Feykir


Feykir - 01.04.2015, Qupperneq 4

Feykir - 01.04.2015, Qupperneq 4
4 13/2015 að þeir hljóti að hafa valið vel í upphafi. Óskar segir börnin þeirra, Erlu Malen, Björn Elvar og Þorstein Mána, ekki hafa lagt sönginn fyrir sig þó þau fari létt með að syngja. „Þetta átti aldrei að verða neitt“ Óskar hleypti heimdraganum nítján ára gamall og flutti til Akureyrar. Hann er bifvélavirki að mennt og hefur starfað við þá iðn nánast óslitið frá námslokum. Hann segir að í dag sé hann „svona fiftí-fiftí“ í söngnum og bílaviðgerðum. Núorðið gerir hann mest upp gamla bíla fyrir aðra – „ég er svona hálfgerður Bjössi Sverris, Skagfirðingar skilja það,“ segir hann og hlær. Hann er sjálfstætt starfandi, „enda getur ekki nokkur maður haft mig í vinnu, ég þarf alltaf að vera að stelast frá í þetta gaul.“ Ævintýrið um Álftagerðis- bræður hófst árið 1987 og móðir þeirra fékk þá Gísla, Óskar, Pétur og Sigfús til að syngja við útför föður þeirra. „Það var í fyrsta sinn sem við komum fjórir saman og sungum o p i n b e r l e g a . Þetta átti aldrei að verða neitt meira, þetta bara gerðist eins og sumir hlutir. Það hafa aldrei verið neinar áætlanir í gangi eða neitt slíkt.“ Þrátt fyrir það hafa þeir bræður nokkurs konar umboðsmann, sem er Ingibjörg, kona Gísla. „Hún hefur haldið utan um praktíska hluti fyrir okkur, fjármál og slíkt, enda höfum við aldrei kunnað með fé að fara, nema þá helst Gísli sem er rollubóndi,“ segir Óskar. Fram kemur að Gísli er einnig sá eini þeirra sem er hestamaður. „Það er nóg af meðalmennskunni í þeirri grein þó að við bætumst ekki við.“ Það líður ekki sú vika að Óskar komi ekki einhvers staðar fram, með bræðrum sínum eða öðrum tónlistarmönnum. „Ég er mikið að jarða menn,“ segir hann. „Ég kem reglulega í Skagafjörðinn til að kveða menn niður. Við erum bókaðir í jarðarfarir langt fram í tímann, ekki kannski dagsettar. En eins og Pétur bróðir segir þá þurfa þeir sem ætla að bóka okkur fram í tímann að gera það fljótlega, við erum farnir að eldast sjálfir.“ Hér má skjóta að vísu sem Kristján frá Gilhaga orti um ástand þeirra bræðra: Við ellina skilgreinum ekki með vigt oft fer að bresta í hljómum við titring í hnjánum, tíða gigt og tennur í skröltandi gómum. Ekkert að apa eftir þeim fyrir sunnan Frá opnun Menningarhússins Hofs á Akureyri hefur Óskar haldið þar tónleika á laugardeginum fyrir páska. Hefur hann þá boðið til sín gestum og haft hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar með sér. „Nú ætla ég að halda upp á afmælið hans í leiðinni og flytja hans músík. Það má geta þess að ég er ekkert að apa eftir þeim þarna fyrir sunnan, því ég var búin að biðja um þetta áður en var farið að tala um að haldið yrði svona hraustlega upp á afmæli Gunnars þar.“ Þeir sem munu aðstoða Óskar við að heiðra Gunnar eru m.a. Egill Ólafsson, Harpa B i r g i s d ó t t i r, Hjalti Jónsson og dúettinn Þú og ég, sem Helga Möller og Jóhann Helgason skipa. „Ég byrjaði nefnilega á öfugum enda,“ útskýrir Óskar þegar hann nefnir dúettinn, „ég byrjaði í karlakór en nú er ég kominn í diskóið. Mágur minn, Birgir Sveinbjörnsson, fyrrverandi útvarpsmaður úr Sagnaslóð, verður kynnir. Hann er ferlega fyndinn og lúmskur sögu- maður.