Feykir


Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 21.05.2015, Blaðsíða 11
19/2015 11 um sætum kartöflum og fersku salati. EFTIRRÉTTUR Bananaís 3 frosnir bananar 2 msk hnetusmjör Aðferð: Bananar og hnetusmjör maukað saman með töfrasprota, örlitlu vatni bætt við til að þynna ef ísinn er of þykkur. Mjög gott að hafa hindber eða granóla ofan á. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur tekið til í garðinum. Spakmæli vikunnar Hver sá maður, er vinnur verk sín án vona um hagnað, er viss að öðlast hið æðsta. - Bhagavad Gita Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... fersk epli fljóta því þau innihalda 25% af lofti? ... 55% af því sem meðal Kani lætur ofan í sig er ruslfæði? ... karlar skipta 2-3 sinnum oftar um skoðun en konur? ... demantar úr brasilískum námum eru mun harðgerðari en þeir afrísku? ... flestar kóngulær hafa glært blóð? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Eiginkonan kom inn í eldhús og sá manninn sinn þar með uppreiddan flugnaspaða og spurði hvað hann væri að gera. „Veiða flugur,“ svaraði hann. „Og hefurðu náð einhverjum?“ spurði hún. „Já, þremur karlflugum og tveimur kvenkyns,“ svaraði hann. „Ha, hvernig veistu hvað er hvað?“ „Það er einfalt; þrjár sátu á bjórdósinni og tvær á símanum!“ FRÍÐA RÚN JÓNSDÓTTIR, FRÁ SAUÐÁRKRÓKI, BÚSETT Í ARHUS Í DANMÖRKU -Nei, ég get ekki fylgst með Eurovision í ár þar sem ég er á fullu í prófatímabili. Lax með Mango Chutney og bananaís AÐALRÉTTUR Lax með Mango Chutney – uppskrift fyrir þrjá 1 flak lax (ca 800 g) salt og pipar 2-3 msk mango chutney 2-3 msk sesamfræ Aðferð: Ofn hitaður í 180°C. Laxinn er lagður í eldfast mót og hann kryddaður með salti og pipar. Því næst er mango chutney smurt á laxinn og sesamfræjunum stráð yfir. Bakað í ofni í um 20 mínútur, fer eftir þykkt laxins, eða þar til hann er eldaður í gegn. Borið fram með ofnbökuð- MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Í sama tölublaði og ég lýsti því yfir að ég væri lélegur kokkur fengum við áskorun frá vinafólki okkar, Þóreyju Eddu og Gumma, að vera næstu matgæðingar í Feyki. Þessar uppskriftir eru tileinkaðar þeim sem eru í sama formi og ég í eldhúsinu þar sem lykilorðið er „einfalt“,“ segir Rakel Runólfsdóttir en hún og Jóhannes Kári Bragason eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. „Við ætlum að skora á nýbökuðu foreldrana, Sæunni Vigdísi Sig- valdadóttur og Brynjar Eðvaldsson, að koma með næstu uppskriftir.“ Feykir spyr... Fylgist þú með Eurovision í ár og hverjum spáir þú sigri? Rakel og Jóhannes Kári matreiða Rakel og Jóhannes Kári. UMSJÓN kristin@nyprent.is ÞÓRA DÖGG REYNISDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI -Hef voða lítið fylgst með svo get ekki spáð mikið í hver mun vinna. En ég horfi á aðal keppnina. HRAFNHILDUR VIÐARSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI: -Já ég fylgist með Júróvisjón, bæði í sjónvarpi og á #12stig á twitter (fyndnast í heimi). Ég hef ekki gert upp við mig þetta árið hver vinnur. ÍRIS BALDVINSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI: -Já ég fylgist með Eurovision. Spái Ítalíu sigri. Skora á stjórnvöld Húnavatnshreppur Í lok aprílmánaðar var haldinn sveitarfundur íbúa Húnavatnshrepps. Fundurinn var fjölmennur og á honum voru eftirfarandi áskorandir til stjórnvalda samþykktar samhljóða. Sveitarfundur íbúa Húnavatnshrepps, haldinn 29. apríl 2015, skorar á stjórnvöld: • að stórauka framlag til viðhalds vega og flýta því sem kostur er að á þá verði lagt bundið slitlag. • að tryggja að fjarskiptaáætlun sé framfylgt. • að standa vörð um uppbyggingu á land- búnaði, ferðaþjónustu og aðra atvinnustarfssemi. • að hafa í huga við gerð nýrra búvörusamninga að áframhaldandi öflugur stuðningur við sauðfjár og nautgriparækt er jafnframt skilvirkasta leið stjórnvalda til að viðhalda byggð á hefðbundnum landbúnaðarsvæðum eins og Húnavatnshreppi. • að beita sér fyrir fjölgun opinbera starfa og nýjum atvinnutækifærum á svæðinu. • að tryggja að orka frá Blönduvirkjun verði nýtt á svæðinu og að íbúum verði tryggður aðgangur að þriggja fasa rafmagni. Frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem einnig er að finna greinargerðir varðandi áskoranirnar. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.