Feykir


Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 7
44/2015 7 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti farið að skrifa á jólakortin. Spakmæli vikunnar Fordæmi hefur alltaf meiri áhrif en fyrirskipanir. – Samuel Johnson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... margir halda því fram að samkvæmt breskum lögum sé bannað að borða ávaxtaböku á jólunum? Það er ekki rétt. ... fullyrt er að það sé sömuleiðis bannað að deyja í breska þinginu? Þetta er heldur ekki rétt. ... í Bretlandi gætir þú átt á hættu að vera handtekinn fyrir að setja frímerki á rangan stað á umslagi? Þessu trúa margir en það er ósatt. ... það eru mestar líkur á því að þú fáir hjartaáfall á mánudegi? ... það er ekki hægt að dreyma og hrjóta á sama tíma? ... farþegarnir í fyrsta loftbelgnum voru kind, önd og hani? ... árlega meiðast um 8000 Bandaríkjamenn af völdum hljóðfæra? ... lítið barn gæti synt um æðar steypireyðar? Hahahahaha ... hehe ... -Hvers vegna eru bara 20 klukkutímar í sólarhring í Hafnarfirði? -Hefurðu einhvern tíman heyrt um Hafnfirðing með 24 fingur og tær? Krossgáta „Já, smávegis.“ Dýrleif Tómasdóttir Feykir spyr... Ertu byrjuð að kaupa jólagjafirnar? Spurt á Facebook UMSJÓN siggag@nyprent.is „Já, ég er byrjuð.“ Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir „Já, ég er aðeins byrjuð að versla jólagjafir.“ Hanna Steinsdóttir „Nei, en er löngu búin að ákveða þær allar! Vona bara að þær verði ennþá til þegar ég fer í innkaupin.“ Anna Katrín Guðmundsdóttir „Já, ég er byrjuð og er sirka hálfnuð.“ Obba Ýr Einarsdóttir Það hefur verið svolítið mikið í umræðunni þetta með útlitsdýrkun og hvað ungar stúlkur/ börn fara alltof snemma að hugsa um hvernig þau líta út, hvort þau séu feit, sæt, gangi í flottum fötum o.s.frv. Þetta er afskaplega umhugsunarvert þykir mér og maður þarf sko að líta í eigin barm og passa sig. Hér kemur dæmisaga frá mér sjálfri. Dóttir mín spurði mig af hverju ég þyrfti að fara svona oft út að labba. Mín fyrstu viðbrögð voru að segja, eins og vanalega: „Því mamma þín er alltof feit, hún er 30 kg of þung og lítur bara illa út, hún er með verki hér og þar og verður að labba til halda þeim í skefjum!“ En eitthvað fékk mig til að hugsa þennan dag og spurði ég sjálfa mig hvort ég vildi að barnið mitt hugsaði þannig að ef hún hreyfði sig ekki daglega þá yrði hún bara feit og illt o.þ.h. Mér persónulega líður aldrei eins vel og þegar ég hreyfi mig, það virkar sem besta meðalið við öllum mínum verkjum, andlegum og líkamlegum. Ég svaraði henni því með þessum orðum: „Ég hreyfi mig svona mikið því þá líður mér svo vel, líkaminn minn styrkist og ég verð sterkari!“ Ég vil nefnilega að fyrir dóttur mína sé hreyfing bara partur af daglegu lífi og það sé bara til þess að manni líði vel, hafi gaman af lífinu og hjálpi manni að finna gleðina! Gleðin er inni í okkur öllum, hún kemur þegar við finnum að við erum að gera rétt, og sprettur af þeirri tilfinningu að finna gagnkvæma elsku og umhyggju annarra. Sá, sem er glaðvær, er öðrum gleðigjafi og léttir þeim lífið. Hver dagur krefst hugrekkis á einn eða annan hátt og maður getur lokað sig inni í skel og látið hvern dag líða í eintómri vanlíðan eða gert eitthvað í sínum málum og lifað lífinu! Þetta er mikil og erfið barátta en á meðan maður er meðvitaður um hana og passar sig á að falla ekki í gryfjuna þá getur maður náð að sætta sig við hlutina og notið lífsins! Það ætla ég allavega að reyna að gera! Eins og Dale Carnegie sagði; „Lífið er í dag – eina lífið sem þú getur verið viss um...“ - - - - - Eydís Ósk skorar á systur sína Fanney Dögg Indriðadóttur að taka við pennanum Eydís Ósk Indriðadóttir á Hvammstanga skrifar „Lífið er í dag“ ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Kanna grund- völl fyrir annars konar kynningu á skagfirsku atvinnulífi Ekki haldin Atvinnulífs- sýning í Skagafirði 2016 Á fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sl. mánudag voru kynntar niðurstöður óformlegrar skoðanakönnunar um tíðni atvinnulífssýninga í Skagafirði. Samþykkt var á fundinum að halda ekki slíka sýningu á árinu 2016. Þess í stað var ákveðið að kanna grundvöll fyrir annars konar kynningu á skagfirsku atvinnulífi með því að hvetja fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi á einhverjum tilteknum degi vorið 2016. Starfsmönnum nefndarinnar var falið að kanna hug forsvarsmanna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um með hvaða hætti mætti útfæra þá hugmynd. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.