Feykir


Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 13.11.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 43 TBL 13. nóvember 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Björgunarsveitin Húnar Ferðafólk í vanda Björgunarsveitin Húnar á Hvamms- tanga var kölluð út af Neyðarlínunni helgina sem leið til aðstoðar mönnum sem höfðu lent í vandræðum í Búðará í Húnaþingi vestra. Mennirnir þrír voru orðnir slæptir og blautir eftir að hafa reynt að losa bílinn. Samkvæmt vef björgunarsveitarinnar var farið á tveimur bílum þar sem ekki þótti rétt að fara einbíla svo langa leið, á einn afskekktasta stað í Húnaþingi vestra, við þær aðstæður sem þá voru. „Okkar menn voru rúma þrjá tíma að komast að bílnum og gekk vel að losa bílinn. Var mönnunum síðan fylgt aftur til byggða,“ segir loks á vefnum. /BÞ BÚBÓT 15% afsláttur af innimálningu frá Málningu hf. frá fimmtudeginum 13. og út nóvember Sérfræðingur frá Málningu hf. verður til viðtals milli kl. 13 og 18 fimmtudag 13. nóv. og föstudag 14. nóv. Kíktu á Eyrina þar er margt að sjá! ...á að m ála og gera fínt fyrir jólin ? Þá ættiru að kíkja á þ etta! Bíllinn í Búðará. MYND: ÆVAR SMÁRI Hvað ertu með á prjónunum? Svana Sigtryggsdóttir á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra Fékk hugmyndina frá fyrsta barnabarninu HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is Svana Sigtryggsdóttir tók við áskorun Báru Garðarsdóttur á Hvammstanga og hún ætlar að segja frá því hvað hún hefur verið að vinna að í höndunum undanfarið. -Ég hef verið að mála stafi, það er alltaf spurt svolítið eftir þeim fyrir jólin. Eins hef ég verið að prjóna vettlinga í jólagjafir handa barnabörnunum. Það læð- ast alltaf einhverjar prjónavörur með í jóla- og afmælis- pökkunum og barnabörnin fylgjast alltaf vel með hvað ég er að gera. Hugmyndina að stöfunum fékk ég hjá fyrsta barnabarninu. Hann hafði fengið nafnið sitt að gjöf og svo tapaðist einn stafurinn. Þá ákvað ég að prófa að gera svipaða stafi og endaði á því að útbúa allt stafrófið. Ég mála stafina í þeim lit sem óskað er eftir og er komin með gott safn af mynstri á þá. Sumir vilja stafi með fótboltamynstri, aðrir Hello Kitty eða eitthvað annað sem hentar. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Ef að fólk er ánægt með það sem ég geri handa því er ég ánægð. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég hef gripið í prjónana frá því að ég var um tvítugt. Ég byrjaði á stöfunum fyrir 11-12 árum síðan. Ég sé oft eitthvað sem mér líst vel á og verð að prófa hvort ég geti gert eitthvað svipað. Mér finnst mjög gott að vera með næg verkefni og fjölbreytt. Ég er oft að vinna að tveimur til þremur verkefnum í einu því það getur verið gott að breyta aðeins til. Eitthvað sem þú vilt bæta við? -Ég ætla að skora á Kristínu Ólöfu Þórarinsdóttur aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra en hún er mjög afkastamikil prjónakona. Sýnishorn af handverki Svönu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.