Feykir


Feykir - 22.01.2015, Side 6

Feykir - 22.01.2015, Side 6
6 3/2015 Hvað ertu með á prjónunum? Sigríður Pétursdóttir á Sauðárkróki „Stundum spurð hvort ég sé í upp- rekstrarfélaginu“ HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is -Handverk er mjög gott fyrir huga og hönd. Eitt sinn sem oftar er ég þurfti að leggjast á sjúkrahús tók ég prjónakörfuna með. Góður læknir sagði við þá sem voru með henni á stofugangi: „Sjáið piltar, þessi kona er með lyfin sín með sér og benti á prjónakörfuna. Hvað ungur nemur gamall temur! Ég lærði mjög ung að prjóna hjá móðurömmu minni og í dag er það uppáhalds iðja mín. Ólíkt hef ég það nú huggulegra en hún amma, ég sit í Lazyboy stól með skammel undir fótunum en hún sat alltaf á kofforti, kanske var teppi eða púði ofan á því. Gamla vildi að barnið gerði vel og þurfti oft að rekja upp. Síðan lærði ég hjá Ásbjörgu Jóhannsdóttur og ég man eftir að einhverju sinni þóttist ég ánægð með verkið en Ásbjörg segir við mig: „Þú lætur -Ég man helst eftir herrapeysu með hettu sem ég prjónaði fyrir Nýsjálending og hafði bara húfuna hans til að vinna munstur eftir. Best var hvað hann var alsæll með peysuna, segir Sigríður sem klæðist peysunni á meðfylgjandi mynd. þetta ekki svona frá þér!“ – „Hvað á ég að gera?“ spyr ég. – „Þú rekur þetta upp og gerir betur,“ sem ég gerði svo. Á heimilinu hef ég verið spurð hvort ég sé í upprekstrarfélaginu en hvað með það ef hægt er að gera betur. Núna er ég að undirbúa fyrir sumarið en ég sel prjónlesið mitt í Alþýðulist. Læt ég nú þessu blaðri lokið og bendi á Guðbjörgu Hraundal sem er mjög fjölhæf handverkskona. Félag harmonikuunnenda í Skagafirði óskar öllum félögum, og velunnurum gleðilegs árs, þökkum fyrir liðið ár. Þökkum sérstaklega Menningarráði Norðurlands vestra, Kaupfélagi Skagfirðinga, Sparisjóði Skagafjarðar, Arion banka og Landsbanka fyrir styrkveitingar á síðasta ári 2014, vegna uppsetningar á skemmtidagskrá Manstu gamla daga. Stjórn F.H.S.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.