Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 9
19/2015 9 Sanngirni, réttlæti, jafnrétti, kaupmáttur og ríkisstjórn eru allt þriggja atkvæða orð sem við heyrum daglega á ljósavakamiðlum landsins eða lesum, hvort sem er á hinu alfróða interneti eða á prenti. Mér er hugleikið um þessar mundir, eins og örugglega flestum öðrum ágætum Íslendingum, verkföllin sem standa nú sem hæst, fólksflótti frá landinu og réttindabaráttur af ýmsu tagi, hvort sem þær snúast um að vera hjálmlaus eða bara alveg klæðalaus ofan mittis. Nú er ég ekki talsmaður neins málefnis í þessu sambandi og hvorki sérstaklega með eða á móti en fæ stundum á tilfinninguna að hamingjan felist í því að vera háskólamenntaður, í verkfalli, ber að ofan, hjálmlaus eða hjólandi um þilfar Norrænu á leið til fyrirheitna landsins. Og kannski er þetta hamingjan fyrir einhverjum, sem er þá gott og gilt. Auðvitað er nauðsynlegt að berjast fyrir bættum kjörum, bjóða löngu útrunnum íhaldssömum sjónarmiðum birginn og elta ævintýraþrána með því að kanna lönd því annars myndum við að öllum líkindum staðna. Mér finnst þó nóg um þegar svona vestræn heimatilbúin vandamál eru farin að taka öll völd. Hvernig getur svona komið fyrir lítið sker norður í ballarhafi sem er stútfullt af auðlindum eins og Ísland? Getur verið að við séum kannski of upptekin af borðinu á glasinu okkar frekar en því innihaldi sem þó í því er? Fyrir mína parta þá viðurkenni ég fúslega að alltof oft fell ég sjálfur í þá gryfju að hugsa um það sem ég á ekki í stað þess að einbeita mér að því ríkidæmi sem ég á, sem er ekkert lítið þó ég segi sjálfur frá. Það mun að vísu ekki koma mér á síður Viðskiptablaðsins, Séð og heyrt eða Smartlands en kannski mun ég getað smitað einhvern af brosi, hlátri eða jafnvel gleði á lífsleiðinni ef ég held fókusnum á réttum stað. Einn góður drengur sagði einu sinni við mig, „ég öfunda engan, jah… nema kannski sjálfan mig.“ Þetta finnst mér gott að hafa í huga auk þess að muna að glasið mitt er alltaf hálffullt. - - - - - Um leið og ég þakka ykkur lesturinn og þakka stórvini mínum Rúnari Páli fyrir áskorunina, vil ég skora á fyrrverandi kollega minn og cribbage-spilara, Hrund Pétursdóttur, að glamra nokkur vel valin orð á lyklaborðið. Lifið heil. Hjörvar Leósson, Laufkoti í Hjaltadal, skrifar Ísland ekki bezt í heimi? ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Að lokinni Hörpu! Ekki kom með vor í varpa vinaleg og brosmild Harpa, það fór illa í þetta sinn. En kannski mun hún fjarri fári fögur birtast hér að ári og færa öllum koss á kinn? Já, ekki var Harpa hlýindaleg að þessu sinni. Þann 8. maí var ég á ferð rétt fyrir hádegi út í stað eins og sagt er á Skagaströnd, þegar rak á sortaél. Ég sá út undan mér í sjónhending hvar leik- skólabörnin voru á ferð undir öruggri stjórn starfsmanns og aðstæðurnar kölluðu á eftirfarandi vísu: Lítil birta í lofti er, lítil gæði tíðin ber. Lítil Birta labbar hér með lítil börn á eftir sér! Þar með ætti að liggja ljóst fyrir hvað leikskólastarfsmaðurinn heitir. Stundum þykir manni nóg um tækni- bylgjuna sem virðist soga allt til sín og gera alla í æ meiri mæli háða tökkum og tólum: Ekkert kerfi einfalt má öllu lengur standa. Tæknidraslið eykur á allan lífsins vanda. Oft finnst manni sem frjálshyggjuandinn sé enn býsna ágengur þótt flestir ættu nú að vera búnir að sjá – eftir hrun og hremming- ar – að honum fylgir ekkert gott : Stöðug markaðshyggju hót herða á tökum skæðum. Þar er mála rotin rót rýr að öllum gæðum! Þegar utanríkisráðherra