Feykir


Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 26/2014 AÐSENT Námsferð starfsfólks leikskólans Ársala til Glasgow 27.–30. maí 2014 Eftir drjúgan bíltúr, stuttan svefn og fyrirtaks flug með Icelandair, stigu 40 glaðbeittar og námsfúsar starfskonur leikskólans Ársala á Sauðárkróki á skoska grundu í þeim tilgangi að kynna sér leikskólamenningu í Glasgow. Skotland heilsaði hópnum með sumaryl og fjörugu mannlífi iðandi í takti skoskrar þjóðlaga- tónlistar þar sem pilsklæddir, síðhærðir, alskeggjaðir skoskir hálandahöfðingjar börðu bumbur og þöndu sekkjarpípur. Við vörðum tveimur dögum til leikskólaheimsókna þar sem heimsóttir voru átta mjög ólíkir leikskólar. Okkur var skipt niður í fimm manna heim- sóknarhópa þannig að hver og ein okkar heimsótti tvo leik- skóla. Það er öllum hollt að líta í kringum sig annað slagið og sjá hvað aðrir eru að gera, hvernig þeir taka á málum og vinna úr hlutum. En það er líka gott að spegla sig við aðra og geta glaðst yfir því hvað við búum við góðar aðstæður hér heima. Eins og áður sagði voru leikskólarnir mjög ólíkir bæði hvað varðar ytri umgjörð og staðsetningu. Allir leikskólarnir virtust þó leggja áherslu á svipaða hluti s.s. mikið flæði í starfinu með börnunum. En það þýðir að börnin hafa frjálst val um viðfangsefni og fá að ganga úr einu í annað eins og þau vilja án þess að kennararnir hafi áhrif á val þeirra. Þetta er ANNA JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR LEIKSKÓLASTJÓRI alveg í takt við „könnunar- aðferðina“ þar sem allt starf byggir á áhuga barnsins og í anda hins kunna uppeldisfröm- uðar John Dewey sem lagði áherslu á „learning by doing“. Það var greinilegur munur á hverfum skólanna. Sumir þeirra minntu okkur á að- stæður okkar hér heima, nýir og fínir meðan aðrir voru öllu fátæklegri. Einn er okkur sérlega minnisstæður vegna þess jákvæða anda sem þar ríkti þrátt fyrir stanslaus skemmdar- verk á lóð skólans og lélegs húsnæðis. Kvöldið áður en við komum í heimsókn hafði mat- jurtagarðurinn verið eyðilagð- ur, allt slitið upp með rótum og úti-bú-krókurinn þeirra eyði- lagður. Lóðin þeirra er mal- bikuð að stærstum hluta og mjög tómleg því það sem þar var er búið að eyðileggja, útiskúr brenndur niður og tré brotin. Húsnæði leikskólans var þannig að plexigler var í gluggum svo ekki sást greini- lega út um gluggana og teppi voru á öllum gólfum og mottur þar yfir til að einangra betur fyrir kulda á veturna. Þrátt fyrir þessa niðurdrepandi hluti var starfsfólkið afar elskulegt og jákvætt og upptekið af því að vinna gott starf með börnunum. Að búa börnunum góð upp- eldisleg skilyrði sem þau fá ekki að njóta heima fyrir. Í öðrum leikskóla talaði 60% barnanna ekki ensku og þar er áherslan á hlýlegt viðmót og líkamlega tjáningu; að orðin skipta ekki öllu máli heldur hvernig líkamstjáning manns er. Okkur voru sýndar leið- beiningar fyrir foreldra á sex tungumálum um hvernig maður á að lesa fyrir börn. Skotar eru uppteknir af læsi og í öllum leikskólunum sem við heimsóttum var greinileg áhersla á ýmiss konar vinnu með tilliti til þess og bókstafir og tölustafir áberandi alls staðar. Glasgow-borg greiðir 15 klukkustunda leikskóladvöl á viku fyrir börn þriggja ára og eldri og leikskólapláss eru af Aflafréttir vikuna 29. júní - 5. júlí Hátt í 600 tonn að landi Í viku 27 var landað rúmum 28 tonnum á Skagaströnd. Þá var landað um 6,5 tonnum á Hofsósi, tæpum 530 tonnum á Sauðárkróki og tæpum 15 