Feykir


Feykir - 28.01.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 28.01.2016, Blaðsíða 10
10 04/2016 daglegum grunnþörfum fyrir velferðaþjónustu, t.d. fræðslu- starf og heilsugæslu. Þau heim- sóttu undirstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna sem sjá um fræðslu- og mannréttinda- mál og kynntu sér m.a. fræðslu- starf sem er sérstaklega beint að konum til þess að kynna fyrir þeim lagalegan rétt kvenna og barna í Líbanon. Árni segir margar konurnar vera einstæðar með börn, sumar þeirra hafa misst eiginmenn sína í stríðinu og í öðrum tilfellum hafa fjölskyldu-feðurnir freistað þess að komast eftir öðrum leiðum en í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, til annarra landa og sækja um hæli. Sérstök áhersla er lögð á að fræða konur um hvernig þær geta varast hvers kyns ofbeldi. Í Beirút fengu þau einnig að kynnast stóru verkefni sem felst í því að veita börnum fræðslu. Árni segir fjölskyldur sem hafa flúið Sýrland flestar með ágæta grunnmenntun en að börn fái ekki skólagöngu í Líbanon. Þá skoðuðu þau einnig færanlega heilsugæslu á vegum Rauða krossins, sem jafnframt er studd af íslenskum stjórnvöldum. „Síðan á öðrum degi heim- sóttum við þrjár flóttamanna- fjölskyldur sem komu til Akureyrar og mynduðum aðstæður þeirra úti. Þær voru misjafnlega bágbornar en í heildina litið ekki mönnum bjóðandi,“ tekur hann fram. Árni lýsir híbýlum þeirra sem einskonar skúrum, í raun algjörum hreysum. Lítið rými var í skúrunum, myglusveppa- skán innan á veggjum og fleira óboðlegt. „Það var eftirminnilegt að heimsækja þetta fólk og sjá neyðina. Fólkið sem við hittum var mjög geðugt, allstaðar sem við komum var okkur mjög vel tekið og leyft að mynda aðstæður. Við hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar.“ Hann segir fólkið vera fórnar- lömb aðstæðna. „Það ber á engan hátt ábyrgð á því í hvaða stöðu það er, fólk sem lendir í því að það brýst út borgarastyrjöld í landinu sem það býr í. Sýrland var 20 milljón manna ríki svip- að og öll Norðurlöndin að mannfjölda. Það er talað um að fjórar milljónir séu flúnar og stór hluti þeirra sem eftir eru séu á vergangi innan Sýrlands,“ segir hann. „Við ætlum að verða Íslendingar“ Árni nefnir nokkra eftirminni- lega einstaklinga sem hann ræddi við í flóttamannabúð- unum, m.a. unga móður með innan við árs gamalt barn. Hún var 21 árs og maðurinn hennar innan við þrítugt. „Þau áttu nákvæmlega þrjár ferðatöskur af fötum og ekkert annað. Enga peninga og barnið veikt og þau höfðu ekki efni á því að fara með það til læknis. Það var sennilega veikt vegna myglusvepps eða vosbúðar. Þau sögðu við okkur: „Við ætlum að fara til Íslands og við ætlum að verða Íslendingar. Við ætlum að mennta son okkar, koma honum til manns og við ætlum að bæta við okkar eigin menntun. Við ætlum að byrja nýtt líf og við sjáum ekki fyrir okkur að við snúum nokkurn tímann til baka.““ Hann segir jafnframt frá einni konu sem hann kynntist, fullorðinni konu í einni af fjöl- skyldunum sem fóru til Akur- eyrar. Fjölskylda hennar sundr- aðist eftir að stríðið brast á, hún missti eiginmann sinn og börn hennar flúðu frá Sýrlandi og eru nú dreifð um mörg lönd. Árni segir frá því þegar hann hitti hana í fyrsta sinn í Beirút en þá bjó fjölskyld-an í yfirgefnu iðnaðarhúsnæði, sem áður hýsti kranabílaþjón-ustu. „Þegar við komum þá fór sú gamla og tíndi blóm og færði Önnu Sæunni blómvönd. Sam-kvæmt þeirra hefðum þá er amman sú persóna í fjöl-skyldunni sem mesta virðingin er borin fyrir. Hún er einskonar talsmaður fjölskyld- unnar,“ útskýrir Árni og minnist þess þegar hann hitti hana á ný eftir lendingu í Leifsstöð. „Hún var ein fyrsta manneskjan sem við sáum þegar við komum úr flugvélinni og labbaði ein eftir ganginum. Hún ljómaði í framan þegar hún sá okkur,“ segir Árni brosandi. „Síðan var móttaka og forsætisráðherra tók til máls og ávarpaði þau. Hann var með túlk með sér sem túlkaði yfir á arabísku. Þegar hann hafði lokið máli sínu þá tók hún til máls og talaði fyrir hönd hópsins og þakkaði fyrir á arabísku.“ Árni segist hlakka til að fylgjast áfram með fjölskyld- unum sem hafa sest að á Akur- eyri. „Það fólk sem við ræddum við var alveg ákveðið í því að takast á við það að verða Íslend- ingar, að verða hluti af þjóðinni. Þau sem við ræddum við eru múslimar og við gerum ráð fyrir að þau haldi í sína siði og venjur en þau gera sér fyllilega grein fyrir því að þurfa að aðlagast íslenskum siðum, venjum og lögum líka,“ segir Árni. „Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er vandamál sem við þurfum að takast á við án fordóma og að sjálfsögðu er þekkingarleysið og öfgarnar á báða vegu. Annars vegar fólk sem vill ekkert af þessu vita og hins vegar þeir sem vilja bjóða öllum inn í stofu til sín. Mig langar að miðla og fræða og verða að liði í þessu og í raun og veru var það kveikjan að þessu,“ segir hann að endingu. Ráðgert er að sjónvarps- þættirnir verði tilbúnir í árslok en að sögn Árna hefur RÚV líst áhuga á því að taka þættina til sýninga. Árni heimsótti undirstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna sem sjá um fræðslu- og mannréttindamál. Flóttamenn hafast margir við í nöturlegum skúrum. Amman, sem sagt er frá í texta, þakkar fyrir hlýlegar móttökur í Leifsstöð. Árni tekur viðtal við flóttamann (lengst til hægri) og starfsmenn hjálparstofnana.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.