Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 2
2 19/2015 Einelti og andlegt ofbeldi hefur verið mjög til umræðu í samfélagsmiðlum og er það vel. Ungt fólk sem stigið hefur fram að undanförnu og vakið athygli á slíku vekur aðdáun mína og raunar hrífst ég ævinlega af því þegar fólk kýs að deila erfiðri lífs- reynslu, hvort sem hún er tilkomin vegna ofbeldis, veikinda eða missis af einhverju tagi, eða af öðrum völdum, í því skyni að hjálpa öðrum. En gagnsemi samfélagsmiðla í þessu tilliti getur líka snúist upp í andhverfu sína. Oftar en ekki fara nettröllin offari og gerandinn, sem á í mörgum tilfellum bágt líka, er „tekinn af lífi“ og dæmdur hart, á þann hátt að sá gjörningur er oft farinn að nálgast það að vera jafn slæmur og framkoma hins upphaflega geranda. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ segir einhvers staðar og á sú speki alltaf jafn vel við þó gömul sé. Það er líka svo að þegar við setjumst í dómarasæti gagnvart náunganum þá höfum við ekki öll dómsskjölin í höndunum. Gæti til dæmis ekki eitthvað verið að hjá nágrannanum sem hefur ekki slegið garðinn sinn í allt sumar? Eða konunni sem fór yfir strikið á barnum og dansaði upp á borðum? Og af hverju eru Jón og Gunna í útlöndum þó þau hafi ekki getað borgað rafmagnsreikninginn? Hvað veldur því að fólk hugsar illa um dýrin sín eða jafnvel börnin sín? Kemur okkur þetta yfirhöfuð við? Ættum við ekki oftar að huga að bjálkanum í eigin auga en flísinni í auga náungans? Kannski getum við meira að segja hjálpað náunganum í stað þess að dæma hann. Þó ekki væri nema að senda honum örlítið bros út í daginn. Slíkt getur dimmu í dagsljós breytt. Og ekki veitir nú af á þessu kalda vori þar sem verkföll og verðbólguspár eru í algleymingi og erfitt getur reynst að sjá til sólar bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Með vinsamlegri vorkveðju Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Sýnum aðgát í nærveru sálar Settu umferðarslys á svið Göbbuðu lögreglu og neyðarlið Í mars sl. voru tvær ungar konur sakfelldar fyrir tilraun til fjársvika og að hafa gabbað lögreglu og annað neyðarlið með því að hafa í félagi, þann 4. júní 2011, sett á svið umferðarslys rétt norðan við brúna yfir Miklagil á Holtavörðuheiði, í því skyni að svíkja út vátryggingabætur. Málið var tekið fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur 2. mars. Í dómnum segir að þær hafi vísvitandi ekið bifreiðinni utan vegar, „gabbað lögreglu og annað neyðarlið er ein ákærða [...] hringdi í Neyðarlínuna 112 og óskaði eftir sjúkrabíl þar sem þörf væri á skjótri neyðaraðstoð vegna alvarlegs bílslyss en hún gerði viðmælanda sínum sér- staklega kunnugt um að ákærða [...] væri barnshafandi og gat þess m.a. að það væri farið „að blæða út um allt“. Á meðan á símtalinu stóð létu báðar ákærðu sem þær væru í mikilli geðs- hræringu af völdum slyssins.“ Lögreglu- og sjúkrabifreiðar frá Hvammstanga, Blönduósi og Búðardal voru sendar á staðinn. Þar sem önnur konan var barnshafandi ákvað læknir á vettvangi að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flýta fyrir flutningi á slysadeild. Samningur um dreifnám endurnýjaður Húnaþing vestra Í fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá 19. maí sl. segir að Sveitarstjórn fagni nýgerðum samningi vegna Dreifnáms í Húnaþingi vestra. „Dreifnámið er samfélaginu í Húnaþingi vestra afar mikilvægt. Með því er unga fólkinu gert kleift að vera lengur heima en annars með þeim fjárhagslega og félags- lega ávinningi sem af því hlýst,“ segir í fundargerð. Það fjárframlag sem ætlað er til dreifnámsins frá ríkinu stendur ekki straum af öllum kostnaði við rekstur þess. Á árinu 2015 styður sveitarfélagið Húnaþing vestra við starf dreifnámsins með fjárframlagi í kringum 6 milljónir króna auk þess að niðurgreiða hádegismat til nemenda. „Sveitarfélagið hefur stutt starf dreifnámsins með líkum hætti frá upphafi og kostaði auk þess standsetningu húsnæðis dreifnámsins og kaup á nauðsynlegum búnaði ásamt fyrirtækjum og félagssamtökum í Húnaþingi vestra. Einnig