Feykir


Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 1
 á BLS. 3-4 BLS. 7 Tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð Barnalög fyrir alla fjölskylduna BLS. 4 Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámunda- kinnar tekinn tali „Markmiðið að búa fyrirtækjum góða vist eða draga þau til okkar“ Eydís Ósk Indriðadóttir frá Hvammstanga heldur um áskorendapennann „Lífið er í dag“ 44 TBL 19. nóvember 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Eins og fram kemur í frétta- tilkynningu á heimasíðu Spari- sjóðanna hafa eftirlitsaðilar samþykkt samruna Arion banka og AFL sparisjóðs. Arion banki mun áfram starfrækja útibú við Faxatorg en starfsemi Sparisjóðsins, sem í dag er við Ártorg, mun sameinast útibúinu. Þá verður Arion banka í Varmahlíð lokað um áramótin. Jóel Kristjánsson, settur Sparisjóðs- stjóri, sagði í samtali við Feyki í gær að reiknað væri með að starfsemi Spari- sjóðsins á Sauðárkróki yrði komin í sameinað útbú að Faxatorgi 23. nóvem- ber. Einn starfsmaður mun flytjast þang- að en gengið hefur verið frá starfsloka- samningi við hina þrjá starfsmennina. Viðskiptavinir Sparisjóðsins hafa fengið bréf þar sem samruninn er kynntur. „Markmiðið er að sameiningin valdi sem allra minnstu raski fyrir viðskiptavini. Þeir hafi í framtíðinni greiðan aðgang að góðri og yfirgrips- mikilli fjármálaþjónustu. Það má alltaf gera ráð fyrir að einhverjar spurningar vakni og það verður leyst úr því. Sem dæmi þá verður þjónustuver bankans opið um helgina,“ sagði Jóel ennfremur. Þegar Feykir hafði samband við Magnús Barðdal Reynisson, útibússtjóri Arion banka á Sauðárkróki, í gær var verið að koma fyrir nýrri sjálfs- afgreiðsluvél útibúinu í Varmahlíð „Það verður hægt að sækja bankaþjónustu þangað, í öðru formi, leggja inn peninga, taka út peninga og millifæra,“ sagði Magnús. „Svo munum við í desember bjóða fólkinu sem hefur verið að sækja þjónustu í Varmahlíð námskeið, þar sem við kennum á vélina. Bankaþjónusta hefur breyst mikið og margir farnir að nota heimabanka og app.“ Að sögn Magnúsar mun Erna Geirsdóttir, starfsmaður Arion banka í Varmahlíð, koma til starfa á Sauðárkróki. Ingibjörg Sigfúsdóttir lætur af störfum vegna aldurs, en hún hóf störf árið 1973. Óánægja í Varmahlíð Íbúi í Varmahlíð hafði samband við Feyki og sagði að sér hefði fundist þagað þunnu hljóði um lokun útibúsins þar og farinn væri af stað undirskriftalisti til að mótmæla henni. „Á þeim rúmum áratug sem ég hef búið hér hafa horfið að minnsta kosti tíu störf á einum kílómeter. Mér skilst að gjaldkerarnir í Varmahlíð hafi til skamms tíma verið með fleiri afgreiðslur en þeir á Króknum. Mætti ekki til dæmis stunda svokallaða bak- vinnslu í Varmahlíð og hafa opið, þó ekki sé nema hálfan daginn? Stóra málið er auðvitað skert þjónusta og svo skilur enginn hví fækkar á landsbyggðinni.“ /KSE Lokun Sparisjóðsins Skagafirði og útibús Arion banka í Varmahlíð Bankaafgreiðslum í Skagafirði fækkar um tvær á næstu vikum Vertu vinur okkar á Facebook glæsilegt úrval á pier.is Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ segir Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki. Nánari umfjöllun er að finna á bls. 5. MYND: BÞ Heimismenn hafa aldrei verið fleiri Litið inn á kóræfingu hjá Karlakórnum Heimi í Miðgarði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.