efla megi opinbera þjónustu á svæðinu en hún hefur dregist umtalsvert saman á undanförnum árum. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytis. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar og for- maður nýskipaðrar landshlutanefndar, segir afar mikilvægt fyrir íbúa Skaga- fjarðar og Norðurland vestra að þetta mál hafi náðst í gegn því ljóst er að svæðið hafi verið skilið eftir. „Hér hefur verið fólksfækkun og verkefni okkar er að snúa þeirri þróun við. Það verður stóra verkefni næsta kjörtímabils. Þetta er afskaplega gott verkfæri fyrir okkur að hafa í höndunum í þeirri vinnu og jákvætt að ríkið skuli koma að þessu með jafn ákveðnum hætti og þetta verkefni ber með sér. Ekki er einungis verið að tala um opinber störf heldur líka að fjölga fjárfestingum á svæðinu. Þetta er stórt mál, því hér hafa orðið afskaplega litlar stórfjárfestingar síðan um 1980 þegar Steinullarverksmiðjan var reist. Það er því spurning hvort þetta er ekki verkfærið sem við þurfum til að draga stór tækifæri hingað á svæðið,“ segir Stefán Vagn í samtali við Feyki. Landshlutanefndin mun heyra undir forsætisráðuneytið en í minnisblaðinu kemur fram að mikilvægt sé að öll ráðuneyti og hlutaðeigandi stofnanir vinni með nefndinni. „Nefndin skal hafa samráð um vinnu sína við starfshóp Stjórnarráðsins um byggða- mál sem er samhæfður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og starfs- maður Byggðastofnunar vinnur með,“ segir á minnisblaðinu. Í nefndinni sitja: Stefán Vagn Stefánsson (formaður) yfirlögregluþjónn, Sigríður Svavars- dóttir, framhaldsskólakennari, Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræð- ingur í forsætisráðuneytinu, Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmda- stjóri og Valgarður Hilmarsson fram- kvæmdastjóri. Með nefndinni starfar Ásmundur Einar Daðason alþingis- maður og aðstoðarmaður forsætis- ráðherra. Starfsmaður nefndarinnar kemur frá Byggðastofnun. Nefndin skal skila tillögum sínum eigi síðar en 1. nóvember 2014. Fyrir 1. júlí skal nefndin skila forsætisráðherra verk- og tímaáætlun um fyrirhugað starf. /BÞ Þessa vikuna eru svokallaðir Vordagar í Blönduskóla en það eru síðustu dagar skólaársins. Þá er farið í vettvangsferðir og nemendurnir verja tíma sínum að mestu utandyra. „Það er alltaf gleði og gaman, þau umgangast skólafélagana sína með allt öðrum hætti en aðra daga, mér finnst þetta vera mjög mikilvægir skóladagar líka,“ segir Berglind Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri. Nánari umfjöllun um Blönduskóla má finna á bls. 6. /BÞ Vordagar í rjómablíðu SJÓMANNA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.