Feykir


Feykir - 19.11.2015, Síða 4

Feykir - 19.11.2015, Síða 4
4 44/2015 bæjarskrifstofu, auk íbúða fyrir eldra fólk, sem vildi fara í þægilegra húsnæði með lyftu, bílageymslur og sameiginlega félagsaðstöðu. Lagt var töluvert fjármagn í hönnun en ekkert varð úr framkvæmdum á þeim tíma. Aðspurður um hvort búið sé að slá hugmyndina alveg út af borðinu segir Jóhannes að hún sofi. „Blönduósbær tók þá skyn- samlegu ákvörðun að veðja frekar á sundlaug, sem ég get ekki gagnrýnt, það var mjög þarft.“ „Við fórum svo í það í fyrra að láta gera könnun hér á Blönduósi á staðarvali fyrir alvöru hótel. Sextíu herbergja hótel sem væri skilgreint ein- hvers staðar á milli þriggja og fjögurra stjörnu hótel. Þessi staður er einn af þeim sem kom til skoðunar,“ segir Jóhannes og vísar þar í áðurnefnt mannvirki við Blöndubakka. „Annar staður sem kom til greina er sundið hérna á milli Húnabrautar 4 og Félagsheimilisins, að loka því með tengibyggingu og taka félagsheimilið inn í þetta og nota sali sem eru þar sem ráð- stefnuaðstöðu og veitingasali. Þriðji staðurinn var upp á kirkju- hólnum, þar sem er veitinga- staðurinn sem núna heitir B&S Restaurant. Þetta var nú bara frumathugun en þessi staður hérna á milli Húnabrautar 4 og félagsheimilisins er hagkvæmast- ur. Ég held að bygging á Blöndu- bökkum hafi mest aðdráttarafl. Þar er fallegt sólarlag en þetta er að vísu talið svolítið út úr, hvað sem það nú þýðir. Til þess að af hótelbyggingu geti orðið þarf einnig að semja við einhvern aðila um reksturinn, áður en farið er af stað,“ segir Jóhannes, sem telur það þó fýsilegan kost að reisa hótel á Blönduósi. „Ef við horfum á landakortið þá eru hótel í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Ísafirði. Þá er fremur lítið hótel í Varmahlíð, en síðan á Siglufirði og Akureyri. Ég lít því þannig á að Blönduós sé í miðjum þessum hring og hér vanti gistingu í þeim gæðaflokki sem stór hluti ferðamanna sækist eftir. Ég tel að hótel sem væri í þessum gæðaflokki myndi fjölga ferðamönnum en ekki draga úr aðsókn að þeim gistimögu- leikum sem eru fyrir.“ Nauðsynlegt að byggðirnar tengist meira Jóhannes segir að byggingar- áformin á Blöndubökkum og hótelbygging séu dæmi um verkefni sem ekki hafi orðið neitt úr, a.m.k. ekki ennþá. „Þá komum við aftur að því hvernig við skilgreinum okkur, sem einhvers konar byggðarfestu- félag, eða byggðareflingarfélag, sem að notar sinn styrk til að geta haldið í fyrirtæki, boðið þeim betri vist, eða jafnvel tekið þátt í rekstri fyrirtækja til að efla þau. Sem dæmi um það kom Ámundakinn inn í rekstur Stíg- anda þegar þáverandi aðaleig- andi þess seldi sinn hlut árið 2007. Markmiðið var að reyna að tryggja áframhald á rekstri um 20 manna vinnustaðar. Þetta tókst um sinn, en við misstum fyrirtækið í þrot 2014. En Ámundakinn, ásamt KS, og þremur einstaklingum komu síðan að endurreisn þessa rekst- urs. Þá á Ámundakinn húsið sem fyrirtækið starfar í. Við teljum að aðkoma KS sé liður í því að líta á þetta svæði sem eitt hérað, og þá tala ég um „Stór- Húnavatnssýsluna“, sem ég nefndi eitt sinn svo á fundi í Skagafirði fyrir 20 árum og hef ekki verið boðaður á fund þar síðan“ segir Jóhannes og brosir. „Ég tel að það sé mikilvægt að þessar byggðir tengist meira og vegurinn yfir Þverárfjall breytir ansi miklu hvað varðar allar vegalengdir og skilgreiningar á atvinnusvæðum.