dró með bréfi sínu til baka aðildarumsókn Íslendinga að ESB varð mér hugsað til hans og orti: Stefna þjóðar þjónustunnar þarf í öllu að vera skýr. Stattu fast í fætur Gunnar, farðu í engu úr þessum gír! Jakob Guðmundsson bóndi á Árbakka varð sjötugur 27. apríl síðastliðinn. Þar er um að ræða litríkan náunga, sérstæðan mann og sagnaglaðan. Mér varð hugsað til hans þennan dag og orti: Kominn á áttræðisaldur er Árbakkabóndinn Kobbi. Sá er ei svarakaldur, sjaldan hann flíkar grobbi. Eins er hann aldrei valdur að því að hlynna að snobbi. Höfðingi hundraðfaldur, hreint enginn Æri-Tobbi! Fengist við flest hann hefur fórnar með vilja þjálum. Sjaldan á verði sefur, syndir í djúpum álum. Alls staðar glöggur gefur gætur að dagsins málum. Síst er hann sagður refur, sannur á metaskálum! Kobbi á kosti marga, kjaft sem er gulli betri. Þó friðnum ei vilji farga, fylgi þar skráðu letri, rekur hann úlfa arga, óðals frá fornu setri. Svínbeygir svoddan varga, svipaður mikla Pétri! Jafnan á hræsni hrækir, hreinskilni í engu svíkur. Skyldur með réttu rækir, ratar í eigin flíkur. Lífsyndið síst hann sækir suður til Reykjavíkur. Kringum sig kjör ei flækir, -Kobbi er engum líkur! Læt ég þar með þessum pistli lokið og þakka fyrir mig. Rúnar Kristjánsson FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR En ég var kannski smituð löngu fyrr því að ein af mínum sterkustu upplifunum í Tónlistarskólanum er frá því þegar við nemendurnir fórum á tónleika í Safnahúsinu, sem hýsti þá Tónlistarskólann. Stór og dökkur maður með dimma og fallega rödd var að syngja og á milli atriða var hann svo einlægur og fyndinn að krakkinn ég fékk stjörnur í augun og eftir þetta sagðist ég alltaf ætla að giftast þessum manni. Maðurinn hét Kristinn Sigmundsson og hefur heillað fleiri en mig með rödd sinni, einstakri túlkun og virðingu fyrir tónlistinni sem skín í gegn um hvern tón. Svona var nú Tónlistarskólinn og yndislega fólkið þar örlagavaldur í mínu lífi! hljóðfæri og Eva kunni lagið á mér. Hún sannfærði mig um að ég hefði svo gott tóneyra að ég væri beinlínis fædd til að leika á básúnu. Sannfæringarkraftur Evu var slíkur að ég skráði mig í básúnunám hjá Sveini Sigurbjörnssyni, þrátt fyrir takmarkaðan áhuga (aumingja Sveinn). Eyddi svo drjúgum hluta unglingsáranna í að hreinsa slef úr fagurgylltri básúnu á skólahljómsveitaræfingum. Seinna áttaði ég mig á því að það hafði einmitt bara vantað básúnu í skólahljómsveitina. Að lokum gafst ég upp á þeirri gylltu. Rauða, hringlaga farið eftir básúnumunnstykkið á efri vör ekki alveg að gera sig. Píanóið hélt þó áfram að vera hluti af tilverunni og árið 1998 lauk ég píanókennaranámi frá píanókennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík. Ég er ekki frá því að Eva og Tónlistar- skólinn á Sauðárkróki hafi átt „pínulítinn“ þátt í því námsvali. eins og Eiki Hilmis, Gubbi, Tommi Helga, Maggi Helga, Sverrir Björn og Sibbi, Frímann Guðbrands, Helgi Braga, Pétur Guðmunds, Kalli Jóns, Óskar Páll og margir fleiri. Við spiluðum við hin ýmsustu tækifæri, innan og utan skólans, sumar sem vetur, en hefðum kosið fleiri gigg. Eitt sinn vorum við fengin út á Faxatorg þegar kveikt var á jólatrénu. Það var svo mikið frostið að takkarnir á blásturshljóðfærunum festust og það glamraði í tönnum. Minnir að við höfum þó klárað prógrammið. Ferlinum lauk ég á orgelinu og lærði hjá Rögga Valbergs, oftast í kirkjunni. Það var hrein unun að hlusta á hann spila þar og setja allt í botn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.