Feykir


Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 10
10 Feykir 20/2014 „Öll munstur eru hönnuð eftir listakonuna sjálfa en Þórdís hefur setið við frá því í byrjun febrúar og saumað út,“ segir Elín um sýningu sumarsins. Á hverju vori segist Elín finna fyrir mikilli eftirvæntingu á meðal heimafólks eftir opnun nýrrar sýningar í Heimilis- iðnaðarsafninu. „Það er alltaf mikið umleikis á vorin í Heimilisiðnaðarsafninu. Það þarf að fara yfir alla safnmuni, hreinsa, ryksuga, þvo og þrífa veggi og gólf. Svo eru ýmsir á faraldsfæti og reynt að renna gestum inn eftir því sem hægt er. Síðast er sérsýningin tekin niður og reynt að hafa hraðar hendur við að undirbúa sýningarrýmið og koma nýrri sýningu upp sem við köllum „Sumarsýningu Heimilisiðn- aðarsafnsins“ en gjarnan er það nú þannig að sýningin stendur uppi allt árið“. Hún segir að þegar safnið markaði sér sýningastefnu var ákveðið að bjóða íslensku textíllistafólki/hönnuðum að sýna í safninu. Þá er einnig miðað við að sýningarnar séu ólíkar á milli ára og gefi gestum hugmyndir um hve mikil fjöl- breytni er í textílflóru Íslands. „Þessar sérsýningar vekja at- hygli og hafa markað sér sess í menningarlífi héraðsins,“ segir Elín að endingu. /BÞ Útsaumssýningin „Sporin mín“ „Sporin mín“ útsaumssýning Þórdísar Jónsdóttur, listakonu frá Akureyri, verður opnuð á Heimilisiðnaðarsafninu á morgun, fimmtudaginn 29. maí (Uppstigningardag) kl. 14:00. Að sögn Elínar S. Sigurðardóttur, forstöðukonu Heimilisiðnaðarsafnsins, verður sýningin mjög falleg en þar munu sjást útsaumaðir púðar, veggteppi og fleira. Opnun sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins FISK Seafood óskar starfsmönnum sínum til hamingju með sjómannadaginn www.fisk.is Til hamingju sjómenn Háeyri 1 550 Sauðárkrókur Sími: 455 4400 fisk@fisk.is Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Eyrarvegi 21 Sauðárkróki Sími 455 6600 www.vorumidlun.is Skagfirðingabraut 29 Sauðárkróki Sími 453 6666 Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Sími 453 5481 Útibúið á Sauðárkróki Suðurgötu 1 Sími 410 4161 Borgartúni 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 6490 Sveitarfélagið Skagaströnd | Sími: 455 2700 www.skagastrond.is Borgarmýri 5 Sauðárkróki Sími 453 5910 www.atlanticleather.is Húnaþing vestra | Ráðhús við Hvammstangabraut Sími 455 2400 Hesteyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4500 Góð aflameðferð er grunnur gæða – Blæðing og kæling www.fmis.is FÉLAG SMÁBÁTAEIGENDA Á NORÐURLANDI VESTRA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.