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Dúan SI-130 Handfæri 293 Hafbjörg SK-58 Handfæri 360 Skáley SK-32 Handfæri 1.957 Þorgrímur SK-27 Lína 2.001 Alls á Hofsósi 6.469 Farsæll SH-30 25.691 Hafey SK-10 Handfæri 362 Klakkur SK-5 Botnvarpa 136.749 Kristín SK-77 Handfæri 905 Málmey Botnvarpa 347.900 Már SK-90 Grásleppunet 2.970 Nona SK-141 Handfæri 646 Ríkey SK-111 Handfæri 635 Röst SK-17 11.234 Vinur SK-22 Handfæri 1.241 Ösp SK-135 Handfæri 362 Alls á Sauðárkróki 528.459 Harpa HU-4 Dragnót 14.927 Alls á Hvammstanga 14.927 Alda HU-112 Landb.lína 9.283 Arnar 2 SH-557 Handfæri 1.818 Árni á Eyri ÞH-205 Rækju 195 Ásdís HU-24 Handfæri 895 Bjarmi HU-33 Handfæri 134 Bogga í Vík Handfæri 1.288 Dagrún HU-121 Grásleppunet 1.560 Elín ÞH-82 Handfæri 311 Garpur HU-58 Handfæri 68 Geiri HU-69 Handfæri 220 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 1.556 Húni HU-62 2.410 Lilja SH-16 Handfæri 2.545 María HU-46 Handfæri 87 Nonni HU-9 Handfæri 1.558 Smári HU-7 Handfæri 793 Stella GK-23 Lína 2.213 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 388 Sæunn HU Handfæri 1.362 Alls á Skagaströnd: 28.489 Aggi SI-8 Handfæri 277 Ásmundur SK-123 Landb.lína 1.581 skornum skammti á vegum borgarinnar þannig að börnin fá ekki lengri vistun en 3 klst. á dag. Einnig er fullt af einka- reknum leikskólum sem eru mjög dýrir og ekki á færi nema vellaunaðra foreldra að standa straum af þeim kostnaði. Þeir leikskólakennarar sem við töluðum við sögðu okkur að talsvert flökt væri á kennurum á milli leikskólanna og meira virtist vera um leikskólaliða en leikskólakennara. Opnunartími leikskólanna virtist vera á bilinu 8-18, þó misjafnt eftir leik- skólum og þeir fylgja gjarnan skólafríum grunnskólanna en það er þó ekki algilt. Föstudaginn 30. maí fórum við allar á „storytelling“ námskeið. Vegna stærðar hópsins var okkur skipt í tvo hópa, annar hópurinn var fyrir hádegi og hinn hópurinn var eftir hádegi. Það voru tveir kennarar frá „The scottish- storytelling centre“ sem kenndu okkur, þær Allison og Frances sem voru alveg hreint frábærar. Þær kenndu okkur m.a. fjarska- lega skemmtilega putta-sögu um vinkonurnar Bínu og Boggu. Þetta gengur út á að segja börnum sögur á lifandi hátt með látbragði í stað þess að lesa upp úr bók. Ekki svo að skilja að við eigum ekki að lesa fyrir börn upp úr bókum, því það eigum við svo sannarlega að gera, heldur er þetta viðbót við bókalesturinn. Frásagnarlist er eitthvað sem hægt er að þjálfa sig í og maður nær svo vel til barnanna með leikrænum tilburðum. Það er óhætt að segja að það voru 40 alsælar konur innblásnar af nýjum hugmyndum undir skoskum áhrifum sem komu heim úr eftirminnilegri og afar vel heppnaðri námsferð til Glasgow. Fyrir hönd ferðafélaganna úr Ársölum, Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Glaðbeittar starfskonur leikskólans Ársala í námsferð. Frá einum leikskólanum sem heimsóttur var í Glasgow. Opnar dyrnar fyrir gestum og gangandi Skagfirski kammerkórinn Skagfirski kammerkórinn hefur verið að halda æfingar þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á að líta inn og sjá hvernig hefðbundin æfing gengur fyrir sig. Haldin verður ein æfing til viðbótar í dag fimmtudaginn 10. ágúst, í Glaumbæjarkirkju frá kl. 16 -18. Samkvæmt vef kammer-kórsins hefur þessi tilraun mælst vel fyrir og nokkuð margir litið inn en markmiðið er að „kynna okkar söng- elska hérað fyrir ferðamönnum“ segir á síðu Kammerkórsins. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.