Feykir


Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 26/2014 Dýrin bræða fullorðna jafnt sem börn Húsdýragarður og hestaleiga á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal Þegar blaðamaður renndi í hlað á Stóru-Ásgeirsá blöstu við nýmáluð, snyrtileg útihús og nýgirt hólf og gerði fyrir fjölbreytta flóru húsdýra á bænum. Í móttökunni var flatskjár með myndum af glöðum og sælum börnum í návist hesta, svíns, lamba og allskyns dýra. Undir hljómaði smellin kántrítónlist eftir Magnús, sjálfan bóndann á bænum. „Já, ég er búinn að gefa út disk, Legg af stað, og þetta er eitt lagið á honum, Hófasprettur,“ svarar Magnús þegar blaða- maður innir hann eftir því hvort hann sé maðurinn á bakvið tónlistina. Þá heyrist í miðju lagi í kunnuglegri rödd Guðna VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Ágústssonar fyrrv. alþingis- manns. „Ég samdi lög og texta en Hrafnhildur Ýr frá Dæli samdi þennan texta og Guðni Ágústsson á sinn bút. Mezzoforte spilar undir og Grétar Örvarsson útsetti með mér,“ útskýrir Magnús. Hann segir frá því hvernig platan varð til en Magnús kynntist Grétari í gegnum Karl Örvarsson í Reykjaskóla í Hrútafirði. „Við byrjuðum bara á því að taka demó af fimm lögum. Grétar sagði við Kalla að hann væri ánægður með þessi lög og við ættum endilega að gera meira úr þessu, þannig fór þetta að rúlla og þá fékk ég tilboð frá Mezzoforte að spila undir.“ Um hvernig lagasmíðin fer fram hjá honum segir hann að lögin verði bara til þegar hann tekur kassagítarinn í hönd. „Laglínan á Hófaspretti varð bara til á einu kvöldi, á 5 mínútum. Þeir segja að ef lagið sé gott þá sé útkoman góð. Ég hef oftast haft það þannig að ef ég man laglínu daginn eftir, sem ég samdi kvöldið áður, þá held ég áfram með það. Textasmíðin er öllu flóknari. Ég tel mig ekki vera góðan textasmið en ég fæ yfirleitt einhvern, eins og t.d. Hrafnhildi vinkonu mína í Dæli, til að fara yfir þá, hún er náttúrulega algjör snillingur, hún semur texta á 15 mínútum.“ Geisladiskurinn hefur ekki enn farið í almenna dreifingu en það upplag sem kom út seldist upp og á Magnús von á fleiri eintökum. „Þetta er rosalega skemmtilegt en líka mjög tíma- frekt. Þessi vinna er reyndar ekki rosalega mikið fyrir mig. Maður þarf að setja sig í gírinn, það þarf að sitja svo mikið á rassinum sem á ekki alveg við mig, enda var ég orðinn alveg iðandi,“ segir Magnús og hlær. Hann segist vera ófeiminn við að grípa í gítarinn fyrir gesti ef svo ber undir og gerir það iðulega. Annað kántrílag kemur á fón- inn en þá er förinni haldið áfram um húsdýragarðinn og svínið Svínka slæst í för hluta ferðar. Gengið er meðfram dýrahólfum og áfram meðfram Ásgeirsá þar sem háir og einstaklega fagrir fossar renna niður við bæjar- hornið. Meðal þess sem fyrir augu ber eru friðlýstar fornleifar, en Stóra-Ásgeirsá er landnáms- jörð kennd við Ásgeir, son Auðunar skökuls frá Auðunar- stöðum sem samkvæmt Land- námubók nam Víðidal fyrstur manna. Fjölskylduvæn afþreying fyrir ferðafólk Magnús er fæddur og uppalinn á Stóru-Ásgeirsá. Foreldrar hans eru Elías Guðmundsson og Sigríður Magnúsdóttir en þau hófu búskap á bænum árið 1978. Magnús er lærður húsa- smiður en hann útskrifaðist einnig sem búfræðingur úr Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2008 og tók þá við búi á Stóru-Ásgeirsá. „Þá hófst alvaran í sauðfjárræktinni og tamningunum,“ segir Magnús. Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir er frá Sauðárkróki, dóttir Hjartar Sævars Hjartar- sonar og Helgu Hauksdóttur. Rannveig hefur stundað nám við Kennaraháskóla Íslands og starfað hjá Farskólanum – mið- stöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Parið hóf sambúð á Stóru-Ásgeirsá árið 2011. Í fyrstu voru þau með hefðbundinn búskap á bænum og stendur til að halda því áfram Á jörðinni Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Húnaþingi vestra hefur verið opnaður húsdýragarður og hestaleiga en hana reka ungt par, þau Magnús Ásgeir Elíasson og Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir. Stóra-Ásgeirsá stendur á fallegu bæjarstæði við samnefnda á, en þaðan er fallegt og víðfeðmt útsýni yfir Víðidalinn. Blaðamaður Feykis fékk höfðinglegar móttökur hjá Magnúsi, Rannveigu, börnum þeirra og skepnum þegar hann leit við á bænum á dögunum. Hænurnar kipptu sér ekkert upp við innlit blaðamanns Feykis. MYND Rannveig og Magnús og grísinn Svínka á góðri stundu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.