Feykir


Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 19.11.2015, Blaðsíða 2
2 44/2015 Það verður nú kannski seint sagt um mig að ég geti ekki orða bundist, en nú sem aldrei fyrr finn ég mig knúna til að nöldra yfir kerfinu. Að þessu sinni hinni svokölluðu leiðréttingu sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, af hinni einskæru góðmennsku, kom á fyrir nokkrum misserum. Þar sem ég uppfylli allar staðal- ímyndir sem stjörnuspekúlantar hafa gefið út um hrúta verður seint sagt að ég sé þolinmóð manneskja. Ég get þó sýnt þó- nokkuð lang-Lundar-geð (sem við fjölskyldan höldum fram að sé kennt við samnefndan bæ í Lundarreykjadal) þegar svo ber undir. En nú er það á þrotum, a.m.k. gagnvart áðurnefndri leiðréttingu. Ég hygg það hafi verið í lok árs 2013 sem ég heyrði leiðréttinguna í fyrsta sinn nefnda í fréttum. Ég var stödd í vetrarfríi á Flórída og gat ekki stillt mig um að fara inn á þar til gerða vefsíðu og skoða kynningarefni, sem eitt og sér hefur líklega kostað álíka mikið og meðalíbúðarhúsnæði úti á landi. Jú, það var ekki almennt um að villast, að jafnvel fólk eins og ég, sem hafði selt húsnæðið áður en lánið hækkaði enn meira upp úr viðráðanlegu valdi með þeim afleiðingum að margir ákváðu að hætta að borga. Einhverjir mánuðir liðu þar til umsóknarferlið komst í gang. Þá minnir mig að stefnt hafi verið að greiðslum vorið 2014. Síðan leið og beið og einhvern vegin virðist mín umsókn hafa farið ansi neðarlega í bunkann. Kannski af því ég var búin að selja? Eða af því húsnæðið sem ég átti var fyrir norðan hnífapör? Eða af því maðurinn minn er fremst í stafrófinu og byrjað var aftast? Þó ég hafi gengið með 20 marka barn tvær vikur fram yfir og jafnast á við meðal fíl á meðan, þá held ég að ég hafi bara aldrei beðið svona lengi. Á því hef ég ekki fengið neinar skýringar en nýjustu fregnir herma að hugsanlega eigi ég von á greiðslu fyrir jól. Síðast var verkfalli SFR borið við. Þar á undan voru það „tæknilegir örðugleikar.“ Með réttu hefði leiðréttingin, sem búið er að samþykkja og reikna út fyrir allnokkru, átt að koma til greiðslu 1. ágúst, ásamt uppgjöri frá skattinum. Ég þykist viss um að Sigmundur Davíð hefur farið öfugu megin fram úr þegar hann undirbjó þetta ferli. Alla vega verið í ósamstæðum skóm. Á þessu tímabili er ég margbúin að fara fram úr, báðu megin, en lítið gerist. Og ekki reikna ég nú með að geta keypt margar jólagjafir fyrir dráttarvextina sem munu fylgja greiðslunni, þegar og ef hún berst. Hvað þá heldur að ég fái afslátt af vöxtum þeirra greiðslna sem ég ætlaði mér að ráðstafa fjárhæðinni í. Annað mál væri ef ég skuldaði RSK, það er leitun að hærri vöxtum en þar á bæ. Já, mér er farin að leiðast biðin eftir leiðréttingunni! Kristín Sigurrós Einrsdóttir, blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Leið á leiðréttingunni Ísgel framleiðir gelmottur á Blönduósi Fyrirmyndarfrumkvöðlar á FeykirTV Í sjötta þætti Fyrirmyndar- frumkvöðla er rætt við Zophonías Ara Lárusson, einn eiganda Ísgels á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir gel- mottur sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagel- poka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann. Sífellt fleiri fiskvinnslufyrirtæki eru að taka gelmotturnar í notkun við flutning á fiski með flugfrakt. Þær þykja að mörgu leyti hentugri en ís, minna þarf af mottunum og ekki er hætta á leka. Í þættinum segir Zophonías frá því hvernig fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg eftir efnahagshrunið með batnandi afkomu sjávarútvegarins og auknum fiskútflutningi. Þá fór fyrirtækið í markaðsherferð til Noregs og Færeyja og eru þeir bjartsýnir á að það muni skila sér með auknum umsvifum út fyrir landsteinanna. Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags. /BÞ Óöryggi og hræðsla greip um sig Margrét Björk Arnardóttir og Ragnar Þór Einarsson á Sauðárkróki voru í París um helgina Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðinn föstudag hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með fréttum. Hjón búsett á Sauðárkróki, Margréti Björk Arnardóttur náms- og starfsráðgjafi og Ragnar Þór Einarsson múrari, voru stödd í París þessa helgi að heimsækja ættingja. Gefum Margréti orðið. „Ég og maðurinn minn fórum til Parísar sl. fimmtudag og var tilgangur ferðarinn að fara á U2 tónleika og heimsækja Helgu Margréti frænku hans, sem búið hefur í París sl. 20 ár. Ég hef einu sinni áður komið til Parísar en Raggi var að koma þangað í fyrsta skipti. Við vorum búin að eiga tvo frábæra daga þar sem við þvældumst um borgina undir leiðsögn Helgu Margrétar og vorum m.a. búin að labba 11. hverfi, þar sem árásirnar áttu sér stað, þvert og endilangt á fimmtudeginum. Við borðuð- um kvöldmat þar á fimmtu- dagskvöldinu og það var virkilega notalegt að upplifa stemninguna í borginni. Á föstudagskvöldinu borð- uðum við á veitingastað í 7. hverfi og vorum lögð af stað gangandi heim á leið þegar hún fær símhringingu frá mann- inum sínum sem segir henni að það sé hryðjuverkaárás á París og spyr hvar við séum. Við vorum stödd á opnu svæði rétt við Alþingishúsið þegar þetta símtal átti sér stað og allt virtist með kyrrum kjörum. Hann segir okkur að koma okkur til baka á veitingastaðinn og halda kyrru fyrir þar þangað til frekari fregnir berast af árásunum. Við flýttum okkur til baka og héldum kyrru fyrir fram undir miðnætti. Á meðan við biðum voru allir á netinu að reyna að afla sér upplýsinga um ástandið, hvar hryðjuverkin ættu sér stað og hvort einhver möguleiki væri á að við værum í hættu. Þegar líða tók að miðnætti virtist lögreglan vera búin að ná tök- um á ástandinu og þá hringdum við á leigubíl til að athuga hvort þeir væru eitthvað á ferðinni þar sem öllum lestarsamgöng- um hafði verið lokað. Við vorum svo heppin að fá leigubíl og komumst heim á hótel þar sem lítið var sofið sökum sírenuvæls og óneitanlegs ótta við hvað nóttin bæri í skauti sér. Nánast eins og draugabær Fyrstu viðbrögð voru hræðsla og óöryggi. Frakkarnir sem voru í kringum okkur voru mjög skelkaðir og við fundum óneitanlega fyrir því. Þegar við ferðuðumst á milli borgarhluta á laugardeginum var þetta ekki sama borgin og iðaði af lífi dagana á undan. Það sem helst bar fyrir augu voru vopnaðir hermenn og lögreglumenn. Leigubílstjórinn sagði okkur að það væri engin umferð í borginni og varla nokkurn mann að sjá. Okkar upplifun var sú að þetta væri nánast eins og draugabær. Ótrúleg breyting á einni nóttu. Allar opinberar byggingar og ferðamannastaðir voru lokaðir, öllum viðburðum var aflýst og fólki ráðlagt að halda sig innan dyra og vera eingöngu á ferð ef nauðsyn bæri til. Það var virkilega gott að koma heim. Óöryggið og hræðslan sem við fundum fyrir eftir árásirnar hvarf eins og dögg fyrir sólu og við tók öryggistilfinning og þakklæti fyrir það að komast heill heim. Þetta var óþægileg lífsreynsla sem óneitanlega fer í reynslu- bankann. Hugur minn er hjá íbúum Parísar sem þurfa núna að takast á við afleiðingar þess- ara hörmulegu hryðjuverka. Það er auðvelt að vera ferða- maðurinn sem getur farið heim og upplifað framhaldið af sjón- varpsskjánum eða af netinu en annað er að lifa og hrærast í óörygginu og óttanum sem óneitanlega hefur hreiðrað um sig hjá Parísarbúum. Þangað vil ég senda mínar bestu kveðjur.“ /KSE Ragnar og Margrét á veitingastað í 11. hverfi í París kvöldið fyrir hryðjuverkaárásina. MYND: ÚR EINKASAFNI Zophonías Ari Lárusson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.