Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 3
43/2014 3
Sérfræðikomur
í nóvember og desember
FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI
SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN
Þrír góðir
kostir
til að ávaxta spariféð þitt
KS-bókin er með 2% vexti,
bundin í 3 ár og verðtryggð.
Önnur KS-bók með innistæðu
yfir 20 milljónir, 4,20% vextir.
Samvinnubókin er með lausri bindingu,
óverðtryggð og óbundin 4,10% vextir.
Hafið þið séð betri vexti?
Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515
KS INNLÁNSDEILD
N
Ý
PR
EN
T
eh
f
Orri Ingþórsson
kvensjúkdómalæknir, 13.-14. nóv.
Sigurður Albertsson
skurðlæknir, 24.-25. nóv.
Bjarki Karlsson
bæklunarskurðlæknir, 8.-11. des.
Tímapantanir í síma 455 4022
www.hskrokur.is
Forsíðumyndasamkeppni fyrir Jólablað Feykis
Framlengdu r s kila frestu r
Feykir hefur efnt til myndasamkeppni fyrir forsíðu Jólablaðs Feykis sem kemur út 27.
nóvember nk. en blaðinu er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra.
Myndaval er frjálst en þó í anda jólanna og hefur frestur til að skila inn myndum verið framlengdur til 16. nóvember.
Jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir útkomu blaðsins og fyrir mörgum markar það upphaf
aðventunnar. Hefð er fyrir því að forsíðu blaðsins prýði falleg mynd og leitum við því
til þín að senda inn mynd í samkeppni um forsíðuna.
Vegleg verðlaun eru í boði en sá sem á vinnings-
myndina hreppir glæsilega Canon EOS 1200D
m/ 18-55mm IS linsu í boði Tengils.
Myndir berist á netfangið feykir@feykir.is en hafa ber í huga
að lögun myndarinnar þarf að vera í svokölluðu „portrait“
og að haus Feykis þarf að komast fyrir efst.
Feykir áskilur sér rétt til að birta nokkrar myndir sem berast.
SAMTÖK SVEITARFÉLAGA
NORÐURLAND VESTRA
FRAMKVÆMDASTJÓRI
SAMTAKA SVEITARFÉLAGA
Á NORÐURLANDI VESTRA
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir fram-
kvæmdastjóra. SSNV er þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna
á Norðurlandi vestra og sér um mikilvæga sameiginlega málaflokka og
hagsmunamál sveitarfélaga á starfssvæðinu. Verkefni SSNV eru fjölbreytt
og snúa að hagsmunum svæðisins, atvinnuþróun og rekstri sameiginlegra
verkefna sveitarfélaganna sem að því standa. Leitað er eftir einstaklingi sem
getur unnið sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur góða hæfileika í mannlegum
samskiptum. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði og æskilegt er að
umsækjandi hafi þekkingu á sveitarstjórnarmálum og rekstri. Höfuðstöðvar
SSNV eru á Hvammstanga.
Áhugasamir umsækjendur skulu senda inn umsókn
fyrir 24. nóvember til:
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Höfðabraut 6
530 Hvammstangi
Merkt: Framkvæmdastjóri
Nánari upplýsingar um starfið veitir Adolf H. Berndsen
formaður SSNV í síma 892 5089.
Landgræðslan
Hvar er þetta?
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, sendi
Feyki þessa mynd. Hann vantar upplýsingar
um hvar hún muni vera tekin. Líklega er hún
frá því um 1980, sennilega við afréttar-
girðingu Norðanlands.
Ef einhver af lesendum Feykis áttar sig
staðsetningunni er sá hinn sami beðinn um
að hafa samband við Berglindi á Feyki (s-
4557176) eða Bjarna hjá Landgræðslunni
(s-8560235). Sjá nánar á Feykir.is /BÞ
Skagaströnd í Útsvari
Komst ekki áfram
Lið Borgarbyggðar sigraði
Skagstrendinga í spurninga-
leiknum Útsvari í Sjónvarpinu
á föstudagskvöld og fóru
leikar 68-29.
Þetta var í fyrsta sinn sem
Skagaströnd tekur þátt í Útsvari
og lék lánið ekki við þá í
keppninni. Borgfirðingar tóku
forystuna í upphafi og héldu
henni allt til enda. Lið Skag-
strendinga skipuðu þau Trostan
Agnarsson, kennari við Höfða-
skóla, Árni Friðriksson, jarð-
fræðingur og starfsmaður hjá
BioPol og Eva Ósk Hafdísar-
dóttir, stuðningsfulltrúi við
Höfðaskóla. /BÞ