Feykir


Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 3
44/2015 3 Skrifstofa Ámundakinnar er í fyrrum húsnæði Kaupfélags Austur-Húnvetninga við Húna- braut, sem í dag hýsir verslun Samkaupa, blómaverslun bæjar- ins og USAH. Á efri hæð hússins eru, auk skrifstofu Ámundar- kinnar, dreifnám FNV og skrifstofa KPMG. Skrifstofa Ámundakinnar er fyrrum skrif- stofa kaupfélagsstjóra og þar hefur tíminn dálítið fengið að standa í stað. „Kaup-félagið lenti í erfiðleikum upp úr aldamótum og þá var því breytt í hlutafélag sem hét KH hf. og síðar Húnakaup hf. En árið 2010 hafði Ámundakinn eignast allt hlutafé félagsins og þar með húsnæði þess bæði á Blönduósi og Skagaströnd,“ segir Jóhannes. „Félagið var upphaflega stofnað um það verkefni að ná hingað ullarþvottastöð Ístex sem var í Hveragerði. Hvergerðingar voru orðnir knappir á starfsleyfi, þar sem þvottavatnið fór óhreinsað út í Varmá. Hérna er hins vegar til staðar hreinsistöð fyrir afrennslið. Það var að frumkvæði Sölufélagsins og Blönduósbæjar sem félagið Ámundakinn var stofnað. Stofn- endur voru átta sveitarfélög og fimm fyrirtæki hér í sýslu. Nú eru hluthafar rúmlega sextíu, einstaklingar, stofnanir og fyrir- tæki „Markmiðið hefur frá upphafi verið að búa þeim fyrirtækjum sem hér eru góða vist eða draga þau til okkar,“ segir Jóhannes. Í dag eru það Byggðastofnun sem á 16,45%, Blönduósbær með 10,45%, Sölufélag A-Hún- vetninga með 10,36% og Húna- vatnshreppur með 10,16% sem eru stærstu hluthafar í Ámunda- kinn. Jóhannes segir reksturinn hafa verið jákvæðan undanfarin ár. Sama máli gegni um eigna- stöðuna, félagið skuldi ekki mikið miðað við eignir. Félagið fékk árið 2014 veitta viðurkenn- ingu Kreditinfo sem Framúr- skarandi fyrirtæki vegna reksturs árið 2013. „Við vonumst eftir að geta haldið þessari viðurkenn- ingu, sem hefur m.a. jákvæð áhrif þegar verið er að leita eftir lánafyrirgreiðslu,“ segir hann. Flutningur ullarþvotta- stöðvar Ístex til Blöndu- óss fyrsta verkefnið Í ársbyrjun 2004 keypti Ámundakinn 700 fermetra hús- næði að Efstubraut 2 og byggði til viðbótar 560 fermetra hús, sem nú hýsir einu ullarþvottastöð landsins. Húsnæðið í heild var um 4000 fermetrar, en sem kunnugt er brann hluti þess haustið 2004. Sá hluti var að mestu í eigu Húnakaupa þegar brann. Eldvarnarveggur kom í veg fyrir að húsið brynni allt og slapp sá hluti sem hýsir ullar- þvottastöðina og fleiri fyrirtæki. Jóhannes útskýrir að eftir brunann hafi ekki verið eining um hvort ætti að byggja húsið upp á ný eða taka lágmarks tryggingarbætur. Úr varð að Ámundakinn keypti brunarúst- irnar og fékk bótaféð og byggði nýtt, tæplega 1300 fermetra hús, sem var lágmarksstærð til að fá fullar tryggingabætur. Viðfangs- efni Ámundakinnar sumarið 2005 var að finna aðila til að nýta húsnæðið og tókst það. Vélsmiðja Alla, Lagnaverk og Léttitækni voru fyrst til að flytja inn. Í dag eru í húsnæðinu Bifreiðaverkstæði Blönduóss, Ísgel, Léttitækni og rafmagns- verkstæðið Átak. Ámundakinn á nú aðeins þann hluta sem hýsir ullarþvottastöðina. Í öðru húsnæði í eigu Ámundakinnar, að Efstubraut 1, sem til þessa hefur hýst Laxasetur Íslands og Lífland, var áður til húsa rækjuverksmiðjan Særún. Hún lenti í þroti rétt eins og margar aðrar rækjuverksmiðjur á landinu þegar hrun varð í veiðum og hráefnisverð hækkaði gríðarlega rétt eftir aldamótin. „Byggðastofnun hafði eignast húsið með öllum búnaði og við keyptum það og þar með kom Byggðastofnun af meiri þunga inn í hluthafahópinn. Þá var þarna búnaður til rækjuvinnslu sem nýlega var búið að endur- nýja. Tókst að selja hann til Valencia á Spáni, til aðila sem var þar í fiskvinnslu og ég komst í samband við fyrir algjöra tilviljun. Hugmyndin var að iðnfyrirtæki færi þarna inn, en það brást og við seldum hluta af húsinu. Nú hefur Laxasetrið hætt þarna störfum og Lífland mun auka við sig. Þá er í húsinu lítil frystigeymsla sem er leigð Sláturhúsi KVH,“ segir Jóhannes. „Það heppnast nú ekki allt,“ heldur hann áfram og bendir blaðamanni á húsnæði handan Blöndu. Um er að ræða eins konar kjallara með iðnaðar- hurðum. Ámundakinn keypti mannvirkið og stóð til að reisa glæsilega byggingu ofan á kjallarann sem myndi hýsa opinbera þjónustu eins og Jóhannes Torfason á skrifstofu Ámundakinnar sem áður var skrifstofa kaupfélagsstjóra KAH. MYNDIR: KSE „Markmiðið að búa fyrirtækjum góða vist eða draga þau til okkar“ Rætt við Jóhannes Torfason framkvæmdastjóra Ámundakinnar VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Hugmyndir eru uppi um hótelbyggingu í sundinu á milli Húnabrautar 4 og félagsheimilisins á Blönduósi. Félagið Ámundakinn ehf. var stofnað á Blönduósi árið 2003, og var fyrsta verkefni þess að ná þangað ullarþvottastöð Ístex sem fram að því hafði verið í Hveragerði. Helstu markmið félagsins nú eru að stuðla að jákvæðri byggðaþróun og byggðafestu, einkum með því að laða fyrirtæki á svæðið og bjóða þeim fyrirtækjum sem þar starfa góða vist og starfsaðstöðu. Jóhannes Torfason á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu er einn af mörgum eigendum Ámundakinnar og hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá upphafi. Blaðamaður Feykis heimsótti Jóhannes á skrifstofu Ámundarkinnar á dögunum og kynnti sér sögu og starfsemi félagsins. Ámundakinn byggði nýtt hús að Efstubraut 2 eftir bruna sem þar varð 2005. Félagið á nú aðeins þann hluta hússins sem hýsir ullarþvottastöðina.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.