Feykir


Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 10
10 43/2014 Leikverkið Á tjá og tundri á fjalirnar í Bifröst hannar hann leikmyndina, er með ljósin og hljóðið alveg á hreinu og svo mætti lengi áfram telja.“ Hún segir það hafa gengið furðuvel að fá leikara í ár og er sérstaklega ánægjulegt hve margir nýnemar stíga á sviðið að þessu sinni. Æfingar fóru rólega af stað fyrir átta vikum en hafa verið strangar þessa síðustu viku fyrir frumsýningu. „Það er alltaf stress um að þetta takist ekki svona en ég sagði fyrir þremur vikum að það reddaðist allt á síðustu stundu og viti menn, í síðasta rennslinu fyrir general- prufu small allt saman og allt var hættulega fullkomið. Það var eiginlega skelfilegt hvað það gekk allt vel, allt í einu fóru allir að leika stórkostlega og sýndu það sem í þeim bjó,“ segir Jóndís. Það verða sex sýningar, frumsýningin í dag, fimmtudag, svo verða sýningar 15., 16., 18., 19. og lokasýning föstudaginn 21. nóvember. Hægt er að panta miða í síma 455-8070 alla sýningardaga á milli klukkan 16:00 og 18:00. Miðaverð er 1000 kr. fyrir meðlimi NFNV og yngri en 16 ára og 1500 kr. fyrir aðra. Að lokum hvetur Jóndís alla til að gera vel við sig og skella sér á þessa stórkostlegu sýningu sem frábær og stór hópur af nemendum úr Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra hefur lagt vinnu í að gera sem flottasta. Síðustu æfingar gengið skelfilega vel Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra fumsýnir leikverkið Á tjá og tundri eftir Gunnar Helgason í Bifröst á Sauðárkróki í dag, fimmtudaginn 13. nóvember. Feykir leit inn á æfingu og ræddi við Jóndísi Ingu Hinriksdóttur, skemmtana- stjóra NFNV, um leikritið og segir hún frumsýninguna leggjast vel í mannskapinn. „Það eru allir spenntir og örugglega örlítið stressaðir, en það er alltaf gott að vera smá stressaður. Þá gefur maður sig allan fram í sýninguna.“ „Eftir mikinn hugarreikning um hvaða leikrit við ættum að taka vorum við stjórn NFNV á fundi í sumar og að taka til inni á skrifstofunni okkar þegar handritið af þessu verki fannst á meðal annarra sem áður hafði verið tekið hér og leist okkur vel á þetta,“ segir Jóndís aðspurð um hvers vegna leikverkið varð fyrir valinu. „Ég mundi eftir því þegar þetta var tekið hérna í FNV einu sinni þegar ég var stutt í loftinu og þótti mér mjög gaman af.“ Á tjá og tundri fjallar um Hans og Nínu sem eru ungt par sem er að fara að gifta sig. Í miðri athöfn kemur babb í bátinn sem verður til þess að allt splundrast upp og allir halda í veisluna, en brúðhjónin ekki gift ennþá. Þar fer ýmislegt fram og reynslusögur sagðar, viðeig- andi og óviðeigandi. Allir fara að opna sig og margur óþægi- legur sannleikur leiddur í ljós. Eiga atvik úr fortíðinni að hafa áhrif á framtíðina? Eiga brúð- hjónin meira sameiginlegt en þau héldu? Stóra spurningin er hvort það er ástin sem sigrar að lokum. Persónurnar eru allar skemmtilegar á sinn ólíka hátt. Lögin í leikritinu eru bæði íslensk og erlend en öll fyrsta flokks. Leikstjórinn er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson en hann hefur leikstýrt nokkrum leikrit- um hjá FNV í gegnum tíðina og segir Jóndís hann aldrei klikka. „Hann er frábær á þann hátt að hann er svona eins og pylsa með öllu. Með því að leikstýra þá UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Opið fyrir pantanir Iðunn Helgadóttir er fædd árið 1997 og býr á Sauðárkróki. Hún er dóttir Elínar Jónsdóttur og Helga Magnússonar. Iðunn á tvo eldri bræður, albróðir sem heitir Jón Páll og hálfbróðir sem heitir Sigurður. Deild í FNV: -Viðskipta- og hagfræðibraut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: -Rauðhærð, meðal hávaxin og það kemur stundum fyrir að ég segi eitthvað fyndið. Hvar finnst þér best að vera: -Það er enginn staður sem mér finnst best að vera á, fer meira eftir stuði. Hvernig líkar þér að vera í FNV: -Það er mjög fínt að vera í FNV. Hvað finnst þér best við skólann: -Félagsskapurinn er það besta. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastur: -Skemmtilegasti viðburðurinn er annað hvort menningarkvöldið eða árshátíðin. Helstu áhugamál: -Leiklist og fótbolti. Uppáhalds matur: -Uppáhalds maturinn er Enchilada (kjúklinga- réttur). Besta kvikmyndin: -Besta kvik- mynd sem ég hef séð er Shaw- shank Redemption. Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: -Væri til í að kynnast Ellen DeGeneres eða Jimmy Fallon. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: -Það versta sem gæti komið fyrir mig væri að missa bróðir minn. Hvað gleður þig mest: -Það er margt á hverjum degi sem gleður mig. Uppáhalds félag í íþróttum: -Klárlega Valur Reyðarfirði. Skrýtnasti félaginn: -Stella Dröfn. Hver er helsta fyrirmyndin: -Á enga eina sérstaka fyrirmynd en mamma, amma og Jón Páll bróðir koma sterk inn. Uppáhalds tónlist: -Hlusta á mjög mismunandi tónlist, hlusta á allt sem mér finnst skemmtilegt. Uppáhalds teiknimyndapersóna: -Mater eða Krókur úr Cars. Uppáhalds stjórnmálamaðurinn: -Jón Gnarr. Lífsregla: -Ekki taka lífinu of alvarlega og reyna að hafa gaman af því sem maður gerir. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: -Ef ég myndi vinna milljón myndi ég skella mér til útlanda í nokkrar vikur. Draumatakmark: -Að búa ein- hvern tíman í útlöndum yfir ævina. Iðunn skorar á Sævar Jónatansson að svara spurningum Feykis næst. Iðunn Helgadóttir Finnst best að vera þar sem stuðið er ( FJÖR Í FJÖLBRAUT ) berglind@feykir.is Frá æfingum. Neðst má sjá leikstjórann á bakinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.