Feykir


Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 11
43/2014 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að fá sér eitt mjólkurglas og Oreo-kexköku. En bara í mesta lagi tvær! Spakmæli vikunnar Ógerlegt er orð sem aðeins finnst í orðaforða kjána. – Napoleon Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... yfir 100 manns kafna af völdum kúlupenna árlega? ... helmingur allra glæpa eru unnir af fólki 18 ára og yngri? ... þú notar 72 mismunandi vöðva þegar þú talar? ... kókoshnetur drepa yfir 150 manns árlega (fleiri en hákarlar)? ... Ísland var fyrsta landið til að leyfa fóstureyðingar (árið 1935)? ... yfir 50 svín léku Babe? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Ung móðir var að segja vinkonu sinni frá syni sínum. „Hann Óli minn er nú orðinn tveggja ára og hann er búinn að ganga síðan hann var níu mánaða.“ Vinkonan rak upp stór augu: „Þú segir ekki! Blessaður drengurinn, ósköp hlýtur hann að vera orðinn þreyttur!“ Krossgáta SNORRI STEINN KRISTJÁNSSON -Já, já, en ég er ekki alveg viss hver er uppáhalds bókin. GUÐNI FREYR KÁRASON -Já, og Syrpur eru skemmtilegastar. EMELÍANA LILLÝ GUÐBRANDSDÓTTIR -Fjórar Gæsahúðarbækur og eina þykka sem heitir Rottuborgari. Hún er skemmtilegust. Tortilla vefjur, BBQ rif og Silvíukaka FORRÉTTUR Tortilla vefjur 400 g rjómaostur 1 lítill púrrulaukur 1 lítil rauð paprika 1 lítið rautt chili (ferskt) 150 g góð skinka 8 tortillakökur Aðferð: Sneiðið púrrulauk fínt, saxið papriku, kjarnhreinsið og fínhakkið chili og skerið skinku smátt. Hrærið öllu saman við rjómaostinn. Smyrjið hrærunni á tortillakökur, rúllið þeim upp og skerið í bita. Mjög gott er að gera þetta daginn áður þar sem þær verða ennþá bragðbetri ef þær eru geymdar í ísskáp yfir nótt AÐALRÉTTUR BBQ rif u.þ.b. 1-3 rif á mann, fer eftir stærð og tegund BBQ sósa salt og pipar Aðferð: Rifin krydduð með salt og pipar og velt uppúr BBQ sósunni. Steikt í ofni á 200°C í u.þ.b. hálf tíma, gæti þurft lengri tíma. Gott að hafa ferskt salat og auka BBQ sósu með. EFTIRRÉTTUR Silvíukaka 2 egg 2 dl sykur MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Þar sem mín ástkæra systir skoraði á mig sem matgæðing, sendi ég mína uppáhalds uppskriftir sem eru bæði mjög einfaldar og mjög góðar,“ segir Guðlaug Ósk Sigurðardóttir frá Hvammstanga sem tekur við keflinu af Sólrúnu Heiðu og Jakobi Inga. Guðlaug skorar á Sylvíu Heru Skúladóttur að reiða fram girnilegar uppskriftir í Feyki. 1 dl vatn 2 dl hveiti 2 tsk lyftiduft Glassúr: 75 gr smjör 1 dl sykur (eða flórsykur) 2 tsk vanillusykur 1 eggjarauða kókosmjöl Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunar- form og bakið í u.þ.b. 30 mínútur. Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við. Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókos- mjöli stráð yfir. Þessi kaka er mjög einföld og mína dætur eru alveg vitlausar í hana. Hún er kláruð um leið og hún er borin á borðið. Verði ykkur að góðu! BRAGI SKÚLASON -Já, margar og Kiddi klaufi er skemmtilegust. Feykir spyr... [SPURT Í 4. BEKK ÁRSKÓLA] Ertu búinn að lesa margar bækur í vetur og áttu þér einhverjar upphalds- bækur? Guðlaug Ósk matreiðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.