Feykir


Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 13

Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 13
20/2014 Feykir 13 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna hörðum höndum að því að íbúatala Sveitarfélags Skaga- fjarðar fari sem allra fyrst í 4000 + Á komandi kjörtímabili ætlum við að setja kraft í öflun nýrra atvinnutækifæra og fjölgun starfa í fyrirtækjum og fá fleiri opinber störf. Við ætlum að standa vörð um Heilbrigðisstofnunina og tryggja núverandi starfsemi. Við viljum: - styðja framgang stórverkefna s.s. koltrefjaverksmiðju - styðja framgang ferðaþjón- ustu í Skagafirði með áherslu á atvinnulíf, menningu og sögu - efla hestamennsku sem at- vinnugrein í Skagafirði - leita leiða til að fá Alex- andersflugvöll sem alþjóð- legan varaflugvöll - vinna að uppbyggingu sund- laugarinnar á Sauðárkróki og annarra íþróttamannvirkja - nýta þá innviði sem við höfum og hvetja til þátttöku í nýsköpunar- og frumkvöðla- starfi - finna viðunandi lausn í sam- ráði við íbúa, á húsnæðis- vanda leikskólanna Birki- lundar og Tröllaborgar ásamt endurbótum á húsnæði Varmahlíðarskóla og Grunn- skólans austan Vatna - endurskoða sumarlokun leikskólanna - bæta ásýnd þéttbýlisstaðanna og fegra þá og gera átak á gámasvæðum og sorphirðu í dreifbýlinu - halda í sögu gamla bæjarins á Sauðárkróki og gera skemmti- legan miðbæ - gera úrbætur á aðgengis- málum hjá stofnunum sveitarfélagsins - háhraðatengja allan Skaga- fjörð svo allir geti átt sömu möguleika til fyrirtækja- reksturs, náms og afþreyingar - halda áfram að hitaveituvæða Skagafjörð og athuga með betri þjónustu við íbúa í dreifbýli með sjónvarpsút- sendingar Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Í Skagafirði er þrátt fyrir mikinn niðurskurð til heilbrigðismála mjög góð þjónusta starfsfólks heilbrigðisstofnunarinnar í þeim störfum sem þar eru. Í Skagafirði eru góðir skólar og mikið lagt uppúr metnaðarfullu starfi og að börnunum líði vel. Í Skagafirði er fjölbreytt íþrótta- líf og Skagafjörður er talinn einn af bestu kostum til að halda landsmót, hvort heldur sem er unglingalandsmót, landsmót UMFÍ eða hesta- manna . Í Skagafirði eru lág leikskóla- og frístundagjöld, öruggt umhverfi, góð íþróttahús, golfvöllur, skíðasvæði og blómlegt menningarlíf. Á sumum stöðum í Sveitar- félaginu njóta íbúar þeirra forréttinda að hafa lægsta húshitunarkostnað á landinu, unnið er að því að hitaveituvæða allan Skagafjörð. Tækifærin eru fjölmörg, í Skagafirði er mikil náttúru- fegurð, kynna þarf betur það sem áhugavert er að sjá og gera í Skagafirði. Í Verinu er að byggjast upp mikil þekking á sviði líftækni og matvælafræði. Líklega er hvergi framleitt eins mikið af mat á litlu svæði eins og í Skagafirði og í nútíma mat- vælaframleiðslu og -vinnslu er mikið notast við líftækni. Sigríður Svavarsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði Fyrir hverju ætlar listinn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? Atvinnumálin eru eitt mikilvægasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir í Húnaþingi vestra. N - listinn ætlar að leggja áherslu á að skapa umhverfi sem styður við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Við ætlum meðal annars að halda áfram að kynna sveitarfélagið sem góðan kost fyrir atvinnustarfsemi og ráða atvinnufulltrúa tímabundið til að vinna að því að fjölga hér atvinnutækifærum. Jafnframt verður stofnaður starfshópur um atvinnumál skipaður fólki úr atvinnulífinu sem vinnur að atvinnumálum ásamt atvinnu- fulltrúanum. Við ætlum að standa vörð um nýstofnaðan atvinnu- og nýsköpunarsjóð, frumkvöðlum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu til stuðnings. Við viljum viðhalda háu þjónustustigi sveitarfélagsins og áfram byggja upp fjölskyldu- vænt samfélag sem laðar til sín fjölskyldufólk. Meðal annars viljum við leita leiða í samvinnu við forsvarsmenn leikskólans að taka inn á leikskólann börn frá 9 mánaða aldri. Einnig leggjum við þunga áherslu á dreifnámið sem valkost fyrir ungmenni sem eru að hefja framhaldsskólagöngu sína, auk þess sem við viljum víkka út námsframboð í dreifnáminu og skoða möguleika á því að bjóða upp á 3ja ára nám til stúdentsprófs fyrir þá sem það kjósa. Til að framangreint geti gengið eftir þurfum við að leggja áherslu á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn til að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í sveitarfélaginu á undanförnum árum. Sá góði árangur hefur m.a. skapað svigrúm til fram- kvæmda og við ætlum sannar- lega að framkvæma á kjör- tímabilinu. Lagning hitaveitu til sveita þar sem það er hagkvæmt ber hæst og um leið lagning ljósleiðara. Þær framkvæmdir auka atvinnumöguleika og bæta búsetuskilyrði til sveita. Við ætlum einnig á kjörtíma- bilinu að byggja við Íþrótta- miðstöðina á Hvammstanga rými fyrir þrektækjasal og áhaldageymslu. Um leið skapast þá aukið rými fyrir sal- ernisaðstöðu fyrir fatlaða sem er löngu tímabært að setja upp auk þess sem hægt verður að bæta við búningsaðstöðu í takt við kröfur fyrir íþróttakeppnir sem núverandi búningsaðstaða uppfyllir ekki. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Húnaþing vestra býr yfir fjölmörgum kostum. Fyrst má nefna fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins en í þeim málum hefur gríðarlega margt áunnist á yfirstandandi kjör- tímabili og stendur rekstur sveitarfélagsins vel. Það veitir svigrúm til framkvæmda og að unnt sé að stilla álögum á íbúana í hóf. Þjónustustig sveitarfélagsins er hátt og góð staða þess gerir okkur kleift að viðhalda því og jafnvel bæta í. Hátt þjónustustig er mikilvægt þegar laða á hingað ný fyrirtæki og atvinnustarfsemi og fjölga íbúum. Staðsetning sveitar- félagsins er afar góð og hentar ýmiskonar atvinnustarfsemi. Síðast en ekki síst býr í sveitarfélaginu afbragðs gott fólk sem N - listinn er tilbúinn til að leggja sig fram fyrir á næsta kjörtímabili, okkur öllum til hagsbóta. D-LISTI Sjálfstæðisflokksins Sveitarstjórnarkosningar 2014 > SVF. SKAGAFJÖRÐUR N-LISTI Nýtt afl í Húnaþingi vestra Sveitarstjórnarkosningar 2014 > HÚNAÞING VESTRA Feyk ir spyr ! x 14

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.