Feykir


Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 4
4 43/2014 Aflatölur 2.-8. nóvember 2014 Rúm 350 tonn að landi Í viku 45 var 164 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var 182 tonnum landað á Sauðárkróki, rúmum 5,5 tonnum á Hofsósi og 3,7 tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta rúm 350 tonn á Norðurland vestra. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Skíðasvæðið í Tinda- stóli opnar föstudaginn 14. nóvember Talsverður snjór er kominn á skíðasvæðið, allur undirbúningur gengur vel og einnig er búið að framleiða snjó þannig að góður grunnur er kominn í fjallið. Skíðadagskráin í vetur verður með nokkuð hefðbundnu sniði þó nokkrum nýjungum verði bætt við sem auglýstar verða nánar þegar þar að kemur. Auk hefðbundinna skíðaæf- inga er ætlunin að bjóða upp á brettaæfingar og námskeið í vetur. Mikil eftirspurn hefur verið eftir snjóbrettaæfingum og er búist við þó nokkrum fjölda af nýjum iðkendum á snjóbrettum. Verður það kær- komin viðbót við Skíðadeild Tindastóls. Skíðaíþróttin er krefjandi einstaklingsíþrótt og alltaf má búast við einhverju brottfalli en það er einnig alltaf einhver nýliðun. Í vetur stendur til að stórbæta aðstæður fyrir byrjendur með því að setja upp töfrateppi sem staðsett verður neðst í skíðabrekkunni. Töfrateppi er færiband sem flytur skíðamenn og konur u.þ.b. 60 metra upp í aflíðandi byrjendabrekku og síðan renna þau sér niður. Þetta þykir afar gott fyrir byrjendur á meðan þeir eru að finna jafnvægið á skíðunum. Margir byrjendur óttast skíðalyftur og það þykir gefa góða raun að láta þá byrja á teppinu. Verið er að vinna í skála- málum og ef allt gengur upp þá verður tekin skóflustunga að nýjum skála þann 1. maí 2015. Það er ljóst að einnig er þörf á endurbótum á veginum upp í fjall og planinu sjálfu og er það allt til skoðunar. Við horfum bjartsýn fram á veturinn og höfum sett okkur það markmið að fjölga iðk- endum í fjallinu. Skíðaíþróttin er skemmtilegt fjölskyldusport þar sem börn og fullorðnir njóta samveru og útivistar í faðmi snævi þakinna fjalla. Það er engin afsökun að bera því við að eiga ekki skíði því hægt er að leigja skíðaútbúnað á staðnum. Ég hvet Skagfirð- inga og gesti þeirra til að drífa sig í fjallið í vetur. Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar Tindastóls AÐSENT FRÁ SKÍÐADEILD TINDASTÓLS Harpa HU Dragnót 3.773. Alls á Hvammstanga 3.773 Addi afi GK 97 Landb.lína 13.889 Alda HU 112 Landb.lína 18.133 Blær HU-77 Landb.lína 402 Dagrún HU-121 Þorskanet 6.824 Diddi GK 56 Handfæri 8.465 Flugalda ST 54 Landb.lína 3.664 Muggur KE-57 Landb.lína 16.342 Sighvatur GK-57 Lína 73.343 Signý HU 13 Landb.lína 13.487 Stella GK-23 Landb. lína 8.206 Sæfari HU 200 Landb.lína 1.778 Alls á Skagaströnd: 164.534 Farsæll SH-30 Botnvarpa 48.727 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 3.040 Helga Guðm. SK 23 Handfæri 1.192 Klakkur SK-5 Botnvarpa 125.202 Óskar SK-13 Handfæri 912 Steini G SK 14 Handfæri 1.158 Vinur SK-22 Handfæri 1.217 Þytur Handfæri 1.303 Alls á Sauðárkróki 182.751 Ásmundur SK 123 Landb. lína 2.753 Sandvík EA 200 Dragnót 1.023 Þorgrímur SK 27 Landb. lína 1.761 Alls á Hofsósi 5.537 AÐSENT ÁSTA ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Á SAUÐÁRKRÓKI SKRIFAR Pilsaþytur Í Húsi frítímans á Sauðárkróki hittist hópur fólks á miðvikudagskvöldum frá kl. 19-22. Þessi kvöld eru nefnd prjónakvöld en auðvitað er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvað hann dundar við. Það munu að vísu vera eingöngu konur sem þarna mæta