Feykir - 28.01.2016, Blaðsíða 9
04/2016 9
Heilir og sælir lesendur góðir.
Í síðasta þætti urðu mér á þau mistök að
fara bæjavillt þegar ég sagði þar að Þorsteinn
Magnússon sem kenndur er við Gilhaga hefði
búið í Brautarholti á Langholti í Skagafirði.
Hið rétta er að Þorsteinn bjó á næsta bæ við
Brautarholt, Grófargili, árin 1935-1937. Á
undan honum bjuggu þar ung hjón árin
1934-1935, og mun það hafa verið sumarið
1934 sem þessi ólæti þar byrjuðu og mun
það trúlega hafa stytt veru þeirra þar. Hefur
dyggur lesandi Feykis og góðvinur þáttarins
nú haft samband við mig og látið í té góðar
upplýsingar sem ég þakka vel fyrir.
Gísli Ólafsson skáldið héðan frá Eiríks-
stöðum sem þá var orðinn búsettur á Sauðár-
króki og spurði þessi tíðindi eins og aðrir í
Skagafirði, orti af því tilefni brag sem kallaður
var Langholtsdraugurinn. Hefur nú tryggur
lesandi rifjað upp og sent mér þennan brag og
ætla ég svona til gamans að birta hann hér í
þættinum.
Ýmislegt er undarlegt í heimi
alltaf eru verurnar á sveimi.
En von er þó menn hræðist þá voðalegu frétt
en verst er ef það setti nú á Skagafjörðinn blett.
Kvíði er
yfir mannfólkinu.
Draugur hér
dansar á Langholtinu
draugur hér.
Þegar hlákan hleypur yfir fjörðinn
hlýindi í lofti, og þýð er jörðin.
Þá kemur þessi ári með allskyns glæpaspil
eins og hann vilji mölva niður bæinn Grófargil.
Enginn vörn
virðist þarna stoða.
Menn og börn
móti þessum voða
menn og börn.
Hann gægðist þarna á glugga og lamdi bæinn
grimmilega, sól þá hneig í æginn.
Og rollum út úr húsum hann hleypa stundum
kann
ég held það sé ei mannafæri að vinna djöfsa
þann.
Raunafjöld
rekka fremra buga.
Réttarhöld
ekki mikið duga
réttarhöld.
En séu þarna mennskir menn að verki
þeir magnast þegar fjandinn gefur merki.
Þeir brölta úti um nætur og búa út djöflafans
það bendir ekki á annirnar í sveitum þessa
lands.
Draugasál
sumir vilja bera.
Öðrum tál
óforþént að gera
öðrum tál.
Þar sem bragurinn er nú ekki nema hálfnaður
finnst mér rétt að geyma síðari hluta hans til
birtingar í næsta þætti.
Eins og áður segir ruglaði ég saman í síðasta
þætti þessum nágrannabæjum Grófargili og
Brautarholti. Höfundur næstu vísu er einmitt
frá Brautarholti, Haraldur Bjarni Stefánsson
sem átti alla ævi sína heima þar.
Vísnaþáttur 657 Kaldur vetur komin erklaka greipar spennir. Norðan gustur nístir sér
nú á gluggann fennir.
Önnur vísa kemur hér eftir Harald og ekki
telur hann þar ástæðu til að kvarta þrátt fyrir
mótlæti.
Mér þó blási kalt um kinn
og kreppi skór að fæti.
Engu kvíðir andi minn
þó erfiðleikum mæti.
Mikla ánægju hafði Haraldur af að hlusta á þátt
hagyrðinga sem fluttur var í ríkisútvarpinu,
kannski á árabilinu 1960-1970. Af því tilefni
varð þessi vísa til.
Líður öll á lífsins svið
læt ég hljótt um máttinn.
Lundin fljótt þó lifnar við
lausa vísna - þáttinn.
Að lokum þessi ágæta vísa eftir Harald sem
hann mun hafa ort á efri árum.
Förlast ört mitt ferða stjá
fangbrögð kenni af elli,
bráðum verður breyting á
blæju niður felli.
Næstu vísur eru eftir hinn snjalla Jón S.
Bergmann. Vel gerðar hringhendur sem mig
minnir að séu ortar hinn hryllilega kuldavetur
1918.
Unnir rjúka. Flúðin frýs,
fold er sjúk að líta.
Vefur að hnjúkum veðradís
vetrardúkinn hvíta.
Grimmd er haldin grund og ver,
gjólur kaldar vaka.
Blátær aldan bundin er
björtum faldi klaka.
Ekki hefur Jón verið þá í neinum vandræðum
með að koma saman hringhendunni. Þrátt
fyrir að ennþá sé langt til vorsins er kannski í
lagi að rifja næst upp þessa beinskeyttu limru
Kristjáns Karlssonar.
Mælti Arnór á Eyrarlandi
mikið andskotans djöfuls fjandi
er Suðurland ljótt,
þegar svörtust er nótt
hjá sumrinu á Norðurlandi.
Ekki hefur bögglast fyrir mönnum sem
kenndir eru við Valadal á Skörðum að
koma frá sér hringhentum vísum. Ljúkum
þættinum með einni slíkri. Höfundur er Jón
Gissurarson í Víðimýrarseli.
Klaka þiljar krenkir börð
kraft úr vilja setur.
Yfir kyljar okkar jörð
árans bylja vetur.
.
Verið þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is
Árni Gunnarsson hjá Skotta Film fylgdi sýrlenskum flóttamönnum frá Beirút til Íslands
„Hlustuðum á margar sögur,
flestar afskaplega sorglegar“
Skotta Film stefnir á að framleiða tvo sjónvarpsþætti um
flóttamannaaðstoð Íslands. Annars vegar um ástandið hjá
flóttamönnum frá Sýrlandi sem staddir eru í Líbanon og hins vegar
„Megin ætlunin var að skoða alla
starfsemi sem íslensk stjórnvöld
er að styðja og reyna að miðla því
til fólks hvernig við erum að eyða
þessum peningum í flóttamenn
og hvar þeir nýtast,“ útskýrir
Árni. Málaflokkurinn er Árna
hugleikinn og honum vel
kunnugur en Árni var formaður
Flóttamannaráðs Íslands til tíu
ára. „Ég hef mikinn áhuga á því
að taka þátt í þessari umræðu
og útskýra út á hvað flótta-
mannaaðstoð og flóttamanna-
hjálp gengur. Ekki síst vegna þess
að ég sé fyrir mér að þetta sé
vandamál sem því miður komi
til með að vaxa í heiminum
fremur en að minnka.“ Skotta
Film fékk styrk til framleiðsl-
unnar frá Utanríkisráðuneytinu
og fleirum og héldu þau Árni og
Anna Sæunn utan þann 12.
janúar.
Árni segir ástandið eldfimt í
Líbanon, landið sé síður en svo
auðugt og að stutt sé síðan þar
var stríð. „Það er stutt síðan þar
var borgarastyrjöld, landið ber
öll þess merki og er ýmislegt sem
minnir enn á það, t.d. eru kúlu-
göt enn sjáanleg á byggingum,
víða eru gaddavírar og verðir
með vélbyssur.“ Í Líbanon búa 4
milljónir manna og á undan-
förnum fjórum árum hafa um
1,5 milljónir flóttamanna komið
inn í landið. „Líbönsk yfirvöld
vilja ekki hafa neinar formlegar
flóttamannabúðir í landinu, þeir
leyfa fólkinu að koma og vera en
vilja ekki taka ábyrgð á því.
Flóttafólkið reiðir sig því fyrst og
fremst á utanaðkomandi aðstoð
frá hjálparsamtökum og Sam-
einuðu þjóðunum. Þannig að
ástandið er eldfimt, á sumum
svæðum er t.d. ekki til nóg
neysluvatn fyrir bæði heima-
menn og flóttamenn. Eins og
einn yfirmaður hjá Sameinuðu
þjóðunum sagði við okkur: „Þið
getið ímyndað ykkur ef það
kæmu 100 þúsund Norðmenn
til Íslands, hvort þið mynduð
ekki lenda í vandræðum með
það?“ Það er eitt af því sem
alþjóðastofnanir eru að gera, í
samvinnu við heimamenn, það
er að finna leiðir til þess að allir
geti verið þarna í sátt og
samlyndi,“ útskýrir Árni.
Ekki mönnum bjóðandi
Þegar til Beirút var komið
byrjuðu Árni og Anna á því að
kynna sér hjálpar- og þróunar-
starf sem íslensk stjórnvöld
styðja og snýr að því að mæta
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
um þær fjölskyldur sem komu til Íslands á dögunum og aðlögun þeirra, með sérstaka áherslu á
fjölskyldurnar sem setjast að á Akureyri. Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður ferðaðist til
Beirút í Líbanon dagana 12.-19. janúar sl., ásamt Önnu Sæunni Ólafsdóttur kvikmynda-
gerðarkonu, til að kynna sér aðstæður þar ytra og fylgja flóttamönnunum heimleiðis.
Feykir fékk að heyra nánar um förina. Anna Sæunn og Árni ásamt hjálparstarfsmönnum í Beirút. MYNDIR: SKOTTA FILM