Feykir


Feykir - 16.10.2014, Page 10

Feykir - 16.10.2014, Page 10
10 39/2014 Grunnskólinn á Hofsósi Hin árlega Rakelarhátíð var haldin í Höfðaborg á Hofsósi síðast liðinn sunnudag. Það er Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi sem stendur fyrir hátíðinni, í minningu Rakelar Pálmadóttur sem lést af völdum reiðhjólaslyss árið 1988. Nær árlega síðan hefur hátíðin verið haldin og sjá nú grunnskólanemendur og starfsfólk um framkvæmd hennar. Að vanda var boðið upp á metnaðarfull skemmtiatriði; Jóhann Bjarnason skólastjóri setti samkomuna og kom fram í máli hans að minningarsjóður Rakelar hefur nýlega styrkt bæði kaup á sófum í félagsaðstöðu nemenda og endurnýjun á sjónvörpum fyrir skólann. Reynir Freyr Hauksson og Ófeigur Númi Halldórsson kynntu dagskrána. Kristín S. Einarsdóttir flutti hátíðarræðu, grunnskólabörn léku og sungu fjölbreytt atriði og Rögnvaldur gáfaði og Summi úr Hvanndalsbræðrum léku nokkur lög. Að lokum ávarpaði Pálmi Rögnvaldsson samkomuna og færði þakkir frá fjölskyldunni. Rakelarhátíðin vel sótt að vanda Bændadagar í Skagfirðingabúð Hinir árlegu Skagfirsku bændadagar voru haldnir í Skagfirðingabúð í síðustu viku og fóru þeir fram úr björtustu vonum, að sögn Árna Kristinssonar verslunarstjóra. Þar mátti gera ýmis kostakaup á kjöt- og mjólkurvörum og skapaðist mikil stemning þegar bændur mættu í verslunina til að bjóða upp á smakk. Mest seldist af hinu klassíska íslenska lambalæri en þar á eftir var nautahakkið vin- sælast. Fleiri andlit mátti sjá í versluninni í ár en í fyrra og var meiri sala en áður. Samkvæmt tölum voru afgreiðslur 750 talsins sem þýðir að minnst 1000 manns hafi heimsótt Skagfirðingabúð þessa tvo daga. Þá kemur fólk víða að til að gera góð kaup á Bændadögum og segir Árni sífellt fleiri koma frá nágrannabyggðunum, s.s. Akur- eyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Húnavatns- sýslum. Meðfylgjandi myndir tók Sveinn Brynjar Pálmason. /BÞ Lambalærið vinsælast

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.