en þessi kvöld eru opin fyrir alla. Þarna hittist fólk með handavinnuna sína, miðlar fróðleik í þeim efnum og hefur það notalegt. Í ársbyrjun 2013 barst talið einhverju sinni að þjóðbún- ingum og þá kom í ljós að ansi margar konur í þessum hópi áttu annaðhvort upphlut eða peysu- föt en voru misjafnlega duglegar að nota það. Í framhaldi af þessari umræðu var ákveðið að gera það að venju að mæta við setningu Sæluviku í þjóðbúning og fara svo í heimsókn á dvalarheimili aldraðra. Við setningu Sæluviku 2013 mættu hátt í 15 konur í búningum en einungis einn karlmaður mætti í hátíðarbúning. Þarna varð til mjög óformlegur félagsskapur sem kallar sig PILSAÞYT. Markmið Pilsaþyts er að efla notkun á íslenskum þjóðbún- ingum. Í Sæluviku 2014 bættum við svo um betur og fengum þau Hildi og Ása hjá Annríki – þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði til að koma norður og halda kynningu á íslenskum þjóðbúningum sem heppnaðist afskaplega vel. Auk þess mætti uppábúinn hópur á setningu Sæluviku og fór síðan í heimsókn á dvalarheimilið. Sá siður er því vonandi kominn til að vera. Þá höfum við hvatt fólk til að nota búningana sína við sem flest tækifæri t.d. 17. júní. En íslenskir þjóðbúningar eru ekki bara upphlutur og peysuföt. Búningarnir eru margskonar og má þar einnig nefna faldbúning, skautbúning og kyrtil. Faldbúningurinn er þeirra elstur og var hann sparibúningur kvenna fyrr á öldum. Mikil aukning hefur verið í að konur komi sér upp faldbúning en það er heilmikið fyrirtæki fyrir önnum kafið fólk að fara suður yfir heiðar til að sækja námskeið svo nú stendur fyrir dyrum fyrsta námskeiðið hér í Skagafirði þar sem boðið verður uppá kennslu í gerð fald og skautbúninga. Hildur og Ási hjá Annríki – þjóðbúningar og skart hafa verið óþreytandi að kynna íslenska þjóðbúninga og hafa farið víða um land með námskeið í gerð þeirra. Þau efna nú til kynningar og námskeiðs í gerð fald- og skautbúninga í Varmahlíð helgina 21.-23. nóvember nk. Föstudagskvöldið 21. nóvember frá kl. 20-22 verður kynning á þessum búningum í Varma- hlíðarskóla og laugardaginn 22. nóvember kl. 10 hefst svo fyrsta námskeiðið í gerð þessara glæsilegu búninga og verður það haldið í Varmahlíðarskóla. Kynningin á föstudagskvöldinu er ókeypis og ég hvet alla þá sem hafa áhuga á íslenskum þjóð- búningum að koma. Það er enn tekið við skráningum á nám- skeiðið svo ef einhverjir hafa áhuga er þeim bent á að hafa samband við Hildi hjá Annríki í síma 898-1573. Einnig má hafa samband við undirritaða ef frekari upplýsinga er þörf. Ásta Ólöf Jónsdóttir Pilsaþytskona. Uppábúin í heimsókn í Maddömukoti 17. júní 2014. MYND: ÚR EINKASAFNI Kátir skíðakrakkar úr Tindastóli sem tóku þátt í Jónsmóti á Dalvík 4.-5. mars 2011 en það eru þau Oddný Sara, María Dögg, Aron Már, Karen Lind, Birna María, María og Hákon Ingi. MYND: ÚR EINKASAFNI Áskorun frá Kvenfélagi Sauðárkróks Drögum úr plastpokanotkun Á fundi sem haldinn var í Kvenfélagi Sauðárkróks þann 10. nóvember sl. skoraði félagið á íbúa Skagafjarðar að draga úr notkun plastpoka og nota í staðinn margnotapoka eða maíspoka, sem brotna betur niður úti í náttúrunni. Er áskorunin sett fram með umhverfissjónarmið í huga, enda hefur notkun plastpoka vaxið óhóflega á undanförnum árum. Telja kvenfélagskonur það umhugsunarefni hvernig við skilum móður jörð til næstu kynslóðar. Umbúðavæðing er mikil en varðandi plastpoka eru aðrir valmöguleikar fyrir hendi. Haldapokar úr maís eru væntanlegir í Skagfirðingabúð. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.