“ Þá má nefna að Ámundakinn er stór hluthafi í Vilko. Félagið byggði árið 2008 húsnæðið sem hýsir framleiðslu á Primakrydd- um og á nú orðið allt húsnæði Vilko. „Menn gantast stundum með að ég sé með lykla að nán- ast öllu atvinnuhúsnæði á Blönduósi, en það er ekki alveg rétt,“ segir Jóhannes og brosir. „Núna í sumar keyptum við Norðurlandsveg 4, þar sem B&S Restaurant og fleiri fyrirtæki eru til húsa,“ segir Jóhannes og út- listar að í bígerð sé að endurbæta og stækka það húsnæði á næstu tveimur árum. Gengið hefur verið frá viljayfirlýsingu vegna leigu á öllu rými í húsinu. Eins og fram kom í fundar- gerðum Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar fyrr á þessu ári sóttist Ámundakinn eftir lóð á svo- kölluðum Freyjugötureit á Sauð- árkróki. Hugmyndin með því var að byggja skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað starfsemi Byggðastofnunar, en stofnunin auglýsti eftir 1000 fermetra skrifstofuhúsnæði á Sauðárkróki. „Það hefur ekki ennþá borið neinn árangur,“ segir Jóhannes aðspurður um það mál. „Við svöruðum útboði Byggðastofn- unar um að byggja skrifstofuhús, sem var auglýst snemma á þessu ári og skiluðum inn ákveðnum hugmyndum, en við höfum ekki ennþá fengið formleg svör. Ég met það þannig að það sé ekki áhugi á því að taka því tilboði. Ég tel samt að við höfum gert Byggðastofnun mjög gott og hagkvæmt tilboð,“ bætir hann við. Einskonar fyrirtækjahótel Undanfarið hefur komið fram í fundargerðum að Ámundakinn hefur sóst eftir að kaupa hlut sveitarfélaganna í Austur-Húna- vatnssýslu í Tækifæri ehf., sem er fjárfestingafélag og fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi „Hug- myndin hjá okkur var sú að sameina þessa litlu hluti sem sveitarfélögin eiga í einn. Þessi sömu sveitarfélög eiga öll hlut í Ámundakinn og við ætluðum þá að borga þeim í hlutabréfum og sjá svo til hvað við gætum gert við þessa hluti sem yrðu sameinaðir í einn. Við höfum ekki séð að Tækifæri hafi sýnt mikinn áhuga eða vilja til að koma inn í rekstur á þessu svæði hingað til en við teljum að það falli vel að eðli Ámundakinnar að sameina þessa hluti og nýta þá til góðra verka.“ „Ég kalla þetta félag stundum fyrirtækjahótel þar sem gestirnir búa mismunandi lengi, sumir búa stutt og aðrir lengur og sumir enda með því að kaupa það rými sem þeir hafa helgað sér. En við erum í rauninni alltaf að þreifa fyrir okkur eftir ein- Þessi kunnuglega brekka rétt austan við Blönduós heitir Ámundakinn og dregur félagið nafn sitt af henni. Í sumar keypti Ámundakinn húsnæðið við Norðurlandsveg 4. Stefnt er að endurbótum og stækkun þess á næstu tveimur árum. Barnalög fyrir alla fjölskylduna Frá Ara til Aladdin – tónleikar í Miðgarði Sunnudaginn 22. nóvember næstkomandi verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ „Tónleikarnir eru fyrir afa, ömmur, foreldra og