Feykir


Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 44 TBL 19. nóvember 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ekki gengið sem skyldi Laxasetur Íslands hættir rekstri sýningar Laxasetur Íslands, sem opnað var að Efstubraut 1 á Blönduósi í júní 2010, hefur hætt rekstri. Á Húna.is segir að ákvörðun um það hafi verið tekin á aðalfundi félagsins í síðasta mánuði. Skýringin er að reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi, þrátt fyrir ýmsar tilraunir, samkvæmt tilkynningu frá stjórn Laxasetursins. „Á aðalfundi Laxaseturs Íslands þann 28. október síðastliðinn var ákveðið að hætta rekstri sýningarinnar að Efstubraut 1. Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að renna styrkari stoðum undir hann. Fyrir hönd Laxasetursins vil ég þakka þeim einstaklingum og félögum sem lögðu okkur lið í uppbyggingu og rekstri,“ segir í tilkynningu frá Jóni Aðalsteini Sæbjörnssyni, formanni Laxaseturs Íslands ehf., fyrir hönd stjórnar Laxasetursins. /BÞ Flottur árangur um helgina 9. flokkur drengja hjá Tindastóli Um helgina fór fram á Sauðár- króki körfubolta-turnering í B-riðli hjá 9. flokki drengja. Fimm lið tóku þátt en það voru lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Skalla- gríms, Tindastóls og Vals. Lið Tindastóls hafði nýverið unnið sig upp um riðil og er óhætt að segja að drengirnir hafi komið skemmti- lega á óvart og náð skínandi árangri, enduðu í öðru sæti. Leiknar voru fjórar umferðir á mótinu, öll liðin mættust í innbyrðisviðureignum, og hófu Tindastólsstrákarnir leik í hádeginu á laugardag á móti Val. Hlíðar- endastrákarnir voru besta liðið á mótinu og sigruðu Tindastól 56-46. Næst mættu strákarnir sprækum Skallagrímsmönnum úr Borgarnesi sem hafa setið sem fastast í B-riðli undanfarin ár. Þrátt fyrir þunnskipaðan hóp voru Stólarnir hvergi bangnir og með Jón Gísla Eyland Gíslason í miklu stuði skelltu þeir Sköllunum 53-41. Á sunnudegi hófu strákarnir leik kl. 9 að morgni og sigruðu Breiðablik 43-29. Með sigri gegn Njarðvík- ingum var ljóst að strákarnir næðu að tryggja sér annað sætið í B-riðli. Þeir nafnar Darrel Lewis og Flake stjórnuðu liðinu af bekknum af mikilli röggsemi og greinilegt að varnarleikurinn var grunnur að árangri liðsins en strákarnir börðust eins og ljón og sýndu fína takta á mótinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar héngu í Stólunum, stungu strákarnir gestina af í síðari hálfleik og unnu 61-39. Valsmenn unnu alla sína leiki og fara upp um riðil. Njarðvíkingar urðu að bíta í það súra epli að falla niður í C-riðil eftir að hafa hafið veturinn í A-riðli en þeir munu hafa misst sína bestu menn. Tindastóll hafnaði sem fyrr segir í öðru sæti, Blikar náðu þriðja sætinu eftir að hafa lagt Skallagrím í lokaumferð- inni í hnífjöfnum leik. /ÓAB 15% afsláttur af öllu Josera fóðri fram að áramótum. Steinefni – kálfa- og gæludýrafóður. Gæða vara á góðu verði FP Sykur 1 kg ................................. 119 Flórsykur 500 gr. ...........................139 Púðursykur dökkur 500 gr. ......... 139 FP rúsínur 250 gr. ..........................198 Royal lyftiduft 200 gr. .................. 249 Heima smjörlíki 500 gr. ................189 Lyles golden syrup 454 gr............ 249 First Price hveiti 2 kg. ....................198 Hagver döðlur 375 gr. ...................169 H-berg kókosmjöl fínt 500 gr. ..... 309 Síríus Konsum 300 gr. ................ 449 Síríus Konsum hvítt 100 gr. ...........239 Síríus Konsum orange 100 gr. .......169 Mónu súkkulaðidropar d. 200 gr. .379 Freyju súkkulaðibitar 56% 200 gr. ....339 Freyju spænir ljós 200 gr. ............. 269 Freyju spænir dökkur 200 gr. ...... 269 Lindu suðusúkkulaði 200 gr. .........189 Lindu súkkulaði hvítt 200 gr. ........ 279 Appelsínu rjómasúkkulaði 100 gr. .129 Nóa hjúpdropar dökkir 150 gr. ......129 Nóa hjúpdropar ljósir 150 gr .........129 Appolo lakkrískurl 150 gr. .............179 BÖKUNARTILBOÐ Allt í jólabaksturinn! OG ÚTIBÚIN HOFSÓSI, KETILÁSI & VARMAHLÍÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.