Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 11 Nokkrir nemendur fyrri tíma teknir tali Tónlistarkennsla í Skagafirði í 50 ár BLS. 8 Áslaug S. Árnadóttir í opnuviðtali Feykis „Hlutir eiga að vera fallegir og gleðja augað“ Rakel og Jóhannes Kári eru matgæðingar vikunnar Lax með Mango Chutney 19 TBL 21. maí 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Ábúandinn missti allt sitt í eldinum Bruni á Breiðabólstað í Vesturhópi Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Breiða- bólstað í Vestur-Húnavatnssýslu um hádegi á sunnudaginn. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn en brunavarnir Vestur-Húnavatnssýslu og Slökkviliðið á Blönduósi voru kölluð á vettvang og komu rúmlega 20 slökkviliðsmenn, auk bænda á nærliggjandi bæjum að slökkvistarfinu. Þegar lið Brunavarna Húnaþings vestra kom á staðinn var mestur eldur á efri hæð hússins, en þar sem norðan- hvassviðri var varð húsið fljótt alelda. Engin slys urðu á fólki en húsið er brunnið til kaldra kola og ábúandinn, Kristján Sigurðsson, missti allt sitt innbú í eldinum. Síðar um kvöldið varð þess vart að aftur fór að rjúka upp í brunarústunum og kom þá slökkvilið á Hvammstanga aftur á vettvang þar sem öruggara þótti að dæla vatni á mögulegar glæður. Breiðabólsstaður er forn og kunnur kirkjustaður. Skammt er milli kirkju og bæjar en ekki var þó hætta á að eldurinn bærist í kirkjuna. /KSE SÖLUSTJÓRI NORÐURLANDI VESTRA Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá BYKO sem sölustjóri og þjónustar alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur. Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri. Sími: 821 4059 • tj@byko.is G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Fermingargjafir Græjubúð Tengils er stútfull af frábærum fermingartilboðum Húsið á Breiðabólsstað brann til kaldra kola. MYND: KARL SIGURGEIRSSON Í fréttatilkynningu kemur fram að fjögur hundruð milljóna króna samningur SAH Afurða á Blönduósi, um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum til fyrirtækis í Hong Kong, sé í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrstu gámarnir eiga að fara úr landi eftir viku, en ef verkfallið dregst á langinn og tafir á afhendingu verði miklar óttast Gunnar Tr. Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH Afurða, að samningnum verði rift. „Gámar með gærunum eru bókaðir í skip 26. maí nk. og sú sending þarf vottun dýralækna Matvælastofnunar, og því fer hún ekki af stað ef þeir verða ennþá í verkfalli. Þetta kom fram í fréttum RÚV sl. þriðjudag. Gunnar segir í samtali við RÚV að það sé alltaf hættulegt að geta ekki staðið við fyrstu sendingu í nýjum viðskiptum. Það geti haft mikil áhrif á áframhaldandi viðskipti. Í samningnum eru ákvæði um að félagið verði að greiða kaupandanum sektir ef afhending dregst meira en viku fram yfir umsamdar dagsetningar. „Það má eiginlega segja að það verði strax fjárhagslegt tjón ef ekki næst að fá gáma vottaða í næstu viku,“ sagði Gunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Gunnar einnig óttast að samningnum verði hreinlega rift ef að miklar tafir verði á afhendingu. SAH Afurðir eru litlir viðskiptavinir í þessum stóra heimi og ekki víst að fyrirtækið í Hong Kong vilji eiga við þá ef þeir geta ekki staðið við gerða samninga. /ÞKÞ SAH Afurðir á Blönduósi Samningurinn í hættu vegna verkfalls

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.