“ Óskar er hógvær þegar spurt er um miðasöluna og segir hana fara vel af stað. „Svo verðum við bræður í Hörpunni í byrjun maí og mér skilst að hún sé að verða full,“ bætir hann við. Í fyrra var uppselt á tónleika þeirra bræðra í Hörpunni og bætt við aukatónleikum. Óskar segir þó meira en að segja það „að fylla þetta gímald,“ og á þar við Eldborgarsalinn sem tekur um 1300 manns í sæti. Sögumaður á þeim tónleikum verður Hjálmar Jónsson núver- andi Dómkirkjuprestur og fyrrverandi sóknarprestur á Sauðárkróki. „Við ætlum aðeins að stikla á stóru yfir ferilinn. Hann kann nú ýmsar sögur Óskar er fæddur á Sauðárkróki á jóladag árið 1953 og uppalinn í Álftagerði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, „í torfkofa við misjafnar aðstæður og ofbeldi eldri bræðra,“ eins og hann kemst að orði. Að vanda er stutt í grínið hjá Óskari sem er yngstur í hópi sex systkina, en hann segir að það vilji sér til happs að muna lítið eftir þessum tíma. Í systkinahópnum eru fimm bræður og ein systir. Aðspurður um hlutskipti systurinnar Herdísar er Óskar snöggur til svars: „Hún valtar ævinlega yfir okkur. Hún naut forréttinda, var prinsessa með VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir stóru péi.“ En í sárabætur fyrir systurina Herdísi orti Stefán Vilhjálmsson: Þó hún sjaldan syngi víst og sé í hópi mæðra. Er hún Dísa ekki síst Álftagerðisbræðra. Elsti bróðirinn, Ólafur, var bóndi í Álftagerði en er nú látinn. Hann söng um tíma með Karlakórnum Heimi en var hættur því þegar hinir bræðurnir fjórir fóru að syngja saman opinberlega. Það er klassískt að spyrja tónlistarmenn: „Var mikið sungið á þínu heimili?“ og ljóst að svo var í Álftagerði. Haldnar voru kóræfingar heima í stofu og orgelið flutt milli bæja. Faðir Óskars var frá Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu. „Hann rölti gjarnan yfir úr Svartárdalnum, með harmónikku á bakinu og spilaði á böllum. Og þetta eru afleiðingarnar. Þetta er allt harmónikkunni að kenna!“ útskýrir Óskar, en móðir hans Sigrún var heimasæta í Álftagerði og hitti hinn unga harmónikkuleikara á balli. Óskar er giftur Jónínu Svein- björnsdóttur frá Hauganesi við Eyjafjörð og eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barna- börn. „Ég hangi alltaf með sömu kellingunni. En við bræður erum nú hálfgerð fyrirbæri, þeir okkar sem eiga kellingar á annað borð eru alltaf með þær sömu,“ segir Óskar brosandi og tekur undir það sjónarmið blaðamanns Við erum bókaðir í jarðarfarir langt fram í tímann, ekki kannski dagsettar. En eins og Pétur bróðir segir þá þurfa þeir sem ætla að bóka okkur fram í tímann að gera það fljótlega, við erum farnir að eldast sjálfir.“ Óskar Pétursson frá Álftagerði skiptir vinnuvikunni milli söngsins og bílaviðgerða Söngvarann og bifvélavirkjann Óskar Pétursson frá Álftagerði í Skagafirði þarf vart að kynna fyrir lesendum Feykis, þrátt fyrir að hann hafi verið búsettur á Akureyri í rúm 40 ár. Óskar er löngu orðinn landsþekktur sem einn af Álftagerðisbræðrunum og sem einsöngvari. Hann tekur hvorki sjálfan sig, söngferilinn né lífið of alvarlega. Það var enda stutt í græskulaust gaman þegar blaðamaður Feykis hitti Óskar yfir kaffibolla á laugardagsmorgni fyrir skemmstu. Gæti ekki án söngsins verið Óskar í góðum gír á skemmtun í Miðgarði síðastliðið haust. MYND: ÓAB

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.