börn, og við ætlum aðeins að leiða fólk í gengum það hve mikið hefur breyst í barnalagaflórunni með tilkomu ótal útvarps- og sjónvarpsrása, tölvum og tækni,“ segir Gunnar Rögnvaldsson, einn skipuleggjenda tónleikanna. Á sviðið stíga níu söngvarar, nokkur þekkt andlit og önnur ný; Systurnar Sóla og Malen Áskels- dætur, Jón Hallur Ingólfsson, Íris Olga Lúðvíks- dóttir, Gunnar Rögnvaldsson og Sigvaldi Gunn- arsson, sonur hans. Þá koma þrjár ungar stúlkur fram; Rannveig Stefánsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir á Sauðárkróki og Dagný Gunnars- dóttir, dóttir Gunnars. Hljómsveit Stefáns Gísla- sonar sér um undirleik en auk Stefáns skipa hljómsveitina Einar Þorvaldsson gítarleikari, Margeir Friðriksson á bassa og Kristján Kristjánsson á trommur. Þá ætlar barnakór að taka lagið með hópnum, samsettur úr skólahóp leikskólans Birkilundar og 1. og 2. bekk Varma- hlíðarskóla. „Við ætlum að fara í gegnum barnalögin frá ýmsum tímabilum. Ég spurði fólk á öllum aldri „hvert var upphaldslagið þitt“ og þá nefndu menn eitt og annað,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi lögin: Ég skal mála allan heiminn, Komdu niður, Þú ert sko vinur minn, Ryksugan á fullu, Sjö litlar mýs, Ég er furðuverk, Súrmjólk í hádeginu og Aravísur. Haldnir verða þessir einu tónleikar, þann 22. nóvember kl. 16. Aðspurður um hvort til standi að bæta við tónleikum útilokar Gunnar það ekki. „Við ætlum að selja miðana í forsölu og ef það verður mikil aðsókn þá gæti verið að við bætum við tónleikum um kvöldið,“ segir hann að lokum. /BÞ hverju sem að gæti orðið til að efla og bæta okkar samfélag. En eins og ég hef rakið þá ganga ekki allar hugmyndir upp. Fyrir svona félag, sem byggir fyrst og fremst á útleigu á húsnæði, þá skiptir skilvísi viðskiptavina miklu máli og hún hefur yfirleitt verið með miklum ágætum. Mér finnst samstarf við þá hafa gengið vel. Það koma alltaf upp á einhver viðfangsefni sem þarf að leysa, svo sem varðandi viðhald á húsnæði eða endurbætur, en hingað til hefur það tekist með góðu samkomulagi.“ Jóhannes segir að félagið hafi ekki farið út í kaup og útleigu á íbúðarhúsnæði og það hafi ekki komið til, ef undan er skilin áðurnefnd bygging sem áformuð var á Blöndubökkum. „Við höfum ekki haft bolmagn eða áhuga á því. Við höfum talið að okkar hlutverk væri að búa fyrirtækjum góða starfsaðstöðu og möguleika til að starfa hér og leggjum áherslu á það. Takist það þá njóti samfélagið og sveitarfélögin góðs af því, það er hugmyndafræðin á bak við þetta, að stuðla að byggðafestu. Persónulega segist Jóhannes bjartsýnn á byggðaþróun svæð- isins. „Ég hef nú held ég alltaf verið bjartsýnn á umhverfið og möguleikana. Ég tel að hins vegar séu okkur stundum mis- lagðar hendur í því að þora að taka áhættu og fara í breytingar á samfélagi og fyrirtækjum sem að gætu leitt til meiri byggðafestu. Ég tel að við séum oft of rög að reyna á að fá fyrirtæki í samstarf við okkur, en samt er ég þrátt fyrir allt bjartsýnn,“ sagði Jó- hannes Torfason, framkvæmda- stjóri Ámundakinnar, að lokum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.