Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 3
19/2015 3 FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000 Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verður slitið laugardaginn 23. maí kl. 13:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Allir velunnarar skólans velkomnir. Skólameistari Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Skemmtun í tali og tónum Sýningar verða sem hér segir: Bifröst á Sauðárkróki 27. maí kl. 20:30 Bifröst á Sauðárkróki 28. maí kl. 20:30 Bifröst á Sauðárkróki 2. júní kl. 20:30 Höfðaborg Hofsósi 3. júní kl. 20:30 Sögusviðið: Skagafjörður 1955 til 1958. Dægurlögin, tíðarandinn og sögur af fólkinu. Aðgangseyrir kr. 2.500. -Ath. kort ekki tekin. Miðapantanir í símum: 453 5304, 891 6120 Gunnar / 868 1875 Ragnheiður / 899 6271 Sigríður Sögumaður: Björn Björnsson Söngvarar: Guðrún Jónsdóttir, Róbert Óttarsson Hljómsveit: Aðalsteinn Ísfjörð, Jón St. Gíslason, Sigfús Benediktsson, Margeir Friðriksson, Jóhann Friðriksson og Guðmundur Ragnarsson Skokkið fer af stað í tuttugasta sinn Skokkhópurinn á Sauðárkróki Skokkhópurinn á Sauðárkróki fer af stað þann 26. maí nk. en þetta er 20. sumarið sem hópurinn skokkar saman. „Endilega komið og verið með, það kostar ekkert að mæta og prófa,“ sagði Árni Stefánsson, sem heldur utan um hópinn, í samtali við Feyki. Vakin skal athygli á því að hlaup eru ekki skilyrði fyrir þátttöku, því hægt er að ganga, skokka, hjóla, hafa með sér barnakerrur og börn, í bakpoka, á hjóli eða gangandi. Þetta er því kjörin fjölskyldusamvera og ávallt eru fundnar leiðir og æfingar við hæfi hvers og eins. Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 17:30-18:30 en á laugar- dags-morgnum klukkan 9. Verð fyrir þátttöku allt sumarið er kr. 15.000 og veittur er fjölskyldu- afsláttur. Af þátttökugjaldi renna ávallt 1.000 krónur til góðs málefnis. Hópurinn hittist hjá sundlauginni og jafnan er lagt upp þaðan. Lögð er áhersla á fjör og létta stemningu. Ávallt er farið varlega af stað með byrjendur og æfingin sniðin að þörfum hvers og eins. Árni gefur nánari upplýsingar í síma 864 3959. /BÞ Frá Króksbrautarhlaupi. MYND: ÓAB Viðsnúningur í rekstri á Skagaströnd Svf. Skagaströnd Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana Svf. Skagastrandar var samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. Í fundargerð kemur fram að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið neikvæð um 18,8 millj.kr. sem er viðsnúningur frá árinu 2013, en þá var 66,3 millj.kr. jákvæð afkoma af rekstrinum. Eigið fé í árslok nam 1.190 millj.kr. og eiginfjárhlutfallið var 72,9% í lok árs 2014, sbr. 72,0% árið 2013. Í ársreikningi kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 526 millj.kr. og hafa lækkað um 2,1% milli ára. Rekstrargjöld samstæðu námu 560 millj.kr. en voru 480,8 millj. kr. 2013. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er 8,2 millj.kr. lakari en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir en áætluð rekstrarafkoma ársins var neikvæð um 10,5 millj.kr. Veltufjárhlutfall samstæð- unnar nam 12,37 en var 8,65 í árslok 2013. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 32,4 millj.kr. og handbært fé til rekstrar nam 2,2 millj.kr. Handbært fé samstæðunnar nam 439,9 millj.kr. í árslok auk 158 millj.kr. skammtímaverð- bréfaeignar en handbært fé var 520,8 millj.kr.í árslok 2013 og þá nam skammtímaverðbréfa- eign 169,3 millj.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. /BÞ Endurbætur á íþróttavelli Á vefnum huni.is er sagt frá því að undirbúningur sé hafinn fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi í sumar. Í síðustu viku hófst Blönduósbær handa við að lagfæra langstökksbrautina á íþróttavellinum. Verður langstökksbrautin endurnýjuð og gryfjur settar í bæði norður- og suðurenda hennar. Þá verður hlaupa- brautin löguð og fleiri endurbætur gerðar á vell- inum. Landsmótið verður haldið helgina 26. – 28. júní. /KSE Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi Með minnst atvinnuleysi Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnu- markaði í mars 2015 var atvinnuleysi minnst á landsvísu á Norðurlandi vestra í marsmánuði. Mældist atvinnuleysi í landshlutanum 2,3% en að meðaltali voru 78 einstaklingar atvinnulausir í landshlutanum í mars. Næst á eftir Norðurlandi vestra kom Vesturland með 2,5% atvinnuleysi en mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum eða 5,6%. Í lok marsmánaðar voru alls 82 án atvinnu, þar af 16 í Blönduós- bæ, 5 í Húnavatnshreppi, 19 í Húnaþingi vestra, 1 í Skagabyggð, 35 í Skagafirði og 6 á Skagaströnd. Enginn var á atvinnuleysisskrá í Akrahreppi. Að meðaltali var atvinnuleysi 1,9% á Norðurlandi vestra frá apríl 2014 fram í mars 2015, mest í febrúar sl. og mældist þá 2,7%. /KSE Norðurland vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.