Feykir


Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 20/2014 Vantar fleiri góða kennara Góður andi í Blönduskóla koma sem best til móts við þarfir hvers einstaklings.“ Þetta segir um Blönduskóla í umsögn frá Menntamálaráðuneytinu frá því fulltrúar ráðuneytisins tóku út skólann á dögunum. „Við fengum rosalega góða úttekt og erum alsæl með það,“ segir Berglind Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri í samtali við Feyki. Berglind segir mikið álag hafa verið á starfsfólki og nemendum skólans þennan vetur vegna manneklu og ýmissa áfalla sem dunið hafa yfir. „Það er búið að vera mikið álag á fólki, veikindi hjá nemendum - og bara erfitt. Matsaðilarnir frá Mennta- málaráðuneytinu nefndu það við okkur hvað það væri góður andi hérna í skólanum og þá fór maður að líta í kringum sig og hugsa með sér: „Já, það er rosalega góður andi hérna!“ Eitthvað sem maður tók bara sem sjálfgefinn hlut, en það er ekki sjálfgefið.“ Berglind segir frá skemmti- legu samtali sem hún átti við eitt foreldri nemanda í 10. bekk sem hafði komið í skólann um áramót úr stórum skóla á höfuðborgarsvæðinu. „Ég var að spyrja hana hvernig veturinn væri búinn að vera hjá henni, komandi úr svona stórum skóla. Hún svaraði að hún væri ánægð mamma, að hér væri margt í boði þrátt fyrir smæð skólans. Við erum til dæmis með svokallaða „Öðruvísi daga“ fyrir 10. bekkinga eftir að námsmati lýkur á vorin. Þá fá nemendur kynningu frá bæjaryfir- völdum, sýslumannsembætt- inu, bankanum, stéttarfélag- inu, skyndihjálparnámskeið og fara í heimsókn á Þekkingarsetrið. Þetta er svona „leiðin út í lífið“ kynning,“ útskýrir hún og heldur áfram, „mamman nefndi sem dæmi að hún ætti ekki von á að sambærilegar kynningar væru í boði í Reykjavík,“ segir Berglind um samtal hennar við foreldrið og hlær. Nemendur Blönduskóla eru tæplega 130 talsins, í 1.–10. bekk, og eru kennarar og starfsfólk tæplega 30. Eins og kom fram hér að ofan þá hefur skólinn verið fáliðaður og vantar kennara til starfa. „Okkur vantar fleiri kennara, alls konar kennara,“ segir Berglind og brosir. „Okkur vantar sérgreinakennara; dönsku-, heimilisfræði- og tónlistarkennara og svo líka kennara til að kenna íslensku á unglingastigi. Einnig vantar okkur umsjónarkennara á öllum stigum.“ Umsóknar- frestur er til 30. maí nk. og skal umsókn skilað með ferilskrá á netfang skólastjóra: thorhalla@ blonduskoli.is. Ógleymanleg reynsla Þegar blaðamann bar að garði voru yngstu nemendurnir og starfsfólk skólans uppnumin vegna þess að fyrr um daginn höfðu þau tekið þátt í spennandi verkefni kórs Fjallabræðra. „Halldór Gunn- ar Pálsson Fjallabróðir kom hingað í morgun ásamt upp- tökumanni frá RÚV og fleirum. Þeir Fjallabræður hafa síðastliðin tvö ár hitt um 30 þúsund Íslendinga í tengslum við vinnu við lag sem verður frumflutt núna á miðvikudaginn í Kastljósi,“ segir Berglind, en það voru Aflafréttir vikuna 18.-24. maí Framnes með rækju fyrir Dögun Í viku 21 var landað tæpum 633 tonnum á Sauðárkróki. Þar af voru 467 tonn af frosinni iðnaðarrækju sem flutningaskipið Framnes kom með fyrir Dögun. Þá var landað tæpum 11 tonnum á Hofsósi, 38 tonnum á Skagaströnd og rúmum 3 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Fannar SK-11 Handfæri 748 Framnes NO-999 Rækjuvarpa 466.962 Gammur II SK-120 Grásleppunet 3.352 Helga Guðm. KS-23 Handfæri 1.010 Klakkur SK-5 Botnvarpa 130.355 Kristín SK-77 Handfæri 2.448 Maró SK-33 Handfæri 106 Már SK-90 Grásleppunet 3.920 Nona SK-141 Handfæri 1.489 Nökkvi ÞH-27 Rækjuvarpa 7.026 Oddur SK-100 Grásleppunet 1.684 Ríkey SK-111 Handfæri 346 Séra Árni SK-101 Grásleppunet 5.095 Steini G SK-14 Grásleppunet 6.433 Vinur SK-22 Handfæri 1.011 Ösp SK-135 Handfæri 1.432 Alls á Sauðárkróki 633.417 Aggi SI-8 Handfæri 493 Ásmundur SK-123 Landb.lína 1.854 Dúan SI-130 Handfæri 768 Geisli SK-66 Handfæri 3.826 Hafbjörg SK-58 Handfæri 1.276 Skáley SK-32 Handfæri 2.273 Alls á Hofsósi 10.490 Harpa HU-4 Dragnót 3.173 Alls á Hvammstanga 3.173 Arney HU-36 Handfæri 1.628 Ásdís ÍS-2 Handfæri 1.947 Bergur Sterki HU-17 Landb.lína 768 Bjarmi HU-33 Handfæri 1.121 Blær HU-77 Landb.lína 2055 Bogga í Vík Handfæri 1.823 Dagrún HU-121 Grásleppunet 2.352 Elín ÞH-82 Handfæri 1.524 Fjöður GK-90 Handfæri 1.326 Garpur HU-58 Handfæri 1.763 Greifinn SK-19 Handfæri 1.012 Lukka Handfæri 1.778 María HU-46 Handfæri 1.011 Nonni HU-9 Handfæri 2.291 Ólafur Magn. HU-54 Grásleppunet 6.588 Rún EA-351 Handfæri 1.882 Smári HU-7 Landb.lína 91 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 1.640 Sæborg HU-80 Handfæri 867 Sæunn HU Handfæri 2.626 Víðir ÞH-210 Handfæri 1.230 Alls á Skagaströnd: 38.176 Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara laugardaginn 31. maí nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði, þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps - kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, - kjörfundur hefst kl. 13:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni til kl. 14:00 á kjördag 31. maí 2014. Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir „Þar sem jákvæðni og virðing koma fram í öllu skólastarfi og fjölbreyttar leiðir eru nýttar til að

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.