Feykir


Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 2
2 43/2014 Magnús Gunnlaugur Jóhannesson frá Brekkukoti í Óslandshlíð fékk ístöð í fermingargjöf á sínum tíma frá afa sínum Magnúsi Hofdal Hartmannsyni og voru þau smíðuð af honum. Í kringum 1990 týndust þau í göngum í Deildardal, en fundust aftur á dögunum, í mýri í afréttinni. Þegar ístaðið týndist á sínum tíma rauk hesturinn út í busk- ann en kom til baka með einung- is annað ístaðið. Þá var afinn Magnús látinn og saknaði Magnús yngri alltaf ístaðsins. Magnús lamaðist síðan vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2011 og hefur því ekki haft tök á að skima eftir ístaðinu síðan. Um síðustu helgi kom ístaðið þó heim aftur en þá hafði Þórir Árni á Háleggstöðum verið í eftirleit og dottið um eitthvað járn í mýri. Hann ákvað að toga þetta upp og sjá hvaða járn væri að finna í afréttinni. Upp kom ístaðið með ólinni og komst það í hendur eigandans sem varð að vonum glaður og mun geyma það á góðum stað eftirleiðis. /KSE Ég hef stundum gaman af að velta fyrir mér orðum, eða jafnvel orðskrípum, sem virðast verða til innan ákveðinna faghópa og hvernig þau þróast. Ég var á leið í flug með fjölskylduna fyrir skemmstu og við innritunina á flugstöðinni heyrði ég konurnar sem tóku á móti okkur, og síðar flug- freyjurnar, ræða sín á milli um dóttur mína, eða „infantinn“ eins og hún var ítrekað kölluð. Þetta þótti mér fremur sérstakt og óheppilegur yfirsnúningur úr enska orðinu „infant“, sérstaklega þar sem ósköp gott, gilt og fallegt orð er til sem hægt er að nota í staðinn – eins og til dæmis ungbarn. Í kjölfarið fór ég að hugsa hvort orðanotkun í mínu starfsumhverfi gæti hljómað framandi í eyrum annarra. Þá datt mér einna helst í hug að „smikka“ myndir, að færa mynd yfir í „smikk“ eða CMYK sem notað er um litaprentun á pappír, og vísar til Cyan (blár), Magenta (rauður), Yellow (gulur) og Key (svartur). Ég hef líka stundum rekið mig á það þegar ég er að óska eftir myndum í ákveðinni upplausn til að birta í blaðinu, og að hafa hana í ekki færri en 300 punktum, að ekki allir kannast við þau hugtök sem skiljan- legt er. Það segir til um gæði myndarinnar en prentmyndir eru gerðar af fjölda örlítilla punkta og upplausn þeirra ræðst af því hversu þétt saman þessir punktar standa og þar með hve skýr myndin verður. Þarna hefur orðið upplausn verið þýtt úr orðinu „resolution“ og er gott dæmi um heppilega þýðingu á fagorði að mínu mati. Það er ákaflega ánægjulegt þegar góðar þýðingar ná kjölfestu í tungumálinu, fleiri dæmi mætti nefna úr tölvu- og tæknigeiranum s.s. vista, vafra og svo er hægt að nefna þysja og skruna sem hafa kannski ekki fest sig eins vel í sessi, en ekki fyrir svo löngu voru þessi orð yfirfærð úr ensku og þekkt sem „seifa“, „brása“, „súmma“ og „skrolla“. Þessi orðhreinsun er afrakstur mikils og marksviss átaks sem unnið hefur verið að undanfarin 10-15 ár og vitaskuld sér ekki fyrir endann á því starfi með sífelldum tækninýjungum. Nú til dags heyrist oft og iðulega í unga fólkinu, sem jafnan er duglegt að tileinka sér nýjustu tækni, orðskrípi líkt og „selfí“, „snöpp“ og að „skrínsjotta“. Gaman verður að heyra hvað Íslensk málnefnd leggur til í stað þeirra og hvort þau nái að festa sig í sessi. Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Um infantinn og önnur orðskrípi Fermingargjöf sem var sárt saknað Ístað fannst í afrétt- inni eftir rúm 20 ár Svf. Skagafjörður Ráðgefandi hópur um aðgengis- mál Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku var lögð fram tillaga um að stofnaður verði ráðgefandi hópur um aðgengismál í sveitarfélaginu fyrir byggðarráð og eignarsjóð. Hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum sveitar- félagsins og einum fulltrúa frá, annars vegar Sjálfsbjörg og hins vegar frá Þroskahjálp í Skagafirði. Tillagan var samþykkt á fundinum og sveitarstjóra falið að hafa samband við Sjálfsbjörg og Þroskahjálp og óska eftir tilnefningu í hópinn. /KSE Ístaðið góða komið í leitirnar. MYND: SIGRÚN FOSSBERG Laugarbakkaskóli Fær nýtt hlutverk Félag í forsvari hjónanna Tómasar Kristjánssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur hefur fest kaup á Laugar- bakkaskóla í Miðfirði af Húnaþingi vestra. Samkvæmt vef Húnaþings vestra er ætlunin er að reka þar heilsárshótel auk þess að standsetja fjölnotahús sem nýst getur fyrir ráðstefnur og ýmsar uppákomur. Um er að ræða skólahús með kennslustofum, heimavist, mötuneyti, íþróttahúsi og íbúð- um, auk einbýlishúss og parhúss. Heildarflatamál fasteignanna er tæpir 4.000 fermetrar. Kennsla fluttist frá Laugarbakka til Hvammstanga sl. haust og hefur húsnæðið því ekki verið notað sem slíkt síðan. Undanfarin ár hefur Hótel Edda rekið sumarhótel að Laugarbakka en fram kemur á vef Húnaþings vestra að nýir eigendur stefni á umfangsmiklar endurbætur á húsnæðinu með Söfnun fyrir Elísabet Sóleyju Skvísur til styrktar skvísu Sólveig B. Fjólmundsdóttir hefur hrint af stað söfnun þar sem hægt er að kaupa skvísur til styrktar skvísunni og Skagfirðingnum Elísabetu Sóleyju Stefánsdóttur, sem glímir við illvígt krabbamein. Brúsarnir eru til sölu í Sauðárkróksbakaríi og í Þreksporti en einnig er hægt að hafa samband við Sólveigu í gegnum facebook, hana er einnig að finna í símaskránni. Elísabet Sóley, sem var í opnuviðtali hjá Feyki í októbermánuði, hefur skrifað um líðan sína inn á vefinn innihald.is og hvernig baráttunni við meinið miðar áfram. Nýjustu fréttir herma að hún sé í London þar sem hún gengst undir geisla- meðferð með svokölluðum gammageislum til að vinna gegn meinvörpum í höfði hennar, sem komu í ljós í síðustu viku. Aðgerðin fer fram í dag, fimmudag, og flýgur hún svo heim seinnipartinn á morgun, föstudag. Sólveig vildi leggja vinkonu sinni lið í veikindunum og leitaði til nokkurra fyrirtækja sem gerðu henni kleift að láta merkja skvísur eða drykkjarbrúsa og rennur söluverð óskipt til Elísa- betar. Söfnun hefur farið ákaflega vel af stað að sögn Sólveigar. Stykkið kostar 1.500 kr. en frjálst er að leggja meira til ef viðkomandi vill. „Ótrúlega þakklát hvað þessu hefur verið vel tekið og hvað fólk er fljótt að bregðast við. Það er notalegt að finna samhug samfélagsins,“ segir Sólveig í samtali við Feyki en einnig segir hún Elísabetu vera djúpt snortna, þakkláta fyrir stuðninginn og fyrir allar fallegu kveðjurnar, bænirnar og hlýju hugsanirnar. Þeir sem vilja leggja Elísabetu lið þá er reikn.nr. söfnunarinnar sem Sólveig stendur fyrir: 0161-05- 70437 kt: 180479-4309. /BÞ það að markmiði að gera húsið heppilegra til hótelreksturs auk þess að standsetja þar fjölnota- hús eins og fyrr segir. Gera má ráð fyrir að með rekstri þess skapist 6-8 heilsársstörf og allt að 16 á háannatíma. „Með fjölgun gistirýma og aukinni þjónustu nýtast núver- andi fjárfestingar ferðaþjónustu- aðila í sveitarfélaginu betur og ný tækifæri skapast fyrir sveitar- félagið allt,“ segir loks á vef Húnaþings vestra. Húsnæðið verður afhent nýjum eigendum þann fyrsta október 2015. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.