er vakin á því athygli að þó svo að samningurinn gildi til ársloka 2019 eru í honum ákvæði um lágmarksfjölda nemenda. Það er því afar mikilvægt að foreldrar í sveitarfélaginu hvetji börn sín til að sækja nám í dreifnáminu fyrstu ár framhalds- skólanámsins til að þjónustan haldi áfram að vera í boði fyrir ungmenni í Húnaþingi vestra,“ segir loks í fundargerð. /BÞ Tiltektardagurinn tókst vel Blönduós Tiltektardagur var á Blöndu- ósi í síðustu viku og voru íbúar hvattir til að taka til hendinni og gera bæinn fallegri. Sérstök opnun var í Endur- vinnslustöðinni og á Húna.is segir að bæjarbúar hafi tekið vel við sér þrátt fyrir að veður- guðirnir hafi ekki verið í sér- staklega góðu skapi þennan dag. Bæjarstjórn Blönduóss bauð upp á grillað lambakjöt frá SAH Afurðum, pylsur og meðlæti í félagsheimilinu og þangað mættu mjög margir eftir gott dagsverk. „Vonandi verður þetta endurtekið að ári en bæjarbúar eru hvattir til að halda áfram að halda bænum snyrtilegum og fínum þrátt fyrir að tiltektar- dagurinn sé liðinn,“ segir í frétt Húna.is. /BÞ „Komist [var] að þeirri niðurstöðu að ákærðu hefðu sviðsett umferðarslysið og meðal annars vitnað í læknisvottorð. Í þeim vottorðum kemur fram að ákærðu höfðu ekki slasast og eini áverkinn sem þær báru var skurður á enni hvorrar þeirra. Skurðirnir líktust ekki skurðum er menn fá í slysum heldur var eins og þeir hefðu verið skornir með hníf eða einhverjum öðrum egghvössum hlut,“ segir í dómn- um. Ákærðu voru hvor um sig dæmdar til að sæta 6 mánaða fangelsi bundið skilorði, eins og í dómsorði segir. Auk þess voru þær dæmdar til að greiða óskipt sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. /BÞ Rekstrarniðurstaða jákvæð um 126,7 milljónir Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar Ársreikningur ársins 2014 var samþykktur við síðari umræðu í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku. Niðurstaða rekstrar A og B hluta sveitarsjóðs er jákvæð um 126,7 milljónir króna. Rekstrartekjur voru í heildina 3,9 miljarðar króna og hækkuðu þær aðeins um 0,8% á milli ára. Rekstrarútgjöld önnur en fjármagnsliðir hækkuðu um 9,3% og námu samtals 3,6 milljörðum króna. millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 1.011 millj. króna. Í 64. gr. nýrra sveitarstjórnar- laga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbinding- ar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga hluta lífeyrisskuldbind- inga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Svf. Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2014, 143% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum og skuldbind- ingum sem heimilað er. /KSE Laun og launatengd gjöld voru 2.105 milljónir króna á árinu 2014 og hækkaði þessi rekstrarliður um 6,4% frá árinu 2013 sem rekja má til kjarasamn- ingshækkana launa. Fjárfestinga- hreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2014, 471 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varan- legum rekstrarfjármunum 482 millj. króna. Afborganir lang- tímalána námu 525 millj. króna, handbært fé lækkaði um 62 millj. króna á árinu og nam það 12 Samningur undirritaður um Fræðslustjóra að láni Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitamennt og Farskólinn Á þriðjudaginn í síðustu viku skrifuðu Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitamennt og Farskólinn-Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra undir samning um „fræðslustjóra að láni“ til sveitarfélagsins. Verkefnið er þegar hafið og að sögn Bryndísar Þráinsdóttur, forstöðumanns Farskólans, lýkur því nú fyrir sumarfrí. Í verkefninu felst að Farskólinn sendir svokallaðan Markviss ráðgjafa til að greina þarfir sveitarfélagsins um sí- og endurmenntun og unnin er áætlun út frá þarfagreiningunni. Að verkefninu koma þrír starfsmenn frá Farskólanum. /KSE F.v.: Bryndís Þráinsdóttir, Farskólanum, Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri Kjalar og Kristín Njálsdóttir frá Sveitamennt. MYND: FARSKÓLINN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.