Feykir


Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 28.05.2014, Blaðsíða 11
20/2014 Feykir 11 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? Rekstur sveitarfélags felur í sér fjölbreytta þjónustu við íbúanna. Stjórnsýslan þarf að vera gegnsæ og upplýsingagjöf skilvirk. Jafnframt þarf að gæta hagsmuna sveitarfélagsins útá við, s.s. varðandi fjárframlög ríkisins til framkvæmda í sveitarfélaginu. Í atvinnumálum er það hlutverk sveitarstjórna að stuðla að nýtingu tækifæra, hlúa að því sem fyrir er og styðja nýsköpun í atvinnulífi eftir föngum. Tekjur sveitarfélaga eru að stærstum hluta greiðslur íbú- anna í formi útsvars, fast- eignagjalda og þjónustugjalda. Gjaldendur eiga skýlausa kröfu á sveitarstjórn á hverjum tíma að jafnræðis, heiðarleika og sanngirnis sé gætt í ráðstöfun tekna sveitarfélagsins. Góðrar afkomu í rekstri eiga íbúarnir að njóta með aukinni þjónustu og/eða lækkun á gjöldum sveitarfélagsins. Til að mannlíf dafni þurfa íbúarnir góða grunnþjónustu. Leikskóli, grunnskóli, tónlistar- skóli, framhaldsskóli, heilsu- gæsla, félagsþjónusta, menn- ingar-, æskulýðs- og íþróttastarfsemi eru allt nauð- synlegir þættir í nútíma sam- félagi. Samgöngur verða að vera í lagi. Snjómokstur og hálku- varnir á vetrum og heflun og rykbinding malarvega á sumrum. Fjarskipti þ.e. útvarp, sjónvarp, sími og netsamband eru orðin nauð-synlegir þættir í tilveru hvers manns. Ótalin eru skipulags- og umhverfismál, sem eru málaflokkar sem vaxið hafa gríðarlega að umfangi á fáum árum. A-lista - Lista framtíðar í Húnavatnshreppi skipar fólk sem mun vinna að ofangreind- um verkefnum af dugnaði og samviskusemi. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Húnavatnshreppur er afar víðfeðmt sveitarfélag, það nær frá Húnaflóa að Langjökli og Hofsjökli í suðri. Land er vel gróið og landrými mikið. Því eru ótvírætt veruleg sóknarfæri hvað varðar hefðbundinn land- búnað í sveitarfélaginu. Húna- vatnshreppur hefur einnig uppá margt að bjóða varðandi ferðaþjónustu og útivist. Sögu- staðir eru fjölmargir í sveitar- félaginu og þar eru gjöfular veiðiár og vötn. Þá eru náttúru- fegurð og víðsýni óvíða meira. Blönduvirkjun er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið, en því miður hefur orka frá virkjuninni verið flutt í aðra landshluta og ekki nýst at- vinnulífi héraðsins sem skildi. Vel menntað fólk þarf störf við hæfi og ætti atvinnuuppbygg- ing sem tengist nýtingu orku Blönduvirkjunar að vera liður í því. Að framansögðu er ljóst að miklir framtíðar möguleikar eru í Húnavatnshreppi og miklu máli skiptir hverjir veljast til forystu í sveitarfélaginu. Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? Framsóknarflokkurinn í Skaga- firði hyggst beita sér fyrir fjölmörgum framfaramálum á næsta kjörtímabili. Ber þar hvað hæst átak í atvinnumálum í samvinnu við ríkið og atvinnulífið með það að markmiði að skapa a.m.k. 100 ný störf á kjörtímabilinu og leggja þar með grunninn að íbúafjölgun í sveitarfélaginu. Af einstökum framkvæmd- um og aðgerðum til að bæta búsetuskilyrði í Skagafirði má nefna að við ætlum að beita okkur fyrir gagngerum endur- bótum og uppbyggingu á Sundlaug Sauðárkróks, leysa húsnæðismál leikskólans í Varmahlíð og endurbæta hús- næði Varmahlíðarskóla, endur- bæta húsnæði Grunnskólans austan Vatna og styrkja hann sem einingu, færa tónlistar- skólann á Sauðárkróki inn í Árskóla með nýrri viðbyggingu, laga aðgengi fatlaðra að stofn- unum og fyrirtækjum, vinna að lausn á íþróttahússmálum í Hofsósi og byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, leggja hitaveitu í Fljótin, Lýt- ingsstaðahrepp, Óslandshlíð og Viðvíkursveit, vinna að stíga- og gangstéttagerð í þéttbýlis- kjörnunum, vinna að því að koma á flokkun sorps í dreifbýli, laga umgjörð gámastöðva, og fegra og skipuleggja elsta hluta Sauðárkróks. Þá ætlum við að beita okkur fyrir því að tryggja öflugan fasteignaleigumarkað í héraðinu. Forgangsmál í sam- skiptum við ríkisvaldið verður að tryggja rekstur Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki og þá góðu þjónustu sem þar er veitt. Samhliða þessu ætlum við að tryggja áfram þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins með aðhaldi í rekstri og skynsamlegri fjármálastjórn. Þannig teljum við unnt að halda m.a. gjald- skrám í leik- og grunnskólum áfram með þeim lægstu á landinu. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Sveitarfélagið Skagafjörður er einstaklega fjölskylduvænt sveitarfélag þar sem lögð er áhersla á að þjónusta sé góð og íbúum líði vel. Menntastofnanir héraðsins eru sterkar og framsæknar, svæðið er ríkt af sögu og menningu, íþrótta- og tómstundastarf er öflugt og innviðir almennt góðir. Einn stærsti kostur sveitar- félagsins er samt sem áður sá hvað samheldni íbúanna er mikil og að fólki hér er um- hugað um velferð sveitunga sinna. Fjölmörg tækifæri sem mætti nýta betur og metnaður okkar framsóknarmanna stend-ur til þess að vinna stöðugt að umbótum og framförum. Við teljum gríðarleg tækifæri í unga fólkinu okkar sem hefur sýnt hvað það er hæfileikaríkt, það eru mikil tækifæri í stöðugt fjölbreyttari menntakostum hér heima fyrir, í atvinnusköp- un með því að nýta kosti Netsins sem markaðssetningar- og vinnutóls, í þeim miklu auðæfum sem heita vatnið er, í rannsóknum og nýsköpun tengdri hefðbundnum grunn- atvinnuvegum héraðsins og í enn frekari eflingu og upp- byggingu ferðaþjónustu. Tæki- færin eru óendanleg en það er okkar allra að koma auga á þau og nýta þau eftir fremsta megni. A-LISTI Listi framtíðar í Húnavatnshreppi Sveitarstjórnarkosningar 2014 > HÚNAVATNSHREPPUR B-LISTI Framsóknarflokksins Sveitarstjórnarkosningar 2014 > SVF. SKAGAFJÖRÐUR Feykirspyr! x 14

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.