Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 6
6 19/2015 Áslaug er dóttir þeirra Ásdísar Hermannsdóttur, kennara í Árskóla, og Árna VIÐTAL Þóra Kristín Þórarinsdóttir Ragnarssonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun. Árni er sonur Ragnars Pálssonar, fyrrverandi útibússtjóra í Búnaðarbankanum, og er þar af leiðandi Dýllari. Áslaug á tvo yngri bræður, Ragnar Pál sem býr í Reykjavík og Björn Magnús sem býr á Hólaveginum á Króknum með fjölskyldu sinni. Ásdís, Árni og börn bjuggu í Árósum í Danmörku fyrstu árin en fluttu svo heim til Íslands sumarið 1976. Eftir eitt ár í Vestmannaeyjum og tvö í Reykjavík fluttu þau á Sauðárkrók haustið 1979. Eftir grunnskólagöngu á Króknum fór Áslaug í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan. Nú eru að verða um 28 ár síðan hún yfirgaf Krókinn, en síðustu ár hefur hún reynt að koma í heimsókn tvisvar á ári. „Það er nú svo merkilegt, að enda þótt ég hafi bara búið á Sauðárkróki í átta ár, þá er Krókurinn enn minn heimabær. Mér finnst alveg hreint óskaplega gott að koma heim og ég sakna bæjarins, fólksins míns og landslagsins á hverjum einasta degi. Börnin mín elska Sauðárkrók og álíta hann paradís á jörð – sem er auðvitað alveg rétt!“ Áslaug nefnir marga kosti þess að búa á Sauðárkróki, en að mörgu leyti fannst henni erfitt að vera krakki á Krók, sérstaklega fyrstu árin, og leið best heima hjá sér eða hjá ömmu Önnu Pálu á Víðigrundinni. „Þar mátti ég vera nákvæmlega eins og ég var og ekkert vesen. Það eru margir kostir við að búa í bæ, þar sem börn geta farið ferða sinna og notið frelsis frá unga aldri – farið sjálf í skóla og tómstundir og á milli húsa eða bara út í náttúruna. Nándin í bæ eins og Sauðárkróki er svo mikil Arkitektinn og Dýllarinn Áslaug S. Árnadóttir hefur búið í Árhúsum undanfarin 25 ár og vinnur nú að því að stofna sitt eigið fyrirtæki þar sem ber nafnið „Nebengesjæft“. Þar gefur hún teikningum sínum líf og notagildi með því að koma þeim yfir á alls kyns varning. Áslaug S. Árnadóttir frá Sauðárkróki stofnar sitt eigið fyrirtæki í Danmörku „Hlutir eiga að vera fallegir og gleðja augað“ Áslaug S. Árnadóttir. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI og það er greiður aðgangur að fólki sem vill manni vel. Það er auðvelt um vik og hægt að redda öllu á parti úr degi – og ef það er ekki til í Kaupfélaginu er það til hjá Bjarna. Eða er það öfugt?“ „Ég hef alltaf elskað fallega hluti“ Áslaug er búsett í Árósum á Jótlandi og hefur búið þar síðan haustið 1992. Hún er gift Dananum Michael Sloth og á með honum tvö börn; Sólbjörgu Áslaugardóttur Sloth og Sven Magnús Áslaugarson Sloth. „Aumingja börnin, en ég varð að leggja Áslaugarnafnið á þau!“ tekur Áslaug fram. Hún hóf nám í Arkitektaskólanum í Árósum, en pabbi hennar fór í sama skóla, og því segist hún kannski ekki hafa verið mjög hugmyndarík í námsvali. En af hverju þessi skóli? „Arkitektanámið og starfið sem arkitekt hefur marga kosti, þar sem námið er frjálst og ekki mjög bóklegt en þeim mun meiri sköpunargleði. Starfið sem arkitekt getur líka verið skapandi og það er hægt að fara margar leiðir með þessa menntun. Auk þess langaði mig alltaf aftur til Danmerkur. Danmörk er yndislegt land og Danir gott fólk sem kunna að láta sér og öðrum líða vel. Hér eru að vísu engin fjöll og það rignir dálítið mikið meira en heima á Íslandi, en aftur á móti eru líka margir dagar þar sem er hægt að vera í sandölum og stuttermabol.“ Þegar blaðamaður spyr hana hvernig hönnunaráhuginn hafi kviknað segist Áslaug ekki getað svarað því. „Ég hef alltaf elskað fallega hluti, alveg sama hvernig þeir hafa orðið til. Hlutir eiga að vera fallegir og gleðja augað, bæði umhverfið, hlutir sem við notum, fötin sem við förum í og það sem við borðum. Eða í það minnsta fallega ljótir.“ Í Arkitektaskólanum sérhæfði Áslaug sig í skipulagi – alveg eins og pabbi hennar. Að loknu námi vann hún í 15 ár hjá einkafyrirtækjum í Árósum þar sem hún vann að margskonar skipulagsverkefnum: Aðalskipulagi, deiliskipulagi, stefnumótun sveitarfélaga eða hönnun á íbúðarsvæðum, miðbæjarumhverfi eða hafnar- svæðum. „Þetta var mjög fjölbreytilegt og verkefnunum fylgdu ferðir um alla Danmörku og fundir með alls konar fólki. Stór hluti af þessum verkefnum fól líka í sér grafíska hönnun á myndskreytingum, uppdráttum eða uppsetningu ásamt ljósmyndun, og það hentaði mér vel. En ég vann allt of mikið, flesta daga fram á kvöld og oft um helgar. Eftir að ég eignaðist börn minnkaði ég við mig vinnu, en gat ekki stýrt því og álagið var oft á tíðum algjört rugl. Með tímanum fannst mér skipulagsverkefnin verða of veruleikafirrt, of þung tæknilega og of lítið skapandi, svo að lokum ákvað ég að það væri lítið annað að gera en að stofna mitt eigið fyrirtæki og er að mjaka því í gang.“ „Verðum að muna að brosa og hlægja“ Fyrirtækið hennar Áslaugar heitir „Nebengesjæft“ sem þýðir eiginlega aukavinna upp á íslensku, en er líka notað um eitthvað sem maður gerir af fúsum og frjálsum vilja, eitthvað sem maður gengst upp í og finnst skemmtilegt. Hún hefur orð á því að nafnið sé kannski ekki sérstaklega hljómfagurt í íslenskum eyrum, en hún notar líka Áslaugarnafnið á marga af þeim hlutum sem hún gerir. „Ég hef alltaf teiknað dálítið og þeir eru ófáir fundirnir sem ég hef lifað af með því að sitja og teikna eitthvert rugl. Mér finnst skemmtilegt að teikna allskonar fígúrur og bestu teikningarnar eru þær sem sýna húmor. Á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem allt er að verða vitlaust út um allan heim og lífið að verða svo flókið finnst mér að við verðum að muna að brosa og hlægja. Nóg er alvaran. Í Nebengesjæft er ég þess vegna að leika mér að því að nota þessar teikningar mínar í eitthvað, og gefa þeim líf og notagildi við að koma þeim yfir á alls kyns varning. Núna er ég því að skapa eitthvað sem gleður augað – hér og nú og ekki eftir 30 ár! Það geta verið eyrnalokkar og nælur, keramikbollar, – bakkar og diskar – bæði á borð og/eða Áslaug og Michael ásamt Sólbjörgu og Sven. Skartgripir eftir Áslaugu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.