Feykir


Feykir - 16.10.2014, Side 5

Feykir - 16.10.2014, Side 5
39/2014 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Loftur Páll, Guðrún Jenný og Hrafnhildur best Viðurkenningar veittar í lokahófi meistaraflokka Tindastóls Lokahóf meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu var haldið á Kaffi Krók 20. september sl. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar, formanns knattspyrnu- deildar, var fínasta mæting hjá knattspyrnufólki sem skemmti sér ljóm-andi vel og naut matar sem var framreiddur af þýsku matreiðslufólki. Ómar Bragi segir uppskeru þessa tímabils frekar rýra. Meistaraflokkur karla féll niður í 2. deild og meistaraflokkur kvenna var um miðja deild. Hinsvegar var engan bilbug að finna á iðkendum og tilhlökkun til næsta árs er mikil. /BÞ Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningar: M.fl. karla: Bestur Loftur Páll Eiríksson Efnilegastur Hólmar Daði Skúlason Markakóngur Mark McGee M.fl. kvenna: Best Guðrún Jenný Ágústsdóttir Efnilegust Ólína Sif Einarsdóttir Markadrottning Guðrún Jenný Ágústsdóttir 2. fl. kvenna: Best Hrafnhildur Björnsdóttir Efnilegust Hrafnhildur Björnsdóttir Markadrottning Hrafnhildur Björnsdóttir Við afhendingu viðurkenninga hjá m.fl.karla, frá vinstri; Haukur Skúlason, Hólmar Daði Skúlason, Loftur Páll Eiríksson, Bjarni Smári Gíslason sem tók við verðlaunum f.h. Mark McGee og Bjarki Már Árnason. Við afhendingu viðurkenninga hjá m.fl.kvenna, frá vinstri; Guðrún Jenný Ágústsdóttir og Ólína Sif Ein- arsdóttir, ásamt Guðjóni Erni Jóhannssyni þjálfara. Hrafnhildur Björnsdóttir hlaut viðurkenningu í öllum flokkum í 2. flokki kvenna, best, efnilegust og markadrottning. Hér er hún ásamt Guðjóni Erni Jóhannssyni þjálfara. Snilldar endurkoma Stólanna Dominos-deildin í körfubolta: Stjarnan - Tindastóls 80-85 Fyrsta umferð í Dominos- deildinni í körfubolta hófst í síðustu viku. Tindastólsmenn renndu suður í Garðabæ þar sem þeir léku við Stjörnuna. Framan af leik voru strákarnir ekki í gírnum en síðustu 15 mínútur leiksins snéru þeir á heimamenn svo um munaði og unnu á endanum frækinn sigur, 80-85. Dagur Jónsson setti niður fyrstu 3ja stiga körfu leiksins og kom Stjörnumönnum í forystu sem þeir héldu þangað til þrjár og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Heimamenn höfðu frumkvæðið í fyrsta leikhluta og voru yfir, 27-20, að honum loknum. Tindastólsmenn létu það síðan alveg vera að skora fyrstu fimm mínútur annars leikhluta og og staðan orðin 39- 20 áður en Ingvi Rafn setti niður þrist fyrir Stólana. Í hálfleik var staðan 46-30. Stjarnan byrjaði þriðja leik- hluta af krafti og náði fljótlega 20 stiga forskoti. Justin Shouse setti síðan niður þrist og staðan orðin 59-36. Þá fannst Tinda- stólsmönnum komið nóg og þeir hófu endurkomu sína með fantagóðum varnarleik sem varð til þess að á rúmum þrem- ur mínútum gerðu Stólarnir 16 stig án þess að heimamenn næðu að svara, staðan 59-52 og allt orðið opið. Þegar þriðja Loftur Páll Eiríksson er 22 ára Skagfirðingur, frá Beingarði í Hegranesi. Hann er sonur Stefaníu Birnu Jónsdóttur og Eiríks Loftssonar. Loftur Páll er nú búsettur í Kópavogi. Hann hefur verið sem klettur í vörn mfl. Tindastóls í fótboltanum síðustu sumur og var á dögunum valinn besti leikmaður Stólanna í sumar. Íþróttagrein: -Æfi og keppi í knatt- spyrnu, stunda einnig frjálsar íþróttir hjá FH. Íþróttafélag/félög: -Er án félags eins og stendur. Helstu íþróttaafrek: -Þegar ég spilaði á móti Kyrie Irving í Borgar- nesi árið 2008. Fyrir þá sem ekki þekkja hann, þá spilar hann sem leikstjórnandi fyrir Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í dag. Skemmtilegasta augnablikið: -Það eru tvö augnablik sem standa upp úr, annarsvegar úrslitaleikur Íslandsmótsins í 3. flokki á móti FH í Borgarnesi og hinsvegar úrslitaleikurinn í Football Festival Århus cup á móti Hammerby. Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég tapa á móti bróður mínum í íþróttum. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei, engin hjátrú, reyni samt að halda mig við sömu rútínu fyrir hverja æfingu og hvern leik. Uppáhalds íþróttamaður? -Held mikið upp á tvo knattspyrnumenn, Andres Iniesta og Paul Pogba. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ég myndi skora á Sigurð Halldórsson, að taka leik við mig í körfubolta 1 á móti 1 upp í 11. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? Jafn leikur þangað til í endann, þá tekur Sigurður upp á því að klína tveimur þriggja stiga körfum í andlitið á mér, spjaldið ofan í, og vinnur 12-8 og fagnar sigrinum með „moonwalk“ dansinum. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Það eru engin sérstök afrek fyrir utan íþróttirnar. Lífsmottó: -Hef ekkert lífsmottó. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Michael Jordan hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Er að klára mitt síðasta ár við íþróttafræðisvið í Háskóla Reykjavíkur. Hvað er framundan? -Klára BSc í íþróttafræði, svo er stefnan sett út fyrir landsteinana. Loftur Páll Eiríksson / knattspyrna Helsta afrekið að spila á móti Kyrie Irving ( GARPURINN ) berglind@feykir.is Loftur Páll, til vinstri, í búningi Tindastóls. MYND: ÓAB leikhluta lauk var munurinn aðeins fjögur stig, 62-58. Góður leikur Tindastóls- manna hélt áfram í fjórða leik- hluta en Stjörnumenn voru ekki tilbúnir að gefa eitt eða neitt. Með góðum varnarleik náðu Stólarnir að setja heimamenn í þá stöðu að taka erfið skot. Helgi Margeirs minnkaði muninn snemma í eitt stig, 64-63, en það tók Stólana þó dágóðan tíma að ná forystunni í leiknum. Það gerði einmitt Helgi Margeirs með þriðju 3ja stiga körfu sinni í leikhlutanum. Æsispenna var síðustu mínúturnar en Stólarnir með Helgana tvo í baráttuhug héldu haus, á meðan kanónur heimamenn fóru á taugum á vítalínunni, og fögnuðu í lokin sætum sigri. Næsti leikur er í kvöld gegn Þór Þ. /ÓAB Stig Tindastóls: Dempsey 22, Helgi Viggós 18, Helgi Margeirs 15, Lewis 14, Ingvi 13 og Pétur 3.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.