Feykir


Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 5
26/2014 Feykir 5 Landsmóti hestamanna 2014 lokið Heimsmeistari frá Hofi í Vatnsdal Landsmót hestamanna árið 2014 sem haldið var á Hellu í síðustu viku var hið 21. í röðinni. Frá upphafi, eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins. Keppendur frá Norðurlandi vestra stóðu sig allir með prýði og var gaman að sjá hversu vel ungu keppendunum gekk. Fresta þurfti dagskrá vegna vonskuveðurs í upphafi Landsmótsins en þegar nær dró helgi rættist heldur betur úr veðrinu og fór sólin að skína á gesti mótsins. Nokkur met voru slegin um helgina, en knapinn Agnar Þór Magnússon og Konsert frá Hofi í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, slógu heimsmet þegar þeir fengu metdóm í flokki fjög- urra vetra stóðhesta. Þeir fengu 8,60 fyrir hæfileika, þar af var kveðin upp einkunnin 10 fyrir tölt. Bjarni Bjarnason sló bæði Íslandsmet og heimsmet í 250m skeiði á Heru frá Þóroddsstöð- um, en þau fóru 250 metrana á 21,76 sekúndum. Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli settu svo Íslandsmet í 150m skeiði, en þeir fóru braut- ina á 13,77 sekúndum. Hamingja frá Hellubæ var hæst dæmda fjögurra vetra hryssan á mótinu og setti heimsmet þegar hún hlaut 8,58 fyrir hæfileika, þar af voru fjórar níur, meðal annars í tölti og brokki. Knapinn á Hamingju var Bergur Jónsson. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðsson sigruðu örugglega í B-flokki gæðinga með lokaeinkunnina 9,39 sem er hæsta lokaeinkunn sem gefin hefur verið í B-flokki. Auk þess að vinna Háfetabikarinn hlaut Sigurður einnig Gregersen styttuna, fyrir góða reiðmennsku og afburða vel hirtann hest. Hin 12 ára gamla Glódís Sigurðardóttir sigraði í A-úrslitum í barnaflokki, þriðja landsmótið í röð. Þórdís Inga Pálsdóttir sigraði í unglingaflokki á Kjarval frá Blönduósi í A úrslitum með 8,90 í einkunn. Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási voru í öðru sæti í A flokki, A úrslitum með 9,19. Á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu stigu systurnar Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur frá Grænumýri í Blönduhlíð á svið og fluttu lag og ljóð Braga Valdimars Skúlasonar, Líttu sérhvert sólarlag, við undirspil Rögnvalds Valbergssonar. Flutningur systranna vakti mikla lukku meðal áhorfenda mótsins, en systurnar höfðu sigrað í söngva- keppninni sem haldin var fyrr um daginn. Þór- gunnur Þórarinsdóttir, dóttir Sigríðar Gunnars- Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði HK í Kórnum sl. föstudagskvöld. Stólarnir virtust ætla að byrja leikinn af krafti en það fjaraði fljótt undan í fyrri hálfleik. Fyrrum Tindastólsmaður- inn Árni Arnarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir HK með skalla eftir hornspyrnu á 28. mínútu. Hann skoraði svo annað mark stuttu seinna en var dæmdur rangstæður. HK var mun betra í fyrri hálfleik og komst í 2-0 þegar Viktor Unnar Illugason fór illa með vörn Tindastóls og skoraði með skoti í stöngina og inn. Stólarnir gerðu breytingar á liðinu í hálfleik og komu sterk- ari til leiks í seinni hálfleik og sóttu hart að HK mönnum. Á 60. mínútu minnkaði Jose Figura muninn með góðu skoti rétt fyrir utan teig í fjærhornið. Stólarnir voru nálægt því að jafna metin seint í leiknum en HK-ingar björguðu á línu. Flottur seinni hálfleikur hjá Tindastólsmönnum en það dugði ekki til og eru þeir enn án sigurs í deildinni. Lokastaða 2-1 fyrir HK. Tindastóll situr enn í neðsta sæti riðilsins með 3 stig eftir níu leiki. HK er í 3. sæti með 17 stig eftir níu leiki. Næsti leikur hjá Stólunum er föstudaginn 11. júlí, en þá mæta strákarnir liði Grindavíkur á Grindavíkurvelli og hefst leik- urinn kl. 19:15. /GSG Stólar kveðnir í kútinn í Kórnum í Kópavogi 1. deild karla: HK – Tindastóll 2-1 Kormákur/Hvöt tók á móti liði Skallagríms á Hvamms- tangavelli fimmtudaginn 3. júlí síðastliðinn. Leikurinn var hörku spennandi og mikil markasúpa í fyrri hálfleik. Guðni Albert Kristjánsson kom Skallagrími yfir strax á 12. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoruðu Kormákur/Hvöt sjálfsmark og staðan því 0-2 fyrir gestunum. Ingvi Rafn Ingvarsson minnkaði svo muninn á 23. mínútu, en mínútu síðar skoraði Guðni Albert sitt annað mark í leiknum fyrir Skallagrím og staðan því orðin 1-3 fyrir gestunum. Leikmenn Kormáks/Hvatar létu það þó ekki á sig fá og minnkaði Frosti Bjarnason muninn aftur með marki á 26. mínútu. Í lok fyrri hálfleiks jafnaði Hjörtur Þór Magnússon svo metin með marki á 43. mínútu. Staðan í hálfleik 3-3. Minna var um mörk í seinni hálfleik en ansi mörgum spjöldum var veifað. Hlynur Rafn Rafnsson leikmaður Kormáks/Hvatar fékk að líta gula spjaldið á 53. mínútu. Arnar Ingi Ingvarsson kom svo Kormáki/Hvöt yfir með marki á 66. mínútu. Halldór B. Bjarneyjarson leikmaður Skallagríms fékk gult spjald á 78. mínútu og Hámundur Örn Helgason leikmaður Kormáks /Hvatar var rekinn af velli á 88. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Lokastaða 4-3 fyrir Kormák/ Hvöt. Kormákur/Hvöt er í 2. sæti í riðlinum, með 12 stig eftir sex leiki. Lið Skallagríms fylgir fast á eftir í 3. sæti með 9 stig eftir sex leiki. Næsti leikur Kormáks/ Hvatar fer fram á Hvamms- tangavelli laugardaginn 12. júlí nk. En þá taka strákarnir á móti liði KFG og hefst leikurinn kl. 14:00. /GSG Markasúpa á Hvammstangavelli 4. deild karla: Kormákur/Hvöt – Skallagrímur 4-3 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR www.feykir.is/ithrottir Þórdís Inga Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi. Ljósm./isibless.is Systurnar Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís á kvöldvökunni. Ljósm./facebook.com/Landsmót hestamanna dóttur og Þórarins Eymundssonar tók einnig þátt í söngvakeppninni og var ásamt stelpunum í topp þremur. Öll úrslit mótsins og söngatriði stúlknanna er að finna á hestasíðu Feykis.is. /GSG Jose Figura skoraði mark Tindastóls með góðu skoti í síðari hálfleik.Hamrarnir negldir niður í Boganum 1. deild kvenna: Hamrarnir – Tindastóll 0-2 Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætti liði Hamranna í Boganum á Akureyri fimmtudaginn 3. júlí sl. Markalaust var í fyrri hálfleik en tvö gul spjöld fengu að líta dagsins ljós. Ashley Marie Jaskula leikmaður Tindastóls fékk áminningu á 25. mínútu og María Kristín Davíðsdóttir leikmaður Hamranna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Stólastúlkur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og á 50. mínútu skoraði Guðrún Jenný Ágústsdóttir fyrsta mark leiksins fyrir Stólana. Aðeins tveimur mínútum síðar bætti hún við öðru marki og staðan því orðin 2-0 fyrir Tindastól. Hamrarnir komust ekki á skrið í seinni hálfleik og unnu Stólastúlkur því glæstan sigur á Akureyri. Stólastúlkur eru nú í 3. sæti riðilsins með 15 stig eftir níu leiki. Lið Hamranna situr í 7. sæti með 6 stig eftir sjö leiki. Næsti leikur hjá Stólunum er laugardaginn 12. júlí, en þá mæta stelpurnar liði Víkings Ó. á Ólafsvíkurvelli. /GSG Agnar Þór Magnússon og Konsert frá Hofi í Vatnsdal. Ljósmynd fengin af vef Eiðfaxa.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.