Feykir


Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 10

Feykir - 13.08.2015, Blaðsíða 10
10 30/2015 Króksmót Tindastóls og FISK Seafood, sem ætlað er fótboltastrákum í 5., 6. og 7. flokki, fór fram á Sauðárkróksvelli um helgina. Stemningin var hin besta og mótið fjölmennt í ár en 106 lið voru skráð til leiks og þátttakendur um 800 talsins. Blautt var en stillt framan af morgni á laugardegi en uppúr hádegi, þegar ljósmyndari Feykis hætti sér út úr húsi, lét sú gamla gula ljós sitt skína og yljaði leikmönnum og foreldrum sem hvöttu sína menn óspart áfram. Fótbolta- og bankamaðurinn Jón Jónsson skemmti á kvöldvöku og mátti heyra gleðihróp og söng um allan bæ frá vallarsvæðinu. Boltinn hélt áfram að rúlla á sunnudegi og var veðrið síðra þann daginn; rigning, þoka og færri hitastig en daginn áður. Vindurinn var hinsvegar í lágmarki og því fínt að spila fótbolta eins og enginn væri morgundagurinn. /ÓAB Króksmót Tindastóls og FISK Seafood Kátir krakkar á Króksmóti Þessir kappar úr Aftureldingu voru búnir að æfa fjölmörg fögn í tilefni af Króksmóti. Við óskum íbúum skagastrandar til hamingju með SKAGGANN 2015 Hvammstangabraut 5 Hvammstanga Sími 455 2400 www.hunathing.is Hnjúkabyggð 33 Blönduósi Sími 455 4700 www.blonduos.is Skagfirðingabraut 17-21 550 Sauðárkróki Sími 455 6000 www.skagafjordur.is BLÖNDUÓSBÆR Höfða 545 Skagaströnd Sími 410 4000 www.landsbankinn.is Feykir.is Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki Sími 455 7176 www.feykir.is Einbúastíg 2 545 Skagaströnd www.ssnv.is Sími 452 2901 ATVINNUÞRÓUN SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Hólanesvegi 11 545 Skagaströnd Sími 553 5550 Opnun yfir Skaggann lau. frá 10-18 sun frá 13-17 Almenn umferð bönnuð um Litla skóg Íslandsmótið í vallarbogfimi á Sauðárkróki um helgina Íslandsmótið í Vallarbogfimi (field) IFAA verður haldið dagana 14.–16. ágúst. Mótið verður haldið í Litla skóg og nágrenni. Þessi mót eru frábrugðin ólympískri bogfimi að því leyti að þarna er skotið á mismunandi fjarlægðum úr mismunandi aðstæðum og á mismunandi skotmörk. 3d dýr, dýra pappírs- skotmörk og venjulegar skífur, og því meira krefjandi á skynjun á umhverfi. Af þeim sökum þá er öll almenn umferð um Litla skóg og nágrenni takmörkuð/ bönnuð í samráði við byggðar- ráð og lögreglu til að tryggja öryggi almennings og keppenda. En ef fólk vill verður hægt að fylgjast með með því að ganga inn stiginn frá heimavistinni. Aðrir inngangar verða lokaðir. Fólk er vinsamlegast beðið að virða að.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.