Feykir


Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 12
Hofsá, sem rennur gegnum Hofsós í Skagafirði, hefur verið í miklum vexti í vatnsveðrinu undanfarna daga. Meðfylgjandi mynd tók Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi á laugardaginn. Þetta vatnsfall, sem dags daglega lætur lítið yfir sér, hefur breitt talsvert úr sér. Sömu sögu er að segja um önnur vatnsföll á svæðinu og t.a.m. voru Vatnsdalsá og Héraðsvötn í miklum vexti sl. sunnudag þegar blaða- menn Feykis áttu leið um. /KSE Vatnavextir í Hofsá Rigningarveður á Norðurlandi vestra Vaskir sjálfboðaliðar að störfum Endurheimt Brimnesskóga Í júnímánuði var hópur sjálfboðaliða frá Blönduvirkjun að störfum í Brimnesskógum í Skagafirði. Að sögn Stefáns S. Guðjónssonar formanns félags um endurheimt landnámsskóga á Brimnesi er þetta fimmta árið sem sjálfboða- liðarnir veita slíka aðstoð. Að þessu sinni var það tíu manna hópur vaskra manna af báðum kynjum frá Blönduvirkjun. Megin verkefnin voru áburðargjöf og ýmis viðhaldsvinna. Auk þeirra mættu til verks Stefán ásamt sonum sínum tveimur, þeim Snorra Stefánssyni og Ottó S. Michelsen, en móður afi og amma þeirra voru fædd á Sauðárkróki. Sjálfur segist Stefán vera tengdasonur Skagafjarðar. Tilgangur Brimnesskóga verkefnisins er að endur- heimta fornan skóg sem getið er um í Landnámu Ara Fróða en eingöngu er notast við landnámsbirki og reynivið sem vaxið hefur í Skagafirði frá öndverðu. Nú eru liðin rúm 15 ár frá því að Steinn Kárason, sem er hugmyndasmiður verkefnisins, ferðaðist vítt og breitt um Skagafjörð og safnaði fræjum og græðlingum trjáa í skógarleifum þar sem heimildir eru um skóga til forna. „Forráðamenn Brimnesskóga þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem veitt hafa verkefninu margvíslegan stuðning fyrir alla aðstoð,“ segir Stefán að lokum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.