Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 5
19/2015 5 Erfiðara að manna sumarstörf en oft áður Vinnumarkaðurinn á Norðurlandi vestra Toppþjálfarinn Poikola tekur við liði Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Pieti Poikola um að taka við þjálfun meistaraflokks Tindastóls fyrir næsta tímabil. Pieti, sem er margverðlaunaður þjálfari frá Finnlandi, þjálfar einnig danska landsliðið og óhætt að fullyrða að Tindastóls- menn hafi heldur betur gert vel í því að krækja í einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu um þessar mundir. Poikola var ráðinn í fram- haldi af því að Israel Martín, hinum geðþekka spænska þjálfara Tindastóls, bauðst annað spennandi verkefni hjá Bakken Bears í Danmörku. Pieti Poikola er fæddur í Oulu í Finnlandi árið 1977. Hann er verkfræðingur að mennt en hefur starfað sem körfuknattleiksþjálfari at- vinnumanna frá árinu 2008. Hann var leikmaður í finnsku fyrstu deildinni árin 1992-1996 en hefur þjálfað nær óslitið síðan 1997. Poikola hefur þjálfað efstu deildar lið Tampereen Pyrintö í Finnlandi sex tímabil frá árinu 2008 og á þeim tíma þrívegis gert lið sitt að finnskum meisturum en finnska deildin er gríðarsterk. Hann tók við karlalandsliði Danmerkur árið 2013 og mun þjálfa það áfram. Poikola mun þjálfa meistaraflokk Tindastóls auk þess að stýra unglinga- og drengjaflokkum og kenna við körfuboltaakademíu FNV á Sauðárkróki. Samningur Kkd. Tindastóls við Poikola gildir til eins árs með möguleika á framlengingu. /ÓAB Tap í þremur fyrstu Meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrna karla ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Mfl. Tindastóls tapaði sl. þriðjudagskvöld fyrir Þór á Akureyri með tveimur mörkum gegn engu í Bikarkeppni KSÍ. Liðið sem leikur í 2. deild hefur leikið þrjá leiki það sem af er tímabili og bíða enn eftir fyrsta sigri sumarsins. Leikur Njarðvíkur og Tindastóls fór fram þann 16. maí sunnan heiða sem endaði með því að heimamenn sigruðu 3-1. „Tindastóll komst yfir strax í upphafi leiksins þegar Fannar Freyr Gíslason skoraði en Njarðvíkingar jafna síðan og komast yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þriðja mark Njarðvíkinga kom svo í blá- lokin,“ segir á fb-síðu Stuðn- ingsmanna knattspyrnudeildar Tindastóls. Úrslit leiks Þórsara og Stóla voru 2-0 en þá skoraði Þór bæði mörkin í fyrri hálfleik og markalaust var í þeim síðari. „Bæði mörk Þórsara má rekja til mistaka okkar leikmanna en menn læra af þeim og koma sterkir til baka. Tindastólsliðið var nokkuð heilsteypt í leiknum og spilaði ágætlega. Þetta er allt að koma og nú bíðum við eftir fyrsta sigrinum,“ segir loks á síðunni. /BÞ Byrjunarlið Tindastóls sl. þriðjudagskvöld. MYND: ÓBS Feyki bárust ábendingar um að hægar hefði gengið í ár en oft áður að manna sumarstörf á Norðurlandi vestra. Blaðamaður fór því á stúfana og hafði samband við forsvarsmenn nokkurra sveitarfélaga, ferðaþjónustu- fyrirtækja og annarra stórra vinnustaða sem gjarnan bæta talsverðum fjölda starfs- manna við sig yfir sumar- tímann. Skemmst er frá að segja að þeir sem rætt var við eru almennt sammála um að verr hafi gengið en áður að manna sumarstörfin. Stirðara heldur en stundum áður Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri í Varmahlíð segir að ráðningar þar hafi gengið hægt, en yfir sumartímann þarf að bæta við um þrettán stöðugildum. „Ég byrja á því að reyna að tryggja mér það starfsfólk sem hefur verið áður og ég vil hafa áfram. Í ár auglýsti ég og fannst koma lítið af umsóknum en áður hef ég oft náð að manna með „hausaveiðum“ án þess að auglýsa.