Feykir


Feykir - 16.10.2014, Side 4

Feykir - 16.10.2014, Side 4
4 39/2014 Aðalfundur Skalla, félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra, var haldinn á Sauðárkróki 19. september sl. Fundinn sóttu félagsmenn, allt frá Hvammstanga að Siglufirði. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að Sverrir Sveinsson, formaður Skalla, hafi flutt ítarlega skýrslu um starf- semina á árinu. Fram kom að mikið hafi farið fyrir baráttu félagsins við að fá opnað reglugerðarhólf á Fljótagrunni, en þar hafa handfæraveiðar verið bannaðar undanfarin ár. „Beiðni félagsins var keyrð gegnum Hafrannsóknastofnun þar sem lögð var fram tillaga um nýja viðmiðunarpunkta byggða á upplýsingum frá heima- mönnum. Þrátt fyrir að sýna- tökur sýndu að smáfiskur væri í óverulegu magni á því svæði sem tillaga var gerð um að opna var ekki fallist á breytingar. Skalli undi ekki þeirri niður- stöðu og krafðist aðkomu ráð- herra að málinu. Það bar ekki tilætlaðan árangur þar sem hann hafnaði einnig breytingar- tillögu Skalla,“ segir í fréttatil- kynningu. „Að sögn kunnugra er það hvergi þekkt í víðri veröld að stjórnvöld banni hand- færaveiðar vegna mælinga sem gefa til kynna að 25% af afla á tilteknu svæði sé undir ákveðnum stærðarmörkum.“ Á fundinum kynnti Steinar Skarphéðinsson skýrslu sem hann hafði unnið um strand- veiðar og komu þar fram kostir og ókostir strandveiða. Sjónar- mið Steinars voru mikið rædd og lauk með samþykkt tillögu um rýmkun á reglum um strandveiðar. Í umræðu um grásleppumál voru fundarmenn sammála um að markaðsaðstæður ættu að ráða fjölda veiðidaga. Þá hafnaði aðalfundur Skalla þeirri að- ferðarfræði sem Hafrannsóknar- stofnun beitir við stofnstærðar- mælingu á grásleppu. /BÞ Aflatölur 4.-11. október Rúmlega 300 tonn að landi Í viku 41 var rúmum 127 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var rúmum 172 tonnum landað á Sauðárkróki og rúmum 6 tonnum á Hofsósi. Ekkert var róið frá Hvammstanga. Samtals var landað um 300 tonnum, sem er hundrað tonnum minna en í síðustu viku. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KGSKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Blær HU-77 Landb.lína 759 Dagrún HU-121 Þorskanet 1.648 Hafrún HU-12 Dragnót 4.422 Hamar SH-224 Lína 13.756 Muggur KE-57 Landb.lína 2.388 Ólafur Magnús. HU-54 Þorskanet 2.139 Sighvatur GK-57 Lína 90.341 Stella GK-23 Landb. lína 5.443 Alls á Skagaströnd: 127.386 Farsæll SH-30 Botnvarpa 38.606 Gammur SK-12 Þorskfisknet 1.556 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 3.258 Klakkur SK-5 Botnvarpa 127.818 Már SK-90 Handfæri 476 Óskar SK-13 Handfæri 526 Vinur SK-22 Handfæri 302 Alls á Sauðárkróki 172.542 Ásmundur SK-123 Landb. lína 6.183 Alls á Hofsósi 6.183 Hafna aðferðarfræði Hafró við stofnstærðarmælingu á grásleppu Aðalfundur Skalla, félags smábátaeigenda á NLV Sverrir Sveinsson, Siglufirði, formaður Skalla. Undanfarin ár hafa lífsstílssjúkdómar orðið algengari. Það skiptir miklu máli að auka lífsgæði okkar og vera heilbrigðari lengur. Reglubundin þjálfun minnkar áhættuna sem fylgir reykingum, offitu, sykursýki, of háum blóðþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum. Bætt þrek getur gert gæfumuninn. Að hreyfa sig daglega er nauðsynlegt. Fyrir andlega, félagslega og líkamlega vellíðan. Með því að hreyfa okkur daglega getum við betur tekist á við lífið og tilveruna. Reynum að minnka kyrrsetuna og hreyfum okkur meira. 30 mín á dag - allir geta verið með Markmiðið er að hvetja fólk til að hreyfa sig daglega í a.m.k. 30 mínútur og að gera hreyfingu að daglegri venju. Tilvalið fyrir vinnustaði t.d. að setja upp plaggat og merkja inn hreyfinguna á blaðið. Það væri einnig hægt að búa til einhver lið og vera með liðakeppni. Þetta er frábært til að auka samheldni og vera sjálfum sér og öðrum til fyrirmyndar. 30 mín á dag er ekki hugsað sem átak heldur að hvetja fólk til að hreyfa sig og gera hreyfingu að sínum lífstíl. Við tannburstum okkur á hverjum degi og förum með bílinn okkar í skoðun einu sinni á ári, af hverju þá ekki að hreyfa okkur einnig á hverjum degi og fara í heilsufarsskoðun einu sinni á ári? Hreyfiseðillinn er hugsaður sem verkefni sem hægt væri að vinna t.d. á virkum dögum í einn mánuð. Um leið og þú hefur lokið við eitt verkefni þá krossar þú yfir það. Allir geta aðlagað hreyfiseðilinn að sínum áhugamálum. Hvers virði er góður starfskraftur? Það á ekki að vera nóg að fyrirtæki ráði starfsmann í vinnu og hugi svo ekki að heilsu hans. Vinnuumhverfið þarf að vera öruggt og heilsusamlegt. Ánægður starfsmaður skilar mun meiri vinnu og betri og hlýtur að vera mun minna frá líka vegna veikinda. Hvernig væri að fyrirtæki greiddi niður (að einhverjum hluta) fyrir starfsmanninn sinn t.d. í líkamsrækt? Eða byði starfsmönnunum sínum uppá einhverskonar tíma/ námskeið? Já eða kæmi til móts við starfsmanninn ef hann vildi ganga með barninu sínu í skólann og „lofaði“ honum þá að koma aðeins seinna til vinnu (ef það er hægt) og svona mætti endalaust halda áfram. Við vitum öll að góður starfsandi er ómetanlegur. Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks hafa aukist á undanförnum árum. Gott heilsufar einstaklinga er allra hagur, ekki eingöngu fyrir einstaklinginn sjálfan heldur einnig samfélagið, þar sem velferðarsjúkdómar eru mjög kostnaðarsamir. Verum góð fyrirmynd fyrir börnin okkar. Þau læra það sem fyrir þeim er haft. Góð heilsa er gulli betri! Erla Jakobsdóttir, íþróttafræðingur, Metabolic kennari og ÍAK einkaþjálfari - - - - - Erla skorar á Önnu M. Sigurðardóttur á Blönduósi að taka við pennanum. Erla Jakobsdóttir á Blönduósi skrifar Settu heilsuna í 1. sætið ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Húsnæði óskast til leigu Íbúðarhúsnæði um 100 fm að stærð auk bílskúrs óskast til leigu á Sauðárkróki frá desember nk. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Fyrirframgreiðsla í boði fyrir langtíma leigu. Upplýsingar í heimasíma 478 1384 og GSM 892 4063. Kór Lindakirkju í Kópavogi, undir stjórn Óskars Einarssonar, heldur tónleika föstudaginn 17. október kl. 20:30 í Hólaneskirkju Skagaströnd. Í fréttatilkynningu frá kórnum kemur fram að kórinn hafi staðið í stórræðum í sumar og tekið upp nýja plötu sem ber heitið Með fögnuði. Um er að ræða gospeltónlist sem nær öll er samin af starfsfólki Lindakirkju, Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, Óskari Einarssyni, tónlistar- stjóra og sóknarprestinum sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni. Kór Lindakirkju syngur öll lögin á plötunni ásamt einsöngvurum úr röðum kórsins. Hljóðfæraleikur á plötunni er í höndum Ósk- ars Einarssonar, Sigfúsar Óttarssonar, Friðriks Karlssonar og Jóhanns Ásmundssonar. /BÞ Íslenskt gæðagospel á Skagaströnd Tónleikar föstudaginn 17. október

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.