Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 7
19/2015 7 Ætlunin að gera störf fatlaðs fólks sýnilegri „Dagur góðra verka“ er kynningarátak Hlutverks sem fram fer á starfsstöðvum um allt land á morgun, föstudaginn 22. maí. Hlutverk eru samtök um vinnu- og verkþjálfun á Íslandi sem mynda einskonar regnhlíf utan um iðjur, hæfingarstöðvar og vinnu- og verkþjálfunarstaði á landinu. Þeim er m.a. ætlað að gæta hagsmuna sambandsaðila og stuðla að góðu samstarfi og samskiptum fyrirtækja og stofnana innan sambandsins. Einnig að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki, stofnanir og félög, innanlands sem utan, í upplýsinga- og fræðsluskyni varðandi atvinnumál fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda. Síðast en ekki síst að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun, hæfingu og endurhæfingu til starfa á vinnumarkaði. „Að sögn Jónínu Gunnarsdóttur hjá Iðju á Sauðárkróki funda stjórn og fulltrúar sambandsaðilanna reglulega um þau málefni sem snúa að atvinnumálum fatlaðs fólks og ýmis önnur mál sem brenna á þeim. „Einkunnarorð samtakanna eru: „Vinna, virðing og vellíðan“ og hafa þau merki sem stendur fyrir það mikilvæga hlutverk og starf sem fram fer á vinnu og hæfingarstöðvunum,“ segir hún. „Þið sjáið þetta merki víða í verslunum og stöðum sem bjóða upp á vörur sem eru ýmist framleiddar eða pakkað á vinnustöðum fatlaðs fólks. Má t.d. nefna ýmsar skrifstofuvörur frá Múlalundi, vörur frá Blindravinnu- stofunni, Heimaey kertaverk- smiðju, Plastiðjunni Bjargi-Iðju- lundi og mörgum fleiri stöðum,“ útskýrir Jónína. Jónína segir sambandsaðila að Hlutverki vera 27 og munu þeir allir taka þátt í kynningarátakinu á morgun, t.d. með því að opna hús sín og gera starfsemina sýnilega í nær umhverfinu. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg starfssemi hjá þessum 27 sambandsaðilum. Þrátt fyrir mikið samstarf eru staðirnir afar ólíkir og hefur hver sambandsaðili sína sérstöðu,“ segir Jónína. Hjá Iðju á Sauðárkróki verður opið milli kl. 13:00 og 16:00. „Fólki gefst tækifæri á að koma og kynna sér starfsemina, spjalla, fá sér kaffi eða kakó og svo verður vöfflujárnið hitað í tilefni dagsins. „Við munum einnig segja frá öðrum stöðum og samstarfi okkar á milli.“ Skemmtilegt samstarfs- verkefni við fjölnota poka Notendur Iðju á Sauðárkróki eru fimmtán en fastir starfsmenn eða leiðbeinendur eru fimm. „Svo erum við með auka fólk á okkar snærum eins og í reiðþjálfun Dagur góðra verka á morgun Notendur Iðju á góðri stund í júní 2014. MYND: BÞ fatlaðra,“ nefnir Jónína og segir góða og bjarta tíma framundan. „Á vorin þegar við höfum lokið undirbúningi fyrir Landsbanka- sýninguna í Sæluvikunni höfum við farið svolítið í annan gír. Við lokum í tvær vikur og starfsmenn, leið- beinendur og notendur skiptast á að taka sitt sumarfrí. Venja er að fara í vor- eða sumarferð sem er dagsferð í lok maí eða byrjun júní. Síðasta sumar fórum við á t.d. Hvammstanga og heimsóttum vini okkar þar. Hvert ferðinni verður heitið þetta árið er leyndarmál enda er það óvissuferð,“ segir Jónína og brosir. „Svo má ekki gleyma því að við flytjum, vonandi á þessu ári, í annað húsnæði en verið er að vinna í að gera upp gamla leikskólann í Sæmundarhlíð sem verður að Iðju. Það ríkir mikil tilhlökkun í hópnum okkar,“ bætir hún við. Að lokum berst talið að skemmtilegu samvinnuverkefni Fjöliðjunnar í Borgarnesi, Iðju á Sauðárkróki og Iðju á Siglufirði. „Í stuttu máli sagt varð úr að Fjöliðjufólk í Borgarnesi og Iðjufólk á Siglufirði saumar fjölnota taupoka, sendir Iðjufólki hér á Sauðárkróki sem stenslar og skreytir ef þeim líst svo á að þurfi, klippir lausa enda, straujar, merkir og pakkar. Síðan verða pokarnir sendir vestur á Hólmavík, í Leikskólann Lækjar- brekku, en nemendur þar munu færa öllum heimilum á staðnum pokana að gjöf til að stuðla að plastpokalausri Strandabyggð,“ segir Jónína. Verkefnið er liður í Grænfánaverkefni leikskólans, sem fékk í það styrki. Þess má geta að efnin sem notuð eru í pokana eru gömul gardínuefni, sængurver og slíkt, sem fólk er hætt að nota og upp á vegg. Ég hef líka látið prenta teikningar á boli fyrir börn og fullorðna. Þar af auki hef ég gert heilan helling af armböndum úr plastperlum, sem er hægt að setja saman í öllum regnbogans litum í einhverjum sinfóníum sem passa við allt. Arnlaug Borgþórsdóttir, mágkona mín, er leirlistakona og virkilega flink, og við erum – í hjáverkum og yfir hafið – að prófa okkur áfram með sameiginlega hönnun og framleiðslu. Ég er mjög spennt fyrir því.“ En hvað er það besta við vinnuna? Jú, það er útrásin sem Áslaug fær fyrir sköpunargleði og fram- kvæmdagleði. Að fá tekjur, ef vel tekst til, af því sem henni finnst skemmtilegt að fást við er frábær kostur og hefur gefið stöðunum til að vinna úr. Vantar verkefni fyrir notendur Iðju „Þetta er alveg einstaklega skemmtilegt samstarfsverkefni og allir glaðir að geta átt hlutdeild í því. Það er von okkar að þetta geti haldið áfram og fleiri aðilar sjái sér leik á borði og panti hjá okkur sambandsaðilum poka. Svo er annað sem skiptir miklu máli í þessu sambandi og það er að hafa „hlutverk“ í samfélaginu. Við höfum misst verkefni frá okkur því tímarnir breytast og tækninni fleygir fram,“ segir Jónína. Hún nefnir sem dæmi að nokkrir af notendum Iðju hafi getað bundið lykkjur á spyrðubönd fyrir Fisk Seafood, en þegar þurrkhúsið var komið í gagnið urðu böndin óþörf. „Okkur hefur alveg sárlega vantað vinnuverkefni fyrir Iðju hér á Sauðárkróki og langar okkur að biðla til forsvarsmanna fyrirtækja í Skagafirði að athuga hvort ekki leynist lítil og/eða stór verkefni sem fólkið okkar í Iðju gæti unnið. Einnig vantar alltaf verkefni/störf fyrir fólkið okkar sem er í Atvinnu með stuðningi eða AMS. Við vonum að sem flestir hafi tækifæri til að koma til okkar og kynnast starfsseminni og síðast en ekki síst eiga góða stund með okkur í Iðju,“ segir Jónína að lokum. /KSE Upplýsingar um sambandsaðila, vörur og þjónustu má sjá á heimasíðu samtakanna, www.hlutverk.is. Einnig eru góðar upplýsingar og myndir á fésbókarsíðu samtakanna. einnig finnst henni dásamlegt að hafa það vald að allt sem hún sendir frá sér er eitthvað sem hún sjálf kann að meta. „Laugurnar eru á leiðinni!“ Sala á vörunum er ekki byrjuð fyrir alvöru, en mest hefur hún verið í gegnum vini Áslaugar og vandamenn og eitthvað hefur ratað heim til Íslands og á Krók. „Ég er mjög stolt af því og finnst rosalega gaman að heyra af hinum og þessum sem eru komnir í bol með teikningu eftir mig, eiga skartgripi sem ég hef búið til eða eru búnir að hengja upp fallegan platta.“ Það er nóg á prjónunum og margt spennandi framundan hjá Áslaugu, en núna er hún að vinna að því að byggja upp lager, svo hún geti selt án þess að það verði uppselt um leið. Næsta skref er svo að koma vörunum á netið og í eina eða tvær búðir. „Svo hef ég það markmið að taka þátt í sýningunni „Handverk og hönnun“ í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember með Arnlaugu mágkonu minni. Við höfum oft talað um það – en í ár skal verða af því! „Laugurnar“ eru á leiðinni!“ segir Áslaug en bætir við: „Annars eru mörg ný viðfangsefni eins og bókhald, virðisaukaskattur og markaðsvæðing sem ég veit lítið sem ekkert um.“ Aðspurð hvort Áslaug vilji segja eitthvað að lokum svarar hún með fallegu ljóði: „Suðurgötudrengurinn Hannes Pé hefur einstaka hæfileika til að skapa myndir úr orðum af Sauðárkróki og landslaginu í Skagafirði – enda þótt margar af þessum myndum séu frá liðnum tíma: Við fjarðarbotn Ó þau sumarkvöld - sælueyjar á vötnum minninganna: Logn sem er í himneskum görðum hlátrar og frjálsleg köll. Rauðberjarunnar í blóma. Reynitré sunnan við gömul hús. Í langri röð koma lötrandi kýrnar inn í þorpið úr blautum mýrunum. Marglit fylging með djúp sveitarinnar í seimdregnum hljóðum. En heimvið bryggjurnar blikar á litla fiska í botntærum sjó. Þeir synda hægt um sal úr dimmgrænum speglum. Ég þarf endilega að spyrja hann hvort ég megi koma þessu ljóði í annað form,“ segir Áslaug að lokum. >> Sjá hönnun Áslaugar á Facebook undir Nebengesjæft Teikningum Áslaugar gefið líf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.