“ Svanhildur segir starfs- mennina flesta vera heimamenn eða tengjast svæðinu á einhvern hátt. „Í sumar verður þó hérna par frá Tékklandi. Ég held að það sé í fyrsta sinn sem ég ræð fólk án þess að hafa hitt það eða vita nokkur deili á því. Ég hef heyrt að gangi illa fyrir ungt fólk í Reykjavík að fá vinnu, en það virðist ekki skila sér út á land. Ég kann svo sem ekki skýringu á af hverju þetta er erfiðara í ár en áður, framboðið af störfum hlýtur að vera meira en eftirspurnin,“ sagði Svanhildur. Unga fólkið sækir ekki í vaktavinnu Heilbrigðisstofnunin á Sauðár- króki er stór vinnustaður þar í bæ. Að sögn Herdísar Clausen, sem er yfirhjúkrunarfræðingur með staðarumsjón á Sauðár- króki, þarf að bæta við starfsfólki í rúmlega 30 stöðugildi yfir sumartímann, þegar allt er talið. Hún segir að leitað sé til fagfélaga eftir faglærðu fólki eins og læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Einnig sé auglýst í svæðisbundnum miðlum og á Starfatorgi ásamt því sem stofnunin er í góðu samstarfi við Vinnumála- stofnun á Skagaströnd. „Þetta fór mjög hægt af stað í ár og er alveg í járnum, það er enginn á biðlista hjá mér núna,“ segir Herdís. „Mér finnst þetta hafa verið sérstaklega erfitt í ár, það hljóta að vera fleiri atvinnu- tækifæri en áður, til dæmis í ferðaþjónustu og leikskólanum hér á Króknum, sem hefur ekki auglýst sumarstörf, að minnsta kosti ekki eins mörg og núna.“ Herdís segir heimafólk sem t.d. er í burtu í háskólanámi yfir veturinn skila sér ágætlega heim og m.a. séu læknanemar dug- legir að koma heim og vinna. Hún segist ekki hafa þurft að leita eftir erlendu vinnuafli hingað til. „En unga fólkið er almennt ekki spennt fyrir kvöld- og helgarvinnu. Svo koma svona lægðir ef litlir árgangar koma inn á vinnumarkaðinn, ætli það sé ekki það sem er að gerast núna,“ sagði Herdís ennfremur. Fullmannað í Selasetri Hjá Selasetrinu á Hvammstanga eru aðeins framkvæmdastjóri og sérfræðingar í rannsóknum að störfum yfir vetrartímann, eða þrír starfmenn. Yfir sumartím- ann er bætt við fjórum starfs- mönnum og búið er að fullmanna þær stöður. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri, segir búið að ráða í þær stöður og þar sé um að ræða heimafólk. „Við auglýstum ekki en okkur bárust fjölmargar umsóknir. Við leituðum til Vinnumálastofnunar en því miður voru þar engir aðilar á skrá sem gátu nýtt sér starfið. Krafa er gerð um góða tungu- málakunnáttu og um vaktir er að ræða sem ekki allir geta tekið að sér,“ segir Unnur Valborg. Leitað að tjaldstæðaverði með bílpróf „Hjá Tjöldum í Skagafirði, sem rekur tjaldstæðin á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hofsós, Hólum og svo hópatjaldstæði í Hegranesi, höfum við yfirleitt verið með tvo til þrjás tarfsmen auk okkar eigendanna. Nú vantar enn starfsmann í fullt starf eða tvo í hlutastörf fyrir sumarið,“ segir Hildur Þóra Magnúsdóttir sem á og rekur Tjöldum í Skagafirði. „Við höfum verið að treysta á það að fá fólk með bílpróf og mikla þjónustulund til okkar og oftast höfum við tekið inn 17-25 ára gamla skólakrakka. Við höfum leitað til Vinnumála- stofnunar en þar virtist ekki vera mikið af fólki á skrá sem þetta gæti hentað. Við höfum reyndar ekki auglýst mikið, frekar notað samfélagsmiðla og persónuleg tengsl til þess að leita að fólki. En við myndum gjarnan vilja fá fyrirspurnir svo hægt væri að fylla í þessa stöðu fyrir sumar- törnina,“ sagði Hildur Þóra. Vinnuskólinn fyrirferðarmestur „Yfir vetrartímann er hefðbundin starfsmannaþörf en á sumrin er þörf á sumarfólki þar sem það á við vegna sumarleyfa. Vinnu- skólinn er þar fyrirferðamestur,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Arnar segir að auglýst hafi verið eftir flokkstjórum í Vinnuskóla og eftirspurn virðist vera lítil, svo virðist sem stálpaðir unglingar séu komnir með vinnu annars staðar. Hann segir starfsfólkið að langmestu leyti koma úr héraði og auglýst hafi verið í héraðsblöðum en einnig séu dæmi um að leitað sé til Vinnumálastofnunar. SAMANTEKT kristin@feykir.is